Frækorn - 22.03.1909, Blaðsíða 11
FRÆKORN
43
Eftir 3 — 4 ár þekti hann ekki að-
eins öll viðskiftasamhönd verzlun-
arhússins, heldur einnig styrkleika
og veikleika hvers viðskiftamanns.
Einn dag kemur bréf til yfir-
niannsins, sem opnar það og les;
hugsar málið í 2 mínútur og gerri
bréfritaranuni kaupsamningstilboð.
Þessi ungi maður vissi, að það var
hér um nrikið að ræða og hugsaði
um þessa sölu alla nóttina á eftir
og íhugaði útlitið. Hann sagði með
sjálfum "sér: Yfirmaður minn var
búinn að taka ákvörðun eftir 2 mín-
útur, en eg hef hugsað um mál-
ið tímum saman. Næsta morgun
snéri hann sér til yfirmansins síns
og bað afsökunar, og eftir 5 mín-
útur var hann búin að útskýra
málið.
Yfirmaðurinn varð forviða. Hann
sá strax, að hann hafði gjört skakt,
og gjörði undir eins breytingu á
kaupsanmingstilboðinu. Honumfanst
hann vera hálf hræddur við þennan
mann, er vissi meira en hann sjálf-
ur. Vegnaofreynslu fór hannskömmu
síðar til Calfeorníu. Nokkrum vik-
um síðar tók hann eftir, að bréf
hraðritarans bir vott um svo miklu
meiri þekkingu á viðskitunum, en
hann sjálfur hafði. Hann komst í
uppnám, og ákvað samstundis að
fala þenna unga mann og bjóða
honum hærra kaup franivegis, til
Nss að keppinautar hans ekki skyldu
^aka hann frá sér. Hann sá að
aðfararir sínar í gær voru í dag
óheppj|egar.
^rá þessum degi hækkuðu tekjur
htaðritarans frá 1500 uppí 10000
hrónur á ári. En yfirmaðurinn tapaði
okkert á þessari breytingu á launum
skrifara sfns. Hann komst að
raun um að hann vann fyrir meiru
en þessu.
Það er aðeins einn beinn beinn
vegur að tvöfalda tekjur sínar, hvort
sem þær eru 5 eða 100 kr. á vik-
unni, og þaci er ströng vinna, óaf-
látanleg iðni, gjörsamlegur áreiðan-
leiki, áhugi fyrir verk yfirmannsins,
að gjöra sig ómissandi í verkinu
og að leitast við að gjöra það betur
en nokkur annar.
Stærsta víntunna heimsins.
í blöðunum »Fræk.* og »Templ.c
síðast liðið ár stendur grein með
þessari yfirskrift, og er þar átt við
víntunnu í Heidelberg á Þýzkalandi,
en þar sem það er ekki rétt, vil eg
leyfa mér að biðja nefnd blöð fyr-
ir þessa athugasemd:
Heidelbergstunnanersmíðuð 1751
og hélt hún þeim heiðri(l), að vera
»heimsins stærsta vínílát* í nær
150 ár, en fyrir nokkrum árum var
smíðað ölílát, við brugghús eitt í
suðurhluta Lundúnaborgar, ertekur
rúmlega helmingi meira en Heidel-
bergstunnan. En nú fyrir 3 — 4
árum knúði þörfin Californíubúa
til þess að »byggja« vínílát, sem
tekur fimmfalt á við Lundúna-ám-
una. ílát þetta er grafið í jörð
og gjört af cementsteypu, og fóru
til þess 1000 tunnur cement og
6000 tn. af möl og sandi. Tvær
gufudælur voru sjö daga að fylla
hana, og fjóra daga var verið að
tæma hana gegn um járnpípu er
lá frá botni hennar að aftöppunar-
stöðvunum. Pípan var fet að þver-
máli.
Tvö hundruð manns hafa etið
miðdegisverð saman, og haldið
danzleik niðri í henni.
Þorst. Finnbogason.
Hugsa. Mugsa.
Nota hvert tækifæri að tala við
menn, sem geta feng’ð þig til að
hugsa. Lestu þær bækur er geta
vakið hjarta þitt.
í heilanum er hjá flestum mönn-
um geysi-mikill óþroskaður og ó-
notaður kraftur.
Tómt tal og lélegar bókmentir
er að miklu leyti orsök í hinni and-
legu deyfð hjá mörgum, sem að
öðru leyti er ötull piltur og stúlka.
Hugsa, hugsa alvarlega! hugsa'
þangað til það verkar, stór og
tregur heili er óhæfur til andlegs
starfa, eins og linir og veikir vöðv-
ar eru til líkamlegrar vinnu.
(Þýtt.)
Bannlögin, andmæli og með~
mœli.
Ritlings Magnúsar dýralæknis
Einarssonar var lítillega minst í
síðasta tbl.
Áuk svars vors við ritgerð hr.
M. E. hefir herra bankagjaldkeri
Halldór Jónsson svarað ágetlega
vel í »templarv< 12. þ. m. Og er
sú ritgerð serprentuð. — Enn frem-
ur hefur hr. bankaritari Pétur Sóp-
hóníaason gefið út ritling, 24 bls.
að stærð, sem leggur alt málið
mjög greinilega fram og hrekur
mótbárur Magnúsar Einarssonar.
Vörn og viðrrisn
nefnist bæklingur lítill, 32 bls
að stærð, sem st. Hlín nýskeð hef-
ir gefið út.
Bæklingur þessi inniheldur tvær
ræður eftir séra Harald Níelsson.
Önnur ræðan flutti hann á almenn.
um fundi hér í Reykjavík í Septin-
bermánuði rétt á undan atkvæða