Frækorn - 22.03.1909, Blaðsíða 7

Frækorn - 22.03.1909, Blaðsíða 7
það er hann. sem vekur, kennir, bendir: Þekkið, herðið hjartans rauða þrdð! Sérhvert fólk er síngirninni þjónar, svíkur heiminn, tilgang hans og lán. Fleiri en þessir léttu Lazarónar Ieika sér á veíkri skán. Þetta tákn á þessum stað skal segja: þjóð, sem hvorki lifa kann né deyja tíu þúsund eftir berusku-ár — þjóð sem varla þekkir hönd frá hendi heldur en borgin sú, er Jónas kendi, hún er dæmd, og hennar bíður fár. Voðans Eden, Etnu ströndin bjarta, ár og daga sælan við þér hló, alt þar til er skall á skruggan svarta - skelfinganna tíminn sló. Sjáið tákn og trúið lönd og lýðir, lögúm þeim er kendu allar tiðir; lærið, lærið, bræður, bróður þel. Sikiley, er sundurlostin flakti, sanrhug yðar skyndilega vakti: Hvað er þetta þó? Eitt stundarjel! Qræðið þau hin þúsund ára sárin, þíðið eigin glæpa freðinn hyl Brott með víl og vonarlausu tárin, vekið andans sólar-yl! Mammon brott, sem myrðir hjartans gæði; Mólok brott, hinn grimmi, vígaskæði; fyrir heiðni komi kristin stjórn! Fleiri í ár en liggja lík við sundið lestir timans hafa pínt og bundið: Reiknað alla ársins syndafórn! Dunar nú frá hæstum himna-drotni heilagt orð uin gervalt jarðarsvið: ■-Hverfi heiftir, sverðið sundur brotni, samúð lærið, grið og frið!“ - Matth. Jochumsson i N. Kbl. Eru allir dagar jafn-helgir? Sumir halda, að svo sé. Samt setn áður verður það líkast til ervitt að halda því fast fram. Hvíldar- daguriun — sjöundi dagur vik- unnar — er skipaður í hinum tíu boðorðum drottins, í því lögniáli, sem guð talaði með sinni eigin röddu 0g reit með sínum eigln fingri. Um þetta lögmál segirjesús sjálfur; »Þangað til himinnogjörð FRÆKORN1 forgengur, mun ekki hinn minsti bókstafur eða titill lögmálsins líða undir lok, unz því öllu er full- nægt.« Matt. 5, 18. Samkvæmt þessu lögmáli er hinn sjöundi dag- ur heilagur dagur, en hinir sex vikudagarnir eru erviðisdagar. Með- an menn ekki fótumtroða skýrustu orð Jesú Krists, getur enginn feng- ið þá fullvissu, að »allir dagar séu eins«. En auk þessara orða Jesú um lögmálið alment eru einnig fleiri orð eftir frelsarann, sem berlega sýna afstöðu hans til hvíldardags- ins. A ýmsum stöðum í guðspjöll- unum talar hann unt hvíldardags- helgihaldið, en aldrei segir hann eitt einasta orð, sem afnemur gildi hvíldardagsins. En hann sýnir þvert á móti, hvernig hvíldardaginn ber að haida heilagan: »Pess vegna er leyfilegt að gjöra það, sem gott er, á hvíldardögum«. Matt. 12, 12. Ó$k 3csti um hclgibald lacrisvcinanna. Jesús hélt ekki einungis hvíldar- daginn og verndaði rétt helgihald hans. Hann óskaði einnig, að lærisveinar hans skyldu halda hann á tíma hins nýja sáttmála. Petta sést greinilega af Matt. 24, 20. Um leið og Jesús spámannlega lít- ur fram í tímann og talar um eyðilegging Jerúsalemsborgar, sem átti sér stað ár 70 e. Kr., gefur hann lærisveinum sínum þessa á- minningu: »En biðjið þér, að yðar flótti verði ekki um vetur eða á hvíldardegi.« Með þessum orð- um hefir herra hvíldardagsins sýnt oss, að hans vilji var, að læri- sveinar hans á tíma hins nýja sátt- mála einnig skyldu halda sabbats- daginn heilagan. Ef vér lítum í Postulanna gjörn- ingabók, sjáum vér, að hinir fyrstu 39 kristnu héldu hvíldardaginn — sam- kvæmt orði og dæmi meistarans. (Pgb. 13, 13. 14. 42-44.; kap. 16, 13.; kap. 17, 1—3.; kap. 18, 1.-4. 11.) Kcnnittð Páls pcstttla um bvíldardaðinn. Margur heldur því fram, að Páll postuli hafi kent, að allir dagar væru eins, og að hvíldardagurinn sé því afnuminn. í þessu sam* bandi er aðallega vitnað til Róm. 14, 1. —6. Vér skulum því til- færa þessi orð hans: »Takið að yður hinn trúarveika, án dóma um hans meiningar. Einn heldur, að alls megi neyta, en hinn, sem er trúarveikur, neyt- ir einungis jarðarávaxta. Sá, sem alls neytir, fyrirlíti ekki hinn, sem ekki neytir alls, og sá, sem ekki neytir alls, dæmi ekki þann, sem alls neytir; því að guð hefir tekið hann að sér. Hver ert þú, sem annarlegan þjón dæmir? Hann stendur eða fellur sínum herra; en hann mun standa, því máttugur er guð að láta hann standa. Sumir gjöra sér daga mun, en sumir dæma eins um alla daga. Sérhver haldi sannfæringu í huga sínum. Sá, sem af deginum heldur, heldur af honum vegna drottins, og sá, sem ekki gjörir sér daga mun, gjörir hann ekki vegna drottins. Sá, sem etur (alla fæðu), etur drotni, því hann gjörir guði þakkir; sá, sem ekki etur, hann etur ekki, drotni til dýrðar, og gjörir guði þakkir.« Alt, sem beinlínis er hægt að draga út úr orðum þessum, er það, að maður á ekki að dæma aðra með tilliti til þess, sem hér er nefnt. Enda þótt sumir haldi fast við rang- ar hugmyndir um fæðu og daga- hald, þá gjöra þeir þetta í hjartans einlægni, og því á ekki að dæma

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.