Frækorn - 15.03.1905, Side 4
44
FRÆKORN
Hvernig verður vilji guðs
fundinn?
Biblíurannsókn
%
eftir
C. Skovgaard-Petersen.
Framh.
./ £íj.
Til þess að finna guðs vilja, verðum
vér sjálfir að lifa í guði.
Retta kann nú mörgum að sýnast
óþörf athugasemd, því fyrst það er
lfíið í guði yfirleitt, sem veitir oss
góða grein á guðs vilja, þá kann það
að sýnast mótsögn, að sá maður
grenslist eftir vilja guðs, sem ekki lifir
í guði. Og svo er það í raun og
veru. En það sýnir reynslan á öllum
öldum fyr og síðar, þrátt fyrir alt,
að það eru ekki hinir trúuðu einir,
sem spyrja um guðs vilja, heldur og
þeir, sem aðra guði hafa. Reir menn,
sem ekki lifa í guði, geta líka æskt
þess við og við að fá að vita, hvað
guðs vilji er, eins og »til tryggingar
sjálfum sér til handa«, þegar ráða
skal úr miklum vanda, til þess að
öðlast með hægu móti þá »góðu með-
vitund«, að það sé æðri vilji, sem
þeir fara eftir. Reir fara líkt að og
Akas Júdakonungur. Hann lét gjöra
altari í líkingu við heiðið musteri (í
Damaskus) í musteri drottins. Að
þessu altari færði hann svo fórnir að
öllum jafnaði. En hið eiginlega altari
drottins setti hann til hliðar, sér í af-
kyma, og sagði um leið: »Að þessu
altari ætla eg að spyrja drottin* (2.
Kon. 16, 10—15). Hversdaglega virti
hann guð ísraelsmanna að engu, en
hafði þó altari drottins í vitum sínum,
til vonar og vara, til að spyrja þar,
þegar svo bæri undir, og í harðbakka
slægist. Þetta er ótvírætt dæmi. Reir,
sem ekki standa í neinu lifssambandi
við guð, verða að öllu að hafa sömu
ráð og heiðingjar, til að komast eftir
guðs vilja, því að sá, sem ekki hefir
guðs anda, getur heldur ekki gengið
á guðs vegumen; —
Ouð hefir harðlega bannað, að nokkur
grenslaðist eftir vilja sínum, að hœtti
heiðingja.
»Enginn á að finnast hjá þér, sem
láti son sinn eða dóttur vaða bál,
enginn, sem fer með spádóma eða
er dagveljari eða tekur mark á fugla-
kvaki, eða galdramaður eða særinga-
maður eða spásagnarmaður eða tákna-
þýðari eða nokkur, sem leitar frétta
af framliðnum, því að hver, sem slíkt
aðhefst, er drotni andstyggilegur og
fyrir slíkar svívirðingar rak drottinn
þessar heiðnu þjóðir í burtu frá aug-
liti sínu« (5. Mós. 18, 10—12).
Vér megum því ekki fara að eins
og konungur einn í Babel: A vega-
mótunum, þar sem hinir tveir vegir byrja,
nemur Babels-konungur staðar til að
Iáta spáfyrir sér; hann hristir örvarnar,
spyr húsgoðin, skoðar lifrina« (Es.
21, 21).
Rað er augljóst, hvernig á þessu
banni stendur. Algjörlega andlaus leit
eftir vilja guðs er ekki til annars en
að efla manninn í guðlausu líferni og
breiða yfir sjálfviljann, því —
Annaðhvort kemur maður fram sjálfs
síns vilja, með því að þýða táknið eftir
eigin geðþótta, eins og Cesar á her-
förum til Afríku. Hann datt, er hann'
sté á land í Afríku. Retta þótti öllum
ills viti, en Cesar gjörði gott úr þess-
ari tilviljun, með því að hafa hendur
fyrir sér, kalla upp og segja »Nú
hef eg þig, AfrikaN (Svetonius).
F.ða menn búa svo undir fyrir fram,
að þeir fái það tákn út, sem þeir vilja,