Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Side 4

Frækorn - 24.12.1907, Side 4
FRÆKORN 392 Nytsöm mentun. Guðrækin móðir segir svo frá: Ef þér óskið, að börn yðar upp- fræðist í drotni, þá byrjið að uppfræða þau strax, er skilningur þeirra leyfir. Látið þau læra utanbókar vers úr biblíunni bæði kvöld og morgun. Til að byrja með valdi eg vers úr 119. Davíds sálmi fyrir mín börn. Arang- urinn verður sá, að börnin fara brátt að skilja, að svo segir drottinn. Gæt þess, að þú verður sjálfur að elska guð og hans boð. Minstu þess, að hann neyðir engan. Nú, fyrir bænina | skalt þú öðlast, heyra orðið og skilja, fyrir anda guðs skilja, að guð gefur oss alt til sannarlegs lífs og sælu. Mættum vér í auðmýkt beygja hjörtu | vor fyrirhonum. Eg má játa það, að eg get ekki j þakkað guði, eins og eg vildi, fyrir { hans náð við oss í þau sex ár sem s börnin mín hafa lært tvö vers utan- I bókar áhverjum degi. Rekking á guðs orði er nytsamasta mentun, því guðrækni er til allra ! hluta nytsamleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið tilkomandi. 1. Tím. 4, 8. F. M. Hvort velur þú heldur? Mennirnir vilja koma sínum lögum að til þess að burtrýma lögmáli guðs. Reir reyna að þröngva samvizkufrelsi annara, og vegna áhugans til að koma lögum sínum í íramkvæmd munu þeir undiroka meðbræður sína. Mótþróinn gegn guðs lögmáli, sem byrjaði á himnum, mun haldast við alt til heimsenda. Hver einasti maður mun verða reyndur. Hlýðni eða óhlýðni er spurningin, sem allur heimurinn verður að taka ákvörðun um. Hver einstakur maður mun verða kall- aður til þess að velja milli guðs lögmáls og mannlegra skipana. Par verður línan dregin. P& verða einungis tveir flokkar af mönnum. Hugsunarháttur hvers manns verður fullþroskaður, og allir munu sýna, hvort þeir hafa valið að hlýða eða þrjósk- ast. F*á mun endirinn koma. Beztu vinagjafir. Sú bók, sem segir frá því, að guð varð maður, er hin næst stærsta gjöf, sem guð hefir veitt mönnunum — Jesús sjálfur er hin stærsta gjöf — bækur, sem lýsa göfugu, kærleiksríku, kristilegu lífi, eru hinar beztu vinagjafir. »Sú þjóð, sem es mikiði, segir rithöfundur einn, »mun lbrátt verða hugsandi þjóð, og hugsandi þjóð er voldug þjóð.» »Sumar bækur má bragða,« segir Bac- on, »öðrum má renna niður, en ein- ungis fáar má tyggja og melta.« Annar rithöfundur segir: »Til eru margar silfurbækur en fáar gullbækur, en eg á eina bók, sem er meira verð en allar aðrar, biblíuna og hún er full af verð- bréfum. E. S. ------------------ — Tími vor er dýrmætur; vér höfum aðeins fáa, mjög fáa náðardaga ólifaða, sem oss eru get'nir til undirbúnings fyr- ir hið eilífa líf. Vér höfum engan tíma svo mikið sem að ráðgera ónytsöm fyrirtæki. — Sérhver gjöf, sem vér hljótum, ætti að gjöra hjörtu vor viðkvæmari gagn- vart sorg og neyð annara. — Ohamingja er hamingja og mót- læti meðlæti, ef það leiðir oss nær hinu himneska takmarki. ■*»

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.