Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 11

Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 11
FRÆKORN Abraham Lincoln. Mynd þessi er af hinum nafnkunna forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln. Hann fæddist 12. febr. 1809 og átti fá- tæka foreldra. Fyrst reistu þau bú í fylkinu Kentuky. fJar var þrælahald, og hefir Lincoln eflaust orðið að sjá hina ómannúðlegu meðferð, sem þeir urðu að þola. Síðan fluttu foreldrar hans til Spencer í Indianafylkinu. Faðir hans hjó tré í skóginum, sem hann bygði sér hús úr, og varð drengurinn að hjálpa hon- um, eins og hann hafði krafta til. Móð- r Jlbrabam Eincolit. L irin kendi honum að skrifa, en lagði sérstaka áherslu á kristindómsfræðslu, enda var það aðalmentunin, sem hann naut í æsku, og trúmaður mikill var hann alla æfi. Hann misti móður sína 10 ára gamall og syrgði hana mjög, og mintist hennar ávalt með innilegri lotn- ingu. Faðir hans kvongaðist aftur, og Lincoln var svo lánsamur að eignast góða stjúpu. Næstu árin eftir fékk hann nokkra mentnn, en þó er sagt, að allir þeir dagar samantaldir, sem Lincoln naut skólanáms, muni varla heilt ár. 399 Seinna fluttu þeir feðgar til lllinois, bygðu sér þar nýtt hús, ruddu landið og girtu það ineð staurum. Þegar Lincoln var kosinn forseti, smánuðu mótstöðu- menn hans hann, með því að kalla hann »brenni höggvarann og gerðu gys að því, að hann hefði höggvið staurana. En seinna báru menn fánann á tveim- ur af staurum þessum til að sýna, að þeir virtu mikils atorku og starfsemi, og að það. væri engum tií vansæmdar að stunda heiðarlega vinnu. Arið 1846 var hann kosinn til þings- ins í Washington og ávann sér hvarvetna traust og álit góðra manna. Forseti bandaríkjanna varð hann árið 1860. Rétt á eftir byrjaði þrælastríðið, og bar Lincoln gæfn til þess að afnema að fullu þrælahald í Bandaríkjunum. Hann var virtur og elskaður af svertingjum og öllum, sem kunnu að meta starf hans, en þrælaeigendur hötuðu hann. 14. apr. 1865 var hann myrtur í Ieikhúsi í Washington ; hann var skotinn í hnakk- ann. Morðinginn hét Booth og var Ieikari. Það er sögn manna, að varla hafi nokkur maður, sem hafði jafn mikil völd og L.incoln hafði í ófriðnum, farið betur með vald sitt. x. Samvizkan er hinn næmi skilningur á þvf, sem rétt er og rangt, og hún er fyrir sálar- lífið það, sem smekkurinn er fyrir lík- amslífið. Ef þessi skilningur sljóígast, þá hefir það mjög mikil og alvarleg á- hrif á alt sálarlíf vort. Pað þarf ekki meira, en að sálarlífið lamist að ein- hverju leyti, til þess að starf sálarinnar stöðvist; hinar dýrslegu tilhneigingar og fýsnir halda þá áfram að starfa, án þess að verða fyrir stöðvun af skynsemi og samvizku. Professor E. Almquist.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.