Frækorn - 15.02.1905, Page 12

Frækorn - 15.02.1905, Page 12
32 FRÆKORN fyrst bundist, til þess að kvongast annari, kemur þeirri, er hann hefir skilið við til þess að drygja hór og gerir einungis ilt verra með því. Og trú mín á þetta hefir álgjörlega breytt þeirri skoðun, er eg áður hafði á því hvað væri gott og göfugt eða ilt og fyrirlitlegt í lífinu. Fað, sem eg hingað til ætlaði bezt — fágað ríkmannlegt og óhófsamt líf, sem skáld og lista- menn vegsama — það virtist mér nú vesælt og fyrirlitlegt. þar á móti sá eg, að hið góða er fólgið í iðjusömu, óbreyttu og sparneytnu lífi, sem hef- ir hemil á fýsnunum. Fað var ekki hjónabandið, skoðað sem mannleg stofnun, sem einkennir ákveðið sam- band milli manns og konu með lög- helgi (lögmætissniði) heldur það sam- band, sem maður og kona hafa einu sinni gert sín í mil i og sem ekki verður leyst, nema með því að (fót- um troða) brjóta guðs boðorð, sem mér virtist göfugt og þýðingarmikið. Enda þótt eg enn þá, þegar eg gleymi mér, geti látið undan holds- fýsninni, get eg þó ekki nú, þegar eg þekki freistinguna, sem hefir tælt mig til þessarar syndar, slakað svo til sem eg áður gerði. Eg get ekki lengur óskað mér að vera gefinn fyr ir iðjuleysi eða sózt eftir að lifa kveifarlegu lífi, sem myndi hafa hvatt mig til hóflauss munaðarlífs; eg get ekki lengur skemt mér við það, sem vekur holdsfýsnina, svo sem t. d , skáldsögur, kvæði, sönglist, leikhús og dansleiki, sein mér hingað til hefir virst ekki einungis csaknæmt, heldur jafnvel ágæt afþrey'.ig; eg get ekki yfirgefið konu mína, af því eg veit, að það mundi verða stórkostlegasta freisting fyrir mig sjálfan, hana og aðra; eg get ekki stutt að því, að aðrir lifi í iðjuleysi og hóglífi eða stotnað til skemtana, sem glæða holdsfýsnina, svo sem t. d. dansleikir og annað þesskonar, sem getur orðið hneyksl- unarhella sjálfum mér og öðrum; eg get ekki talið þann af því að kvong- ast, sem náð hefir þroska til þess; eg get ekki stutt að skilnaði manns og konu; eg sé engan niismun á því sambandi, sem kallað er hjónaband og því, sem ekki nefnist þannig, heldur hlýt eg að ætla sérhvert sam- band milli karls og konu, sem einu sinni hefit stofnað vefið, hei.lagt og órjúfanlegt. * Franih. Leiðréttinz- Rétt á eftir að síðasta blað var prentað, tók- um vér eftir, að misprentast hafði ein tala f greininni „Tala og rnerki dýrsins". Þar stóð: V. . . . 100, enáauðvitað að vera: V. . . 5. Vér létum undireins leiðrétta það skriflegaí uppiagmu, en setjum þó töluna og nafmð hér aftur, svo allir geti liaft það rétt prentað: V ... . 5 I . . . . 1 c . . . . 100 A R I . . . . 1 V . . . . 5 F I . . . . 1 L . . . . 50 . I . . . . 1 I . . . . 1 D . . . . 500 E I . . . . 1 066 Kína-kristniboðsfélag. Áhugi manna hér í Reykjavík er að vakna fyrir kristniboðsstarfsemi í öðrum heirrs- álfum. Þannig hefir hér nýlega verið stofnað félag, sem heitir »Kína-kristniboðsfélagið í Reykjavík*. Ileiðingiatrúboðsfélögin eru því orðin tvö. Ekki hefir aðvörun hr. Jóns Ólafssonar í »Reykjavíkinni« haft annan árangur en þetta, svo vér vitum. / koma út tvisvar i mánuði, auk JlcSnOrn jóiabiaðs. Árg. minst 25 tbl. (200 bls.). hostar á islandi 1 kr. 50 au. Til Ameríku 60 cents. Gjalddagi 1. okt. Fyrirfram borga..di kaupendur fá sérstök hlunnindí. Prentsmiðja »Frækorna".

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.