Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Qupperneq 12

Frækorn - 27.03.1907, Qupperneq 12
96 FRÆKORN á sig fá, og halda huganum við það, sem hún var að lesa um. Loks stóð hún upp og gekk ofan stigann og fram að götudyrunum. Hún hafði aðeins staðið þar ör- skamma stund, þegar maður hennar opnaði hiiðið, sem lá frá götunni inn í garðinn, og gekk hratt heim að hús- inu. Þegar hann gekk upp riðið og sá konu sína standa í háifopnum dyr- unum sagði hann: »Anna mín, þú ert þó ekki svona seint á fótum til að bíða eftir mér?« »Jú, Wilkie, mér var ómögulegt að fara að sofa, og þessvegna hef eg set- ið uppi, til þess að gera mér í hug- arlund hvernig það væri, ef þú hefð- 'r fyrir vana að vera úti svona langt fram á nótt. iJað hlýtur að hafa ver- ið eitthvað áríðandi sem hélt þér svona lengi burtu«. »Já, það er satt, Anna; við skulum koma inn, svo skal eg segja þér sög- una«. Regar þau voru sest niður fyrir fram- an ofninn, sneri Kinnear sér að konu sinni, tók utan um báðar hendurnar á henni og sagði með djúpri, nær því sorgblandinni alvöru: »Anna, eg er genginn úr félaginu. Eg vona þú samþykkir það, sem eg hef gjört. Að vísu langaði mig til að spyrja þig til ráða fyrst, en mér var það ekki hægt, því eg mátti til að taka ákvörðun undir eins«. »Mig furðar að vísu á þessu, Wilkie, en eg get auðvitað ekkert sagt um það, meðan eg veit ekki ástæðurnar«, svaraði frú Kinnear rólega. »Pú veizt«, sagði hann, »hvaða upp- ástungu formaðurinn og tveir eða þrír aðrir félagsmenn hafa komið með, að því er snertir smærri félög, sem reka sömu atvinnu. í kvöld var gjörð á- kvörðun í þessu máli. Ressir með- limir, sem mest mega sín, voru íkvöld ákveðnir í að koma áformi sínu í fram-- kvæmd, og ætluðu að neyða okkur Donglas til að samþykkja tillögu sína; mér var ómögulegt að gjöra það með góðri samvizku, og því gekk eg al- gjörlega úr félaginu«. »Hvernig var þá eiginlega uppá- stunga þeirra?« spurði frú Kinnear, sem nú var aivarlega farin að hugsa um málið. »Fyrst og fremst stungu þeir upp á því, að setja niður verðið á öllum vörum sem við verzlum með, og það svo lágt, að það yrði ómögulegt fyr- ir hin tvö félögin að halda áfram verzl- un sinni. Auk þess er hér í borg- mni annað yngra félag, sem hefirall- góðan höfuðstól: það hefir nú rekið verzlun sína hér um bil tvö ár. Fram- tíðarhorfur þess eru alt of góðar til þess að félag vort geti litið það með ánægju. Nú eráformið þetta: að reyna að ná í kyrþey valdi yfir meiri hlut- anum af hlutabréfum þessa nýja fél- ags, svo það neyddist til að selja hin önnur tneð því verði, sem okkur sýnd- ist«. »En hvernig mundi þá fara fyrir öllum þeim mönnum, sem yrðu að hætta við verzlun sína?« spurði frú Kinnear. »Hvað varðar okkur um það?sögðu menn í kvöld. Reir geta tekið fyrir það, sem þeim sýnist, eða þáverið at- vinnulausir. Eg hef tekið eftir því, að þessi andi hefir ríkt hjá félögum mínum marga mánuði, og hefir það verið mér mikið hrygðarefni. En hvað sjálfum mér viðkemur, þá var eg bú- inn að sjá fyrir löngu, að eg hlyti að ganga úr félaginu*. »Pú, hefir gengið úr félaginu af því þú vilt ekki eiga þátt í þessu at- ferli?«

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.