Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 9
BIRGIR FINNSSON. HJORTUR HJALMARSSON JENS HJÖRLEIFSSON KRISTJÁN ÞÓRÐARSON BJARNI FRIÐRIKSSON ÁGÚST PÉTURSSON ÓSK GUÐMUNDSÐÓTTIR PETUR SIGURÐSSON SIGURÐUR PETURSSON GUÐMUNDUR ANDRESSON æðtng tnæla þeim ums^ekjandanum, sem að á- liti Lyfjafræðingafélags íslands áttí sízt rétt til stöðunnar, enda hafði landlæknir ekki mælt með því að honum yrði veitt staðan. L. F. í. vill lýsa undrun sinni yfir þessari veitingu, þar sem með- al umsækjenda voru t. d. tveir menn, scm hafa um 20 ár.i starfs aldur að baki sem lyfjafræðingar og lyfsalar. Einnig er meðal um- sækjenda dósentinn í lyfjafræði við Háskóla íslands, sem jafnframt er eftirlitsmaður lyfjaverzlana. Lyfjafræðingur sá, er leyfið hlaut, lauk prófi meira en áratug síðar en sumir hinna umsækjend- anna og hefur auk þess uniuð við óskyld störf mörg undanfarin ár. L. F. í. vill harðlega mótmæ.'á leyfisveitingu þessari. — Þar ér ekki stuðst við mat sérfróðs ráð- gjafa veitingavaldsins, og óralang ur vegur er á milli verðleika að mirjísta kosti þr|6’gja umsækj- endanna og þess, er lyfsöluleyfið hlaut. Frá stjórn Lyfjafræðingaf ■]. íslands. FRIÐARSVEITIR EVRÓPU Gagnrýni á æskuna má oft heyra og gætir ósjaldan vonleysis þegar um hana og framtíðina er rætt. Engu að síður er það staðreynd, að meðal ungs fólks gætir þess í vaxandi mæli, að það óskar að leggja persónulega fram til þess að sigrast á skortinum í lieimin- um og þá fyrst og fremst í þróun- arlöndunum, þar sem mikil verk þarf að vinna á sviði fræðslumála, félagsmála og efnahagsmála. Til þessa hefur þó oft orðið að sitja við áhugann einann, þar sem erfitt hefur reynzt að finna tækifæri til að láta til sín taka á þessu sviði. Að undanförnu hefur Evrópu ráðið átt hlut að athugunum á því, á hvern hátt unnt sé að gefa evrópskum æskulýð færi á að sinna verkefnum svipuðum þeim, sem hinar svonefndu friðarsveitir Bandaríkjanna vinna að. Á grund velli þessara athugana mælti ráð gjafarþing Evrópuráðsins með því í janúar sl., að sjálfboðaliðar frá Evrópu yrðu sendir til að kenna tæknifræði í öðrum heimshlutum Nú hefur nýlega verið ákveðið að efna til námskeiðs um störf sjálf- boðaliða í þróunarlöndunum. Verð ur það haldið 1.-4. júlí og standa að því ýmsar stofnanir auk Evrópu ráðsins. Boð um þátttöku verða send 50 ejálfstæðum stofnunum. ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópu- ÁVARP VEGNA SLYSA í HINU mikla ofviðri, sem geisaði dagana 9. og 10. apríl s. 1. létust, — eins og kunn- ugt er, — 16 sjómenn við störf sín á hafinu — þar á meðal heimilisfeður og menn, sem voru fyrirvinna heimila sinna. Eins og að líkum lætur, er þörf hjálpar. — Manntjónið verður að vísu ekki bætt, en mikils má sín samhugur og útréttar vinarhendur til að létta þungar byrðar þeirra, sem nú harma ástvini sína. Viljum vér hvetja til þess, að hafin verði söfnun handa þessu fólki. — Munum vér ásamt blöðunum góðfúslega taka á móti gjöfum í þessu skyni. Sigurður Stefánsson vígslu- biskup Hólastiftis. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur, Akureyri. Ingimar Ingimarsson, sókn- arpr. Sauðanesi, N-Þing. Leó Sigurðsson, útgerðar- maður, Akureyri. Pétur Sigurgeirsson, sóknarpr., Akureyri. Ragnar Lárusson, sóknarpr. Siglufirði. Stefán Snævarr, sóknarpr. Völlum Svarfaðardal. Valdimar Óskarsson, sveitar- stjóri, Daivík. Þegar hafa borizt um 13 þúsund krónur í söfnunina. ráðsins, sérstofnunum Sþ. og fleiri aðilum. (Frétt frá upplýsirigadeild Evr- ópuráðsins 4. maí 1963.) Aðalfuncfur Kaupfélags- deildar Sauð- árkróks Aðalfundur Sauðárkróksdeildar Kaupfélags Skagfirðinga var hald- inn á Sauðárkróki 29.4 og var mjög fjölsóttbr. Sveinn Guðmundsson kaupfélagsstjóri flutti ýtarlega ræðu um rekstur kaupfélagsins. Afkoma þess á árinu 1962 var mjög góð. Velta félagsins hefur vaxið um ca. 31% og losar nú 100 milljónir króna. Afskriftir eigna eru gerðar eins og lög leyfa og reksturshagnaður eftir árið um 1,8 millj. kr. Af því er ætlað til endurgreiðslu vöruverBs til fé- Framh. á 12. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. maí 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.