Frækorn - 15.03.1905, Page 8
48
FRÆKORN
ar hann brennur. Eg trúi því, að eg
sé í sama hlutfalli við þá spámenn,
sem eg hefi öðlast viðurkenninguna
frá, eins og Jónas við Niniveborgar-
menn, en að eg einnig eins og Jónas
hafi skyldur gagnvart öðrum Ninive-
borgarmönnum, sem eg á að kunn-
gjöra sannteikann.
Eg trúi því, að líf mitt hafi aðeins
þýðingu, að svo miklu leyti, sem eg
lifi í því ljósi, sem er í mér, og set
það ekki undir mæliker, heldur held
því hátt, svo allir geti séð það. Og
þessi trú gefur mér nýja krafta til
þess að breyta eftir kenningu Krists
og sigra allar þær hindranir, sem
hingað til hafa verið á vegi mínum.
Pað, sem áður fjarlægði mig kenn-
ingu Krists og hindraði mig frá því
að sjá, að hún væri sönn og fram-
kvæmanleg, net'nilega möguleikinn til
þess að komast hjá að þola þján-
ingar og ef til vill dauðann af þeim
mönnum, sem hvorki viðurkenna kenn-
ingu Krists né breyta eftir henni,ein-
mitt það staðfesti sannleika kenning-
arinnnar í huga mínum og dróg mig
að honum.
Kristur hefir sagt: :>þegar þérgöíg-
ið mannsins son, munuð þér allir
koma til mín«, og eg fann, að eg
drógst að honum með ómótstæði-
legu afli. Hann hefir auk þess sagt:
»Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa«,
og eg fann, að eg var fullkomlega
frjáls.
Ef óvinir ráðast á mig, eða mér er
veitt árás af vondum mönnum og eg
ver mig ekki — þannig hugsaði eg
áður — taka þeir alt, sem eg á og
drepa ef til vill bæði mig og mína
nánustu; og þessi hugsun skelfdi
rnig. — Nú þar á móti, virðist mér
alt, sem áður skelfdi mig, gleðiefni
og staðfesting sannleikans.
Nú veit eg, að óvinirnir og hinir
svo kölluðu glæpamenn og ræningj-
ar eru líka menn og manna synir
eins og eg, að þeir einnig elska hið
góða og hafa óbeit á hinu illa, að
dauðinn einnig stendur fyrir dyrum
þeirra, að þeir eins og eg sækjast
| eftir frelsi, og að þeir einungis geta
fundið það í keningu Krists.
Alt hið illa, sem þeir vilja gjöra
mér, mun snúast að þeim sjálfum,
og þess vegna hljóta þeir að gera
mér gott. Og ef nú svo væri, að
þeir ekki þektu sannleikann, og héldu,
að hið illa væri gott, þá hefir sann-
leikurinnn verið opinberaður mér, til
þess að eg skyldi kunngjöra þeim
hann, sem ekki þekkja hann. En eg
get ekki kunngjört hann á annan hátt
en með því að halda mér frá því að
taka þátt í öllu, sem illt er, og pré-
dika sannleikann með verkum mín-
um.
Ovinurinn kemur: Rjóðverjar, Tyrk-
ir eða villimenn, og ef þér ekki búist
til varnar, munu þeir drepa yður aila!
— Pað er ekki satt. Ef kristilegur
félagsskapur væri og meðlimirnir gerðu
öðrum aldrei neinn óskunda, heldur
útbýttu öðrum afganginum af vinnu-
! arði sínum, þá mundi enginn óvinur,
| hvorki Rjóðverjar, Tyrkir eða villi-
menn drepa eöa ráðast á slíka menn.
Peir myndu einungis taka það, semslík-
ir kristnir mennaf eiginhvötum mundu
gefa þeim, af því þeir ekki gjöra grein-
armun á Rússum, þjóðverjum, Tyrkj-
um eða villimönnum. — En þegar
kristnir menn eru í ókristilegu félagi
sem láta hart mæta hörðu og espa
kristna menn til ófriðar, gefst kristn-
um manni einmitt tækifæri til þessað
hjálpa mönnum, sem ekki þekkja sann-
| leikann. Kristinn maður á að bera
j sannleikanum vitni, þeim, sem ekki
þekkja "hann. En það eru aðeins
verkin, sem geta borið sannleikanum
vitni.
Pess vegna á kristinn maður að
neita sér um að heyja ófrið, en þar
á móti gjöra öllum gott undantekn-
ingarlaust, hinum svo kölluðu óvin-
um engu síður en löndum sínum.
En þegar nú ekki er um óvini að
ræða, heldur hrakmenni af manns eig-
in þjóð, sem ráðast á kristinn mann,
ræna hann, veita honum atlögu og
j drepa hann og hans nánustu, ef hann
[ ekki ver sig?