Alþýðublaðið - 05.05.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 05.05.1963, Page 16
FRETTIR I STUTTU MÁLI Ilong' Kong, 4. maí. (NTB-Reuter). Kínverska alþýðulýðveldið og Norður-Kórea haí'a sakað Banda- ríkjamenn um að hafa ráðizt á fiskibát úti fyrir Kaesong í Norð- ur-Kóreu, drepið tvo menn og tek- ÍS einn mann til fanga. Að sögn fréttastofunnar Nýja Kína var málið tekið fyrir á fundi vopnahlésnefndarinnar í Pyong- ing, höfuðborg Norður-Kóreu í gær. Fréttastofan segir vopnaða Bandaríkjamenn hafa gerzt seka um þetta „dýrslega athæfi” 25. apr -íl. í mótmælaorðsendingu Kín- verja og Norður-Kóreumanna til vopnahlésnefndarinnar segir, að Bandaríkjamenn hafi gerzt sekir um gróft brot. á samningum' um vopnahlé í Kóreu. SAO PAULI, 4. maí. - Far- ★ þegaflugvél af Convair-gerð fórst í gærkvöldi, þegar hún var að koma inn til lendingar í Sao Paulo, Brazilíu. Að minnsta Jtosti 35 farþegar fórust. Flugvél- in var i eigu brazilísks flugfélags. LítiII drengur slasáðist í húsi ná- lægt slysstaðnum, en eldur. úr £lugvélarj£a|cinu læsti sig í hús í UrenndinnLjj- ( '•* ICOTA BARU, 4. maí. , (NTB-AFP). Sukarno Indónesíuforseti kom í morgun í fyrstu hcimsókn sína til Vestur-Irian síðan landssvæð- ið, er áður var Hollenska Vestur- Nýja-Guinea, komst undir yfirráð Indónesa 1. maí. Sukarno lýsti yfir við móttöku- athöfn í höfuðstaðnum Kota Baru — áður Ilollandia — að takmark Seidónesa væri að mynda þjóðfélag er einkenndist af velmegun og rétt feeti, og þjóðfélag, sem hefði góð fiamskipti við öll lönd og allar &jóðir heimsins. Ef sú er ekki þeg- ar raunin, er það heimsvaldastefnu Vissra landa að kenna, sagði hann. Með í förinni eru m. a. yfirmað- tir herafla Indónesa í Vestur-Irian Boekman hersliöfðingi, Subandrio Mtanríkisráðherra og hinn nýi land Stjóri Vestur Iriarí Elizier Jan Bonay. HEIT BUNA í GÆRMORGUN var ekkert kalt vatn í krönum víðs vegar um fcæinn, en vatnið hafði verið tekið af meirihluta bæjarins í fyrra- Ikvöld sökum þess, að tengja átti œýja vatnsæð við vatnsveitukerf- áð. Þegar svo átti að hleypa vatn- anu á í gærmorgun var rafmagns- lausi við Gvendarbrunna, svo að vatnið kom ekki í kranan fyrr en undir hálf ellefu í gærmorgun. Möfðu þá borizt margar kvartanir tii vatnsveitunnar. vEinna þyngst tók þetta á marg- ar hefðarfrúr og meyjar, sem ætl- uðu að láta þvo hár sitt og skrýfa á liárgreiðslustofum. Þeim þótti víst mörgum bunan nokkuð heit. London, París, Reykjavík.... Þessi mynd var tekin í hinni nýju verzlun, Parísar- vík. tizkan, í Hafnarstræti. Þarna sjást: frú Rúna Guðmunds- dóttir'og frú Gyða Árna- dóttir, verzlunarstjórar og í stiganum stendur frú Ragna Ragnars í nýjum kjól frá London, París eða Reykja- Parísartízkan í Hafnarstrætl Ný verzlun var opnuð í Ilafnar- stræti 8 í gær (laugardag). Verzl- unin ber nafnið Parisartízkan og fyrir lienni standa tvær konur, sem getið hafa sér góðan orðstír á þessu sviði frú Rúna Guömunds- dóttir sem um árabil var verziun- arstjóri í Markaðinum og frú Gyða Árnadóttir, sem á sama tíma var yfirsaumakona lijá því sama fyru- tæki. Parísartízkan er innréttuð af Manfreð Vilhjálmsyni arkitekt og hefur húsrýmið verið nýtt til hins ítrasta á skemmtilegan hátt. Frú Rúna sagði við blaðamenn fyrir skömmu, að markmiðið væri, að verzlunin væri „dálítið heimilis- leg,“ því væru þar þægileg sæti og blöð fyrir bóndann, sem bíður og leikföng fyrir börnin, sem fá að dunda sér á meðan mamma mát ar. Frúrnar eru nýkomnar heim frá miklum leiðangri til Parísar og London, þar sem þær litu inn á tízkusýningar og keyptu efni og tilbúna kjóla, sem eru franskir, enskir og ítalskir að uppruna. Auk þess eru í verzluninni íslenzkir handofnir kjólar, ofnir af Sigríði Bjarnadóttur á ísafirði. Tilætlunin er, að jafnan verði á boðstólum úrval kjóla á ýmsu verði, allt frá því bezta sem til þekkist í Parísarborg niður í létt sumarefni, sem ekki eiga að end- ast endalaust. Loks hefur verzlun- in einkaumboð fyrir franska snyrti- . vörufyrirtækið Le rouge baiser. MOSKVA, 4. maí. „Prav- ★ da”, málgagn sovézka kom- múnistaflokksins birti í morgun tilkynningu frá miðstjórn kommúnistaflokksins um veikindi Kozlovs varaforsætisráðherra. Koz- lov var ekki viöstaddur 1. maí há- tíðahöldin. Óstaðfestar fréttir herma, að hann sé með heilablóð- íall og að nokkru leyti lamaður. STÓRHRÍÐ Á DJÚPMIÐUM ÞAÐ var stórhríð á djúpmið- um út af Vestfjörðum í gær og hríðarmugga um suðurhluta landsins allt austur undir Síðu. Á Austfjörðum og á Norðurlandi Var aftur á móti logn og bjart- viðri með 1-3 stiga hita. — Á Breiðafirði og Vestfjörðum var norðaustan kaldi. Veðurfræðingur, sem Alþýðu- blaðið ræddi við í gær, taldi, að búast mætti við því að norðan- áttin ynni á og það yrði bjart yfir landinu um helgina, — en hætta væri á nokkru næturfrosti. Frétzt hefur, að þungfært hafi orðið um Hellisheiði í gær, en vegir spilltusf annars ekki að ráði og talið var vel fært til Ak- ureyrar. LO.KKUR IN N Fulltrúaráð Alþýðuflokks- ins heldur fund þriðjudag- inn 7. maí kl. 8,30 í Alþýðu- húsinu. Áríðandi að allir fulltrúar mæti á fundinum. Ennfremur allir liverfis- stjórar — [m&Me 44. árg. — Sunnudagur 5. maí 1963 — 100. tbl. um;. byggingu barnaheimila Borgarstjórn Reykjavíkur sam þykkti á fundi sínum sl. fimmtu- dag áætlun um byggingu nýrra barnaheimila næstu 5 árin. Er gert ráð fyrir, að á Jbessu tímabili verði byggð 18 ný barnaheimili og varið til þeirra framkvæmda 60 millj. kr. Samþykkt var einnig að reisa á árinu 1963-1964 upptökuheimili Moskva, 4. maí. — Sovézka ★ stjórnin hefur skorað á bændur að auka kartöflu- framleiðsluna og segir, að of lítil rækt liafi verið lögð við hana. í fyrra var framleiðslan 4,2 milljón- ir lesta eða 1 milljón lesta meira en 1953. Samt nægir framleiðslan ekki innanlands. Bændum er heit- ið aukagreiðslum, ef þeir auka framleiðsluna. fyrir 30 börn á aldrinum 3-16 ára og á árinu 1964 dagheimili fyrir 60-80 börn, frá 6 mán.-6 ára aldurs. Þá var á fundinum fjallað uni frumvarp að samþykkt fyrir barna- heimila- og leikvailanefnd Reykja- víkur, en samkvæmt frv. skal um- rædda nefnd fara með málefni, er varða barnaheimili borgarinnar og leikvelli eftir því, sem nánar segir í samþykkt þessari og rneð þeim hætti, sem þar er mælt fyrir. Er með barnaheimilum átt við eft irtaldar tegundir stofnana: Upp- tökuheimili, vistheimili, dagheim- ili, leikskóla og aðrar stofnanir, sem ætlað er svipað markmið. Áð- ur hefur verið starfandi leikvalla nefnd borgarinnar, sem hefur haft til meðferðar málefrii leikvallanna en nýmæli er það í borgarrekstrin- um að borgin hafi nefnd er fjalli jafnframt um málefni barnaheim- ilanna. Sérstakt íslands- blað 17. júní: geíið út Noregi Hingað er kominn ungur norsk ur blaðamaður til þess að safna efni í sérstakt íslands-blað, sem Verziunar- og sjóferðartíðindi Nor egs ætla að efa út á þjóðhátíðar- degi íslendinga 17. júní. Efni þessa íslandsblaðs verður fyrst og fremst ílenzkt atvinnulíf, ísland nútím- ans, íslenzk utanríkisverzlun, ís- land, paradís ferðamanna framtíð arinnar og ýmsar greinar um önn- ur efni svo sem um íslenzk-norska samvinnu. í blaðinu eiga greinar og mynd ir að vera um 60% af innihaldinu, en 40% auglýsingar frá íslenzkum og norskum fyrirtækjum. Hér er kominn Mats Wibe Lund jr. til þess að taka myndir og skrifa greinar frá íslandi og safna aug lýsingum. Þetta er í áttunda siiin ið, sem liann heimsækir ísland. Hingað kom hann fyrst árið 1954 og síðan þá hefur hann skrifað greinar um ísland og birt mynd ir þaðan í norsk, sænsk, finnsk og dönsk blöð og liafa nú birzt eftir hann um 100 greinar héðan. Mats Wibe Lund jr. segir, að heima í Noregi hafi fólk yfirleitt mjög rangar hugmyndir um ís- land, því leggi hann aðaláherzl- una á að kynna ísland nútímans. Framhald á 3. síðu. Mats Wibe Lund jr.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.