Frækorn - 27.03.1907, Qupperneq 11
FRÆKORN
05
s?Lumdaqiasið,
Margir hafa líkiega heyrt getið um
áhald, sem nefnt var stundaglas. Rað
var dálítið glerhylki með sandi í, og
haft til þess að mæla tímann, og af
því var nafnið dregið.
Æfinni má vel líkja við stundaglas.
— Lífið samstendur af smákornum
einum, sem eru hin margvíslegu störf
daglega lífsins, orð vor og gjörðir,
þau mynda heildina — lífið.
Dygðirnar og góðverkin eru gull-
korn; en syndir vorar og yfirsjónir,
— syndsamleg orð og verk, eru svört
sandkorn.
Kærleiksrík orð og atlot, umburð-
arlyndi, blíðlyndi við alla í daglegri
umgengni. — Petta eru eigi neinir
stórviðburðir, ekki nein afreksverk sem
mikið á ber, en þetta marga smáa
megnar þó að gjöra líf sjálfra vor og
bræðra vorra indælt, og þessa jörð
að sælustað. — Petta eru smá gljá-
andi gullkorn í stundaglasi voru. Rau
eru dýrmætur gjaldeyrir, dýrmætari
en sjálft gullið. Kappkostum því,
kæru kristnu vinir, í hvaða stöðu sem
vér erum, hátt eða lágt settir, að láta
sem allra flest gullkorn renna eftir
stundaglasinu — stundaglasi lífs vors.
Gætum þess jafnan, að vér fáum aldr-
ei aftur tækit'ærin, sem liðin eru. Tím-
inn líður hjá, og flytur með sér störf
vor, orð og gjörðir; mörg eða fá gull-
korn, alt eftir því sem breytni vor
hefir verið.
Lítum vér að kvöldi yfir störf dags-
ins og athugum, hvernig honum var
varið, og finnum, að það var mið-
ur en skyldi, og vér mundum vilja
óska, að gullkornin, sem hinn liðni
dagur flutti með sér, væru fleiri en þau
eru — kappkostum þá að verja hin-
um komandi degi betur, og svo hverj-
umaföðrum, þá munu gullkorn dygða
og góðverka, sem hinir líðandi dagar
færa með sér, verða æ fleiri og fleiri.
Biðjum guð þess, að hann hjálpi
oss til að verja tímanum vel, hinum
ókomnu ævidögum, sjálfum oss og
meðbræðrum vorum til sannarlegra
heilla, og honum til dýrðar.
B. E.
%£ppskeran.
Rað var seint í janúarmánuði 1884
í borginni Cleveland í Ameríku. Rað
var liðið að lágnætti og kalt veður úti.
Fannkoma mikil hafði verið daginn
áður, og var snjór yfir a t, og var þvi
líkast sem hvít, glitrandi ábreiða lægi
yfir jörðinni.
í flestum skrauthýsum við helztu
stræti borgarinnar var búið að slökkva
fyrir góðri stundu. En í einu af skraut-
legustu húsunum logaði enn þá gas-
Ijós í forstofunni, og frá herbergi
einu á öðru lofti barst glampi af skær-
um arineldi.
Fyrir framan arininn sat kona rúm-
lega þrítug aðaldri, og reyndi aðstytta
sér stundir með lestri. Hún var skarp-
leg á svip og tíguleg, og var auðséð
á augum hennar, er hún við og við
leit af bókinni að hún hafði göf-
uga, góða sál að geyma.
Þessi kona var frú Kinnear, eigin-
kona Kinnears verksmiðjueiganda; var
hún að bíða heimkomu manns síns,
sem var á áríðandi verzlunarfundi uppi
í Bankastrætinu. Var ekki laust við,
að hún væri óróleg með sjálfri sér,
ai því manni hennar varð svo síðkvæmt,
því hann var annars mesti reglumað-
ur, og kom aldrei seint heim á kvöld-
in; en hún reyndi að láta það ekki