Frækorn - 18.01.1905, Qupperneq 2

Frækorn - 18.01.1905, Qupperneq 2
2 FRÆKORN himneska föðurs — þá munu hinir ver- aldlegu hlutirnir ekki draga huga þinn frá drotni þínum.--------Náð guðs er heitið fyrir notkun meðala; vertu því nákvæmur og kostgæfin að færa þér þau í nyt. Bið guð daglega að auka þér þekkinguna á sjálfum þér, ogjesú Kristi, í verkum hans. Bið hann að auka þér þekkinguna á fyrirgefandi náð og ávaxtarsamri trú, bið um skiln- ing á sameiningu föðursins, sonarins og hins heilaga anda; bið um sanna helgun hjartans og lífernisins; bið um þrótt og þrek að veita mótstöðu hinum andlegu óvinum, og náð til að standa stöðugur, undir merkjum drottins, alt til enda. Bið um eflingu guðs ríkis. Bið fyrir vinum og ætt- ingjum. Bið um blessun í þínum tímanlegu störfum. Bið um auðmjúkt og kristilegt hugarfar bæði í með- læti sem mótlæti. Kæri vinur, verið’getur, að þetta ný- byrjaða ár verði hið síðasta ár þitt hér á jörðunni. Ertu öruggur og ró- legur með ástand þitt? Trúir þú í sannleika á Jesúm? Sé svo, getur þú með djörfung og hugprýði tekið hverju, sem að höndum ber, — en ef ekki, er þér hin ægilegasta hætta búin! Notaðu náðarstundina, og kom til frelsara þíns —kom til hans án tafar. Keppstu að komast inn um hið rétta hlið, og lát ekki hugfallast á stundum erfiðleikanna,unz þú hefir fengið vitnis- burð heil. anda i hjarta þitt um að þú sért guðs elskulegt barn. Byrja nú þannig hið nýja náðarár, og muntu, ef þú lifir næstu áramót, glögglega finna, að þú ert umvafinn guðs miskunanda náð og kærleika. C. H. v. Bogaizsky. (/. J. þýddi.) Hvernig verður vilji guðs fundinn ? Biblíurannsókn eftir C. Skovgaard-Petersen. Höf. að „Þýðing trúarinnar" og fleirum ritum. Formáli höf. Það er von mín, að þessi litla biblíu- rannsókn, sem mér hefir veriðtil and- legs unaðar og blessunar, megi líka verða til hjálpar einum eða öðrum, sem les hana. Eg veit það víst, að margir trúaðir menn bera svipað andvarp í hjarta sínu og Susanne V. Klettenberg: »Sál mín hefir einungis fálmhorn en engin augu. Æ! eg vildi eg fengi einhverntíma augu og mætti sjá!« Eg veit það af eigin reynslu, að hjá þeim, sem vill þjóna drotni, brýst oft samskonar andvarp fram eftir því, að hann fái glöggvar að sjá og þekkja vilja guðs. Já, eg hugsa yfirleitt, að það séu ekki margir trúaðir menn, sem ekki hafi einhverntímaátt í þungu sálarstríði, til að geta staðist þessa spurningu: Hvað er nú guðs vilji í þessu efni? Vér finnum til þess, að það er áríð- andi og er erfitt þó um leið, að vita þaðTvíst í lífsins ringulreið, hvarvegir guðs vilja liggja. En af því það er bæði áríðandi og erfitt, þá hlýtur það að verða oss hvöt til að rannsaka, hvað guðs orð kennir oss í því efni. Eitthvað í þá átt hefi eg verið að reyna hér. Guð gefi þá sem flestum lund og stillingu til að ígrunda það líka sjálfir, hvað guðsorð kennir um þetta efni. Eg ræð hverjum einstökum manni til að leita uppi hina tilfærðu ritningarstaði, að svo miklu leyti sem þeir eru ekki teknir upp hér, —velta

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.