Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 7
-SMÆLKI-SMÆLKI -SMÆLKI — Hvernig kynntist þú konunni þinni áður en þiS giftust? —• Ég kynntist henni ekki fyrr en við vorum gift. ★ Músikölsk eiginkona (við eigin- mann sinn): Veiztu það, yndið mitt, að þegar ég spila á píanóið, finn ég alltaf til ákafrar sorgar. Eiginmaðurinn: Sama segi ég, ást ín mín. ★ — Frá hverjum er þetta bréf? — Hvers vegna vilt þú vita það? — Þarna ertu lifandi kominn! Ekkert nema bölvuð ekkisen forvitn in. 'k Kumpánlegur gamail maður á förnum vegi mætti smávöxnum blaðasöludreng, sem rogaðist með hlaða af dagblöðum, leit snáðann meðaumkunaraugum og sagði við hann: — Þreyta þau þig ekki ósköp, öll þessi blöð? Snáðinn sneri sér að gamla mann inum og svaraði rólega: — Nei, blessaður vertu, — ég !ít ekkí í þau. ★ Kennarinn: Segðu mér eitt, Emma litla. Ef ég tek kartöflu, skipti henni f tvo parta, skipti þeim pörtum í fjóra parta og deili loks þessum fjórum pörtum í tvennt, — hver verður útkoman? Emma: Kartöflumauk, herra kenn ari. ★ Kennslukonan: — Hvað hefurðu mörg rif, Jón minn? Jón (sakleysislega): Ja, mér er bara svo vel í hold komið, fröken, að mér hefur aldrei tekizt að teíja þau. ★ Gestur kom til fangelsisins til þess að kynna sér ástandið þar. Hann gekk á milli-klefanna og lagði ýmsar spuringar fyrir fangana. Ung an fanga spurði hann eftirfarandi spurningar: — Er drykkjuhneigð yðar orsök þess, að þér eruð hirigað kominn? — Nei, blessaðir, biðjið fyrir yð- ur, svaraði fanginn snöggur upp á lagið. — Hér er ekki dropa að fá. ★ Frú (í gestaboði einu): Hvar er laglega frammistöðustúlkan, sem bar fram drykkina áðan? Húsmóðirin: Ó, — langar þig í eitthvað að drekka? Frúin: Nei, mig langar aðeins að vita, hvar maðurinn minn er niður- kominn. ★ Kennarinn. (við nemanda sinn): — Nefndu mér tvö fornöfn. Nemandinn (ruglaður): Hver, ég? SORAYA gerist kvikmyndastjarna SORAYA, sem hér áður fyrr var gift shainum af Persíu, er nú að gerast kvikmyndastjarna. Sagt er að fyrir fyrsta hlutverk sitt muni hún fá 200 þúsund dali (um 8,5 milljónir ísl. króna) auk tuttugu af hundraði af tekjum af mynd- inni. Taka kvikmyndarinnar á að hefj ast eftir nokkra mánuði. Ekki hef ur enn verið skýrt frá því hvað myndin á að heita. Það er ítalski kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentii, sem gert hefur kvik- myndasamning við Sorya. IALAN 7 EINN frægasli sálfræðingur Breta hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að sé listi yfir hluti lesinn hátt fyr- iir fólk muni áheyrendur að með- altali 7 hluti af listanum, — sjald an eða aldrei færri eða fleiri. Þetta hyggur sálfræðingurinn að eigi máske-rætur sínar að rekja til þess, hve talan sjö er merki- leg, þegar litið er yfir sögu manns íns. Þarf ekki annað en að minna á furðuverkin sjö, heimshöfin sjö og dauðasyndirnar sjö. HER SJAUM við Alexöndru prinsessu af Kent, og mann hennar Angus Ogilvy, sem gef- in voru saman með pomp og pragt að viðstöddu mörgu stór- menni í Lundúnum í síðastliðn um mánuði. Hér eru þau að stíga upp í flugvél, sem flutti þau frá Lundúnum til Dyce- flugvallarins, en þaðan óku þau til Birkhall, þar sem þau hyggj ast eyða fyrstu hveitibrauðs- dögunum. Miðvikudagur 8. maf. 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.30 20.20 20.35 WMUMMWWUMfMMMWmfWWWWMMMWlVMtMWWVft ,Skakki turninn1 skekkist enn Sonur Roosevelts orðinn ráðherra KENtNRDY forseti og frú hans voru viðstödd um daginn, er Frank lin D. Roosvelt jr. sór embættis elð sem aðstoðar verzlunarmála róðherra Bandaríkjanna. Athöfn þessi átti sér stað í Hvíta húsinu að viðstöddum allmörgum vinum hámarki og þá verður ekki lengur SKAKKI turninn í Pisa, — sem hefnr gert borg þessa kunna um heim allan, — verður skakkari með hverju ári sem líður. Þekkt- ur italskur arkitekt, prófessor Let- terio Donato, sem starfar við há- skólann í Pisa, sagði ckki alls fyr- ir löngu, að turninn skekktist svo mjög, að hann myndi án efa hrynja innan skamms. Sannleikurinn er sá, áð hallinn á turninum eykst um Vs millimetra á ári. Hallinn mun því brá'ðlega ná Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 TónL — 8.30 Fréttir. — 8.35 TónL — 10.10' Veðurfr.). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna“: Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. Fréttir. 20.00 Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XXIV. (Óskar Halldórsson cand. mag.). íslenzk tónlist:’ Lög eftir Pál ísólfsson. Við rætur suðurjökla: Kvöldvaka með erindi, söng, samtalsþætti og upplestri, hljóðrituð í Skógaskóla undir Eyjafjöllum. — Jón R. Hjálmarsson skólastjóri bjó til flutnings. Auk hans koma fram: Albert Jóliannsson kennari^ Þórður Tómasson safnvorður, Ragnar Þorsteinsson bóndi á Höfðabrekku og nemendur í Skóga skóía. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). ' 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ^Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; XVIII. (Örnólfur Thorlacius). 22.30 Næturhljómleikar: Frá tónlistarhátíð í París í nóv. s.l. Hljóm- sveit franska útvarpsins leikur. Stjórnandi: Dimitri ChoraAs. a) Fjórir grískir dansar eftir Nikos Skalkatos. b> Sinfónía nr. 5 eftir Serge Prokofjeff. 23.20 Dagskrárlok. ráðherrans og fjölda þingmanna. Kennedy forseti lýsti því yfir, að hann byði Roosevelt og fjöl- skyldu hans velkomin í Hvita hús ið áð nýju. Vararáðherrann nýi er sonur Roosevelts fyrrum Banda rikjaforseta. langavjf Læknirinn þurfti ekki nema bara lítiS glas. hægt að hamla á móti þeim mikla þunga, sem stafar af þessarl átta hæða byggingu, sem mun vera 14.000 tonn að þyngd. Prófessor Donato segir, að þung , inn muni vera 5 kg. á kvaðratsenti metra, en hæfilegur þungi nýrra bygginga í Pisa mun vera 1 kg. á kvaðratsentimetra. Prófessorinn segir, að svo mikill sé hallinn á turninum í Pisa, að sums staðar sé þrýstingurinn á kvaðratsenti- metra allt að því 10 kg. Það hafa oft verið gerðar til- raunir til að styrkja turninn í Pisa og koma þannig í veg fyrir hrun hans, en þrátt fyrir þær tilraunir heldur hann áfram að skekkjast. Prófessor Donato tclur, að það Iielzta, sem gera má í þessu máli, sé að steypa stærri grunn í kring- um turninn, þannig að þrýstingn- um sé dreift á grunninn meira en orðið er. Þessi grunnur mætti að áUti Donatos vera 37x37 metrar að flatarmáli og 20 metra á dýpt. Kostnaðurinn við þessar miklu að gerðir mun að líkindum nema 66 milljónum íslenzkra króna, og verkið mundi taka mjög tíma. Sagan segir, að turninn hsf® strax í upphafi verið skakkur. Þeg-» ar turninn hafði verið relstur í 14 metra hæð, uppgötvaði bygginga.. meistarinn, að grunnurinn hafðft gefið eftir. Turninn, sem var reist* ur á árunum 1174—1350 og er 5S metrar á hæð, hefur frá upphaff orðið skakkari og sfcakhari, svo sem fyrr segir, og enn eykst halIS hans. Áður en fyrri heínisstyrjötóL in brauzt út, var halli turnsins 4,3i metrar frá Ióðréttri línu, en nú es* frávikið 5,1 meter. 1 karlmaður 120 konur George Lockeyer heítir 18 ár» gamall ungur maður f Cardíff. Hann er eini karlmaðurinn, sena vinnur í einni deild póstþjónusÞ* unnar þar á staðnum. Með hon» um vinna 120 konur. Hann hefuií nú veitt því eftirtekt að kveit» fólkið, sem hann vinnur með, ger* ir í því að halda sér til fyrir h&n-» um. Þær „steinka sig“ með íhit-» vötnum og hvískra og hvísla sín á milli um George alían liðlang* an daginn. Eftir að hrfa unnitf þarna um tíma, var hams alveg aíf gefast upp á þessum kvenná» fansi, og hefur því sott uin afí verða fluttur í aðra deM á pósto- húsinu. Yfirmenn hans has’a :nú unt* sókniua til athugunas. HIN SIÐAN ALÞÝ^UBLABIÐ — 8. maí 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.