Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 12

Frækorn - 13.10.1904, Blaðsíða 12
172 FRÆKORN Móðurminning. Hve vœr er þeim svefninn á síðasta beð, þá sólspor af lifshimni máist, sem varla um hádaginn sól hefir séð og scerður í lifsstríði þjáist. Þá byrjuð er lifsferð, er brautin oft greið, og brosandi vonin og þráin; um hugsjóna línu, að lukkunnar meið, þá litið er rétt útí bláinn. Á œfinnar dagskrá, hjá árrisi lífs, oss ávalt er hutið hvað stendur; á sóldegi gteðí, i svartnætti kifs, vér sjáum ei fram fyrir hendur. Um ósléttar hraunauðnir lögð var þin leið en lágt var ei stríðsfáninn borinn; og auðséð var þrátt að í iljar þig sveið því oft voru blóðdrifin sporin. En þolinmóð gekstu hið skuggdimma skeið, cr skruggurnar kringum þig dundu, og svipþungar nornir, þótt seiddu þérseið, þær samt ekki hugrekkið bundu. Und iðjunnar merki þú andlit barst sveitt, tit einskis þig skytdan ei krafði, því landeyðugerfið þú hataðir heitt, unz hetja þig nálíni vafði. Og atorku-gerfið var einkenni þitt, hvort að sneri kuldi’ eða hlýja. Eg rita það hrœrður á minnisspjald miti und myrkfaldi þrunginna skýja. Ó, sœl var þér, móðir, þín síðasta stund, að sólarheim virtist þú snúin; á hœgindið lagðir þú máttfarna mund, sem merkt hafði þreytan og lúinn. Ó, guði sé lof, að eg lengur ei sé þíg lúna og þjakaða stynja frá dagrisi hverju að draumgyðju kné, og dropa um kinnar þérhrynja. O, guði sé lof þú ei liðsþurfi hrekst um tjóssnauða veratdar svœðið; á hentugum tíma til grafar þú gekst—, hún grátnum er hvíldin og nœðið. Já, guði sé lof, þitt er gróið hvert sár, sem gagntók þig hjartans að rótum; og guð hefir efalaust talið þín tár að tímans og eilifðar mótum. Jón Jónsson.' Hið árvakra auga I frönsku stjórnarbyltingunni var hinn nafnkendi franski hershöfðingi Lafayette tekinn og settur í fangelsi. Hann tók eftir því, að gert var gat á klefahurðina, þar sem hann var inni. í gegnum það aðgætti fangavörðurinn allar athafnir hans og hreyfingar. Fyrst framan af kvaldist Lafayette mjög mikið af því, að vita af þessu sínjósn- andi auga, og mundi hann hafa gefið mikið til þess að vera laus við það, þótt ekki væri nema dálitla stund, en það var ómögulegt, Eftir að hafa hugsað um þetta um stund sannfærðist hann um að þetta mundi vera skipun stjórnarinnar að vaka þannig yfir sér, til að vita hvort hann í orði eða verki léti í ljósi nokkra hræðslu, eða gerði nokkuð það, sem hægt væri að kæra hann fyrir. Þessi hugsun gerði hann rólegan og hvatti hann til að koma þannigfram, að sá, sem gætti hans, hefði ekki ástæðu til að gera hann í neinu toríryggilegan, eða að hann gerði nokkuð það, sem hann þyrfti að skammast sín fyrir. Ætti ekki meðvitundin um guðs al- sjáandi auga, að hafa svipuð áhrif á ; allar vorar athafnir, svo vér gerðum alt, eins og við gerðum það frammi fyrir guðs ásjónu og honum til heiðurs?

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.