Frækorn - 15.02.1905, Side 11
FRÆKORN
31
eg nú veit, að eg með því að reiðast
kom mér í óeðlilegt og sjálfum mér
skaðlegt og óheilsusamlegt ástand, þá
veit eg einnig hvaða freistingar það
voru, sem tældu mig í það. Það var
freistingin til þess.að aðgreina mig
frá öðrum mönnum; um leið og eg
áleit nokkra þeirra jafnborna mér,(jafn-
inga mína), en aðrir virtust mér (lítil-
fjörlegir) auðvirðilegir (»Raka«) heimsk-
ar eða ómentaðar verur. Eg sé nú,
að einmitt það að greina mig þannig
frá mönnunum var aðalorsökin til
fjandskapar míns gegn þeim. Með því
að líta aftur á mitt fyrra líf, sé eg nú,
að eg| aldrei gaf hinum óvinveittu
(fjandsamlegu) tilfinningum mínum
lausan tauminn gagnvart mér meiri
mönnum og að eg aldrei móðgaði
þá; en aftur á móti vakti hin lítilfjör-
legasta móðgunarathöfn frá þeim, sem
eg ætlaði að væri minni háttar en eg,
gremju mína og því meir sem eg þótt-
ist taka slíkum manni fram, því fljót-
ar móðgaði eg hann, já, stundum kom
helber ímyndun um að annar eins
maður ”væri minni háttar en eg, því
til leiðar, að eg móðgaði hann.
En nú sé eg, að einungis sá er hátt
yfir alla aðra hafinn, sem lítillækkar
sig fyrir þeim og þjónar þeim. Eg
skil nú, að það, sem er göfgað með-
al mannanna, er guði andstyggilegt,
og hvers vegna svo er komist að orði:
»Vei hinum ríku og mikilsmetnu«, og:
»Sælir eru hinir fátæku og fyrirlitnu.«
Nú fyrst skil eg það og trúi því, og
þessi trú hefir algjörlega breytt skoð-
un minni viðvíkjandi því, hvað er gott
og mikilsvert í lífinu eða ilt og auð-
virðilegt. Alt það, sem mér áður virt-
ist ilt og lítilfjörlegt, svo sem t. d.
hið óbrotna alþýðulíf, þekking, fátækt,
menningarskortur, umgengni við ó-
breytta menn og sparsemi í lifnaðar-
hætti og klæðum, lízt mér nú gott og
göfugt. Og enda þótt eg nú þegar
alt þetta er mér kunnugt orðið reið-
ist bróður mínum í vangeymni (að-
gæzluleysi) og móðgi hann (misbjóði),
þá get eg þó ekki fr?ma', þegar geð
mitt er í jafnvægi, hortið til þeirra
freistinga sem tæla mig til þess að
þykjast meðbræðrum mínum fremri
og með því svifta mig hinni sönnu
hamingju, nefnil. lífinu í kærleikanum
og samlyndi við náungann. Eg get
ekki lengur (tekið hlutdeild í því) átt
þátt í því, sem í veraldlegu tilliti
hreykir mér uppyfir meðbræður mína
og greinir mig frá þeim; eg get ekki
eins og áður, tekið tillit til stöðu minn-
ar eða annara, nafns eða (titils) nafn-
bóta að undantekinni sæmdinni, sem
er oss öllum sameiginleg, að vera
maður; eg get ekki sókst eftir heiðri
og frægð eða leitast víð að öðlast
þekkingu, sem greinir mig frá öðrum
mönnum; eg get ekki stilt mig um
að leitast við að losna við þau auð-
æfi, sem greina mig frá öðrum, og í
öllum lifnaðarhætti mínum, með tilliti
til fæðu, klæðnaðar og ytri háttprýðis-
venju, get eg ekki látið hjá líða að
leita þess, sem sameinar mig við meg-
inþorra manna, í stað þess að sækj-
ast eftir því, sem greinir okkur.
Kristur hefir kent mér, að önnur
freistingin, sem eyðileggur hamingju
mína, sé holdsfýsnin (óhreinlífisgirnd-
in) til annarar konu en þeirrar, sem
eg hefi fest mér. Eg get ekki látið
líða hjá að trúa því og get þess vegna
ekki eins og áður skoðað lostagirnd-
ina sem einn af hinum eðlilegu og
göfugu eiginleikum mannsins; egget
ekki afsakað mig með því að dást
að fegurðinni né heldur með ástar-
hug eða yfirsjónum konu minnar; eg
get ekki lokað augunum fyrir því að
holdsfýsnin er óeðlilegt sjúkdóms-
stand og að mér ber að nota sér-
hvert ráð til þess að losna við hið
illa.
Eg skil nú orð Krists: í upphafi
skapaði guð karlmann og kvennmann
til þess að þau skyldu vera eitt. Og
þess vegna skal maðurinn ekki sund-
urskilja það, sem guð hefir samtengt.
Eg skil nú, að einkvæni er hið
eðlilega lögmál mannkynsins og ber
því ekki að hagga. Eg skil nú full-
komlega, að sá, sem skilur við konu
sína, þ. e. þá konu, sem hann hefir