Frækorn - 22.03.1909, Blaðsíða 6
FRÆKORN
33
geta ekki starfað, meðan líkam-
inn sefur; þær geta aðeins starf-
að í draumi, en draumurinn er
ekkert virkilegt, að eins hugar-
burður (fantasier). En fyrst þeg-
ar líkaminn hefir hvílst út, getur
andinn í oss vaknað til sannar-
legs lífs og starfsemi. Og það
er víst, að í dauðanum fellur
líkaminn saman, andinn missir
verkfæri sitt til þess að njóta
meðvitundar, til að lifa sönnu
mannslífi, til að leysa af hendi
sannarlegt mannsstarf. Og það
er líka víst samkvæmt skýrum
kenningum guðs orðs, að sálin
ekki fær líkama sinn aftur fyrr
én í upprisunni, við endurkomu
drottins. Hvernig er það þá
hægt að hugsa sér nokkra aðra
tilveru milli dauðans og uppris-
unnar fyrir sálina, sem er skil-
in við líkamann, en þá tilveru,
sem líkist þeirri, er sálin hefir
hverja nótt, meðan líkaminn
sefur.«
Loks skulum vér fræða »Bjarma«
á því, að kenningin um »sálar-
svefninn« líka er »hrein Lúthers-
trú«.
í Útskýring á 1. Mósebók seg-
jr Lúther semkvæmt norskri þýð-
ingil á þeirri bók, útg. í Kristjan-
íu 1864, þessi orð í 2. bindi,
42. kap.:
»F*að er víst og opinbert af
heilagri ritningu, að hinir heilögu
eða trúuðu að líkamanum tilfara
í grofina [keber], eins og Abra-
ham var jarðaður á akri Efrons
fyrir austan Mamri, En að sál-
inni til fara þeir inn í lu'býli sín
/sheolah], þar sem þeir safnast
með feðrum sínum. Hinir guð-
hræddu hafa einnig sínar grafir,
en þeir fara einungis niður í
þær til þess að hvílast. Og
þótt þeir fari ofan í þær með
sorg, þá fá þeir þó hvíld þar.«
Um orðin í frummáli gamla
testamentisins, sem tákna ríki
dauóra, segir Lúther á sama stað
í þessari útskýringu sinni:
»Hebreska órðið keber, sem
þýðir gröf, er alment orð, sem
er viðhaft bæði um guðhrædda
og óguðlega. Og á sama hátt
er það með orðið sheolah«.
»hað er ekki svo, að hinir
guðhræddu og hinir óguðlegu
hafi hvert sítt sheolah eðastað.«
»Sheolah er sameiginlegur
geymslustaður, ef stað má kalla,
ekki fyrir líkamana, heldur fyrir
sálirnar.«
Svo langt tilfært eftir Lúther.
Svona eru þá þessar kenning-
ar lútherskar.
Retta ætti »Bjarmi« að minn-
ast næst, er hann vill rita móti
oss.
Pað er slæmt, að hann skuli
komast svona óheppilega að orði
bæði gegn biblíunni og Lúther.
F*að er óviljaverk hjá honum.
Og þess vegna ógn-fyrirgefan-
legt. D. Ö.
Landskjálftinn við Messínu-
sund.
„Og sjá! Drottinn fór fram hjá, og
á\undan honum mikill og sterkur storm-
ur, sem sundur tœtti fjallið og sundur
molaði klettana; drottinn var ekki í
storminum; og eftir storminn jarð-
skjálfti; ekki var drottinn ijarðskjálf-
lanum; og eftir jarðskjálftann eldur:
ekki var drottinn i eldinum; en eftir
eldinn kom hœgur og blíður vindblcer
. . . Og sjá, þá kom raust til hans og
mcelti:" I Konungabók 19, 11—13.
Við Messfnusund
um miðniorguns stund,
er nótt lá enn yfir Etnu-grund,
þá heyrðust hróp -
hundrað þúsunda neyðaróp:
„Heimsslit! Heimsslit! . . .
Slepti hendinni hann sem skóp! . . ,"
Sá dynur, sá hvinur!
á hálfri mínútu lirynur
borg eftir borg með ódæma org.
En utan frá hafinu drynur
í hafgerðingum, því hrönnin blá
sem heljar-veggur stígur úr sjá;
og meðan í rústunum bál við bál
brennir og steikir og pfnir,
mátt hún ei minni sýnir;
hún hvelfir úr sinni heiftarskál
og heljar-ódæmin krýnir.
Eitt augnablik kafnar ógn og org,
því alt er sjór er fyr var borg;
en óðum fjarar út flæði.
Og hljóð á ný! því heiftar-ger
af hræfugla svarnii veltir sér
sem ferlegt fjanda stóð
yfii feiknar og heljar glóð . . .
Og etin þá heyrast hér og þar
hamslaus og vitstola óp:
„Heimsslit! heimsslit! . .
Slepti hendinni hann sem skóp."
Alt þagnar — alt þagnar,
og þá kom svar\
Því engill drottins ofan fór,
og andanuni heldur jörð og sjór,
og dauðinn flýr f felur.
Þann engil bar víð Etnu tind. .
sem ímynd hans og fyrirntynd
er líf og anda elur,
og yfir dauðans ógnar slóð
sá engill guðs fékk bezta hljóð,
sem tíinans saga telur:
Lögmál drottins lætur ei að sér hæða,
lát það fræða, meir en hræða,
sálu þína, fávís foldar þjóð!
Mundu sjálfs þíns sök, að allar aldir
ótal fleiri menn í hel þú kvaldir
heldur en eldur, himinn, jörð og flóð.
Fær þú aldrei fest í vitund þinni
forsjón þá er býr í vitund manns,
vex þar upp með viti, reynd og minni,
vilja, dáð og kærleik hans? -
Hræðstú ei, þótt líkams lffið þrotni,
lífið sanna bíður þín hjá drotni,
eilíf vist, þótt alt sé sköpum háð.
Það er guð, sem þetta jarteikn sendir.