Frækorn - 15.02.1905, Page 8
28
FRÆKORN
ár (1559)- Var hann þvi' næst um hríð
hey.rari á Hólurn, en fór síðan utan til
Kaupmannahafnarháskóla; kom hann aft-
ur 1563 og varð þá skólameistari í Skál-
holti, og gengdi því embætti afbragðs
vel. 1567 vígðist hann prestur að Breiða-
bólstað í Vesturhópi; árið eftir varð hann
skólameistari á Hólum, en 1571 vígðist
hann til biskups á Hólastól og skorti þá
vetur á þrítugann.
Það var
margtað gera
á Islandi um
þessar mund-
ir fyrir mann,
sem hafði vit
og vilja til
þesa að vinna
gagn og
kappsmuni til
að koma góðu
á leið, og það
sá Guðbrand-
ur lljótt, þeg-
ar er hann var
feztur aðstóli
áHólum. Eft-
ir stöðu hans
lá það vitan-
lega næst að
efla kristiij
dómogkenni-
mensku, enda
tók hann af alefli að vinna að hvoru-
tveggja. Hann studdi bæði að því að
auka lærdóm klerka og bæta kjör þeirra
stórum. A dögum Jóns biskups Arason-
ar hafði verið fengin prentsmiðja til iands-
ins, þótt fátt væri í henni prentað. Eifið
af henni keypti Guðbrandur biskup, en
fékk sér jafnframt nýja prentsmiðju og
prentáhöld, og hafði hann alfæra prent-
smiðjuna, þegar er hann hafði setið þrjú
Quðbrandur biskup.
Myndin á þessari blaðsíðu »Frækorna«
er af landsins merkasta biskup og þyk-
r oss viðeigandi að rifja upp það helzta
af sögu manns þessa um leið og vér
færum iesendunum myndina.
Guðbrandur Þorláksson er fæddur á
Staðarbakka í Miðfirði 1542, og var fað-
ir hans Þorlákur prestur Hallgrímsson,
Sveinbjarnar-
sonar í Múla
(dáinn 1490),
Þórðarsonar.
Þorlákur
prestur var
vitur maður
og gætinn, þvf kvað Jón
biskup Ara-
son um hann:
»Ýtum þótti
(hann) ráða-
slægur, sagt
hefir jafnan
sína vild í
svörunum
hægur.« : —
Móðir Guð-
brands var
Helga dóttir
Jóns Sig-
mundssonar,
Steinþórsson-
ar, Anc’réssonar. Það var Miklabæjar-
prestaætt. En móðir Jóns Sigurðssonar
var Sölveig systir Björns ríka Þorleifs-
sonar. Jón Sigmundsson var maður
kappsaoiur og harðsnúinn. Atti Guð-
brandur þvf ekki langt að sækja það,
þótt hann væri bæði fylginn sér og vit-
ur maður.
Guðbrandur fór ellefu vetra gamall í
Hólaskóla og útskrifaðist þaðan eftir sex