Frækorn - 31.10.1912, Síða 3

Frækorn - 31.10.1912, Síða 3
R Æ K O R N 59 um nauðugum er að freista þeirra til hjúskaparbrots, er hneyksli sem ekki ætti að þolast. N. Kbl. minnir líka á siðspilling þá, sem þessar tálmanir gera (1910 nr. 2.) En íhugunarverðasta orð blaðsins um þetta mál kemur í næsta kafla. II. »Nýtt Kirkjublað«, 1911 nr. 12, segirsvo : »Það var útaf trollarayfir- gangi á fiskimiðum, að mætur og vitur maður, sem nú er látinn, spáði því í tali við mig fyrir all- löngu, að hólminn okkar yrði með tímanum bara útlend veiðistöð: Karlmennir yrðu þar vinnuþrælar við og kvennfólkið íslenska notaðist mest við að þjóna losta útlendu sjó- mannanna.* Og svo bætir ritstj. sjálf- ur við: ->En þessi mvnd, hún er beint framundan, með því glæpsam- lega ráðlagi, sem nú er á oss. Og kennir eigi margt móður- og föður- hjartað sárínda yfir að hafa getið börn þeirri þjóð, sem út í slíkt for- að stefnir, af því að hún stýrir eigi betur ráði sínu?« — Þegar einn karlinn las þessi orð í N. Kbl., hugsaði hann: »Já svona ritar þá okkar vitri, gætni og prúðorði biskup.— Ein- hver brögð eru að. — Ekki furð- ar mig lengur, þótt ungar, ákafar og vandlátar sálir sjeu stórorðar, þeg- ar þær eru að tala eða riía unt á- stand vort í þessu efni. Skil jeg nú, betur hversvegna Ingi- björg Ólafsdóttir ritar, eins og hún ritar.« Bæklingur hennar um siðferðis- málið hefur að vísu verið lof- aður ?.> sumt'm, en Hka iasiaður af mörgu.ii. En hvað sem því líður, þá er mál þetta jafn alvarlegt og bindindismálið. Og verður vonandi hjer eftir ekki síður á dagskrá en það, því það er eitt af helstu siðmenningarmálunum. Vjer ættum að geta þolað aðfinningar í þessu máli eins og aðrar þjóðir. Rit lngibjargar er tnjög alvarlegt og þarft rit og gallar þess eru harla Ijettvœgir hjá kostunum. Og allir ættu að lesa það efnisins vegna, þótt þeir væru því ósamdóma. Og líki þeim ekki »form« þess eða ráð, þá er að finna betra form og betri ráð. Höfundurinn er gagntekinn af brennandi siðbóta-áhuga, eins og »Sinfaxi« benti svo drengilega á í sumar (nr. 7). Lnda hefur ekkert blað ritað eins góð og snjöll orð um bók Ingibjargar eins og »Skin- faxi«. Og víst eru ekki meiri öfgar hjá Ingibjörgu en gerast hjá öðrum ung- um og áköfum umbótarmönnum. Ekki eru umbótamenn Norðmanna og Dana vægari, þegar þeir eru að finna að óskírlífinu eða hrokahætt- inum hjá sjer. Og eftir því, setn jeg þekki best, erum vjer í þessu að öllu santanlögðu ekki betri en þeir, þótt stjettamunurinn hjá oss sje minni ennþá. Ekki hlífa norsku og dönsku um- bótamennirnir heldur æðristjettunum hjá sjer. Síður en svo, Klavenes segir hvað eftir annaðí tímariti sínu, að norsku æðri stjettirn- ar sjeu óvandaðri í hjúskaparmálum en lægri stjettirnar. Og margirþeirra umbótamanna eru miklu strang- arien Ingibjörg. Bannasumir þessara saklausa gleði. Það gerir hún ekki. Hvetur heldur til að gera heimilin aðlaðandi með hreinni, saklausri líísgleði. Einna mest hefur verið hneykslast á því, að hún virðist vilja taka harð- ara á konum en körlum fyrir óskír- Iífi. Kemur nú þetta, hugsa jeg, mest til af því, að hún samkvæmt stöðu sinni og reynslu hefur tekið meira eftir óskírlífinu sín megin og viljað því byrja með að vandlæta þar. Hefði hún haft færi á að taka eins eftir því hinumegin, þá er líklegast, að hún hefði látið ganga jafnt yfir karl og konu. Það tel jeg nú líka rjettast, en margir eru enn á öðru máli. Hún byggir dóma sína ekki að- eins á eigin reynslu, heldur einnig á áliti stórmerkra rithöfunda vorra. Verða þeir sjera Tómas Scemunds- son og sjera Friðrik Bergmunn þar þyngstir á metunum. Og ekki vantaði Tómas þjóðræknina — og enginn mun lengur bregða sjera Friðriki um andlegt þröngsýni. Telur hann óskírlífið »þjóðar vorrar raunalegasta löst«. Og það telja líka aðrar þjóð- ir hann vcra hjá sjer. Einkum er hann öðrum löstum hættulegri, af því hann er dæmdur vægar en þeir. Ingibjörg hefur lagt þjóðhyllina í sölurnar fyrir málefni þetta. Og á hún miklar þakkir skilið fyrir þetta sitt illa þakkaða ritverk. Rit hennar ætti að vera góð bend- ing til allra sannkristinna manna um það, að meir enn mál er komið til að leita œðri hjálpar til að lífga og efla sannan kristindóm í landinu. Því nefndur löstur er, eins og aðrir lestir, mikið trúardeyfðinni að kenna. Guðsorð bannar bæði þennan og annan löst og hrópar vei yfir þeim, sem að hneykla börnin. Enhverjir hneyksla börn meir en þeir, sem geta þau í Ijettúðarfullu kærleiksleysi og henda þeim svo frá sier í miskun- arleysi ? Guðmundur Hjaltason.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.