Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.05.1963, Blaðsíða 8
;L ÞVl ADEINS VID FULLS ARDS í TÍMARITI Fullírúaráðs verka lýðsfélaganna í Reykjavík, — „Frjáls verkalýðshreyfing" sem hóf göngu sína 1. maí sl„ ritar framkvæmdastjári Iðnaðarmála stofnunar íslands, Sveinn Björnsson, verkfr., mjög athygl isverða grein, er hann nefnir Kjarabætur á tæknigrundvelii. Greinarhöfundur hefur heit- ið ritnefnd tímaritsins fram- haldsgreinum um þau efni, sem þar er fjaliað. Ástæða er til að hvetja alla hugsandi menn (karla og kon- ur) í launastétt til að kynna sér efni þessara greina, þar sem fullyrða má, að hér sé enn einu sinni bryddað á þeim hlutum, er mest mun varða falslausar og raunhæfar kauphækkanir framtíðarinnar og bætta hlið efnahagsmála allra þeirra ein- staklinga, sem lifa eiga af laun um síuum í annarra þjónustu. Ár eftir ár og nú orðið ára- tugum saman, hafa launasam- tökin sagt upp kjarasamning- um sínum og háð langvinnar deilur um laun sín og kjör, án þess að sú barátta ein hafi fært heimilum þeirra einstaklinga, er samtökin mynda, bættan efnahag og betri fjárhagslega afkomu. Þessar staðreyndir hafa ver- ið marg endurteknar og fara ekki eftir því, hver á pennan- uin heldur. Hins vegar greinir menn á um, hver jum það er að kenna, að árangur baráttuað- ferðarinnar er ekki meiri en raun ber vitni um og út í þá deilu skal ekki farið í þessu spjalli. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum er það eðlilegt, að æ fleiri spyrji hvað þá sé til ráða Á verkalýðshreyfingin e(tki ann arra kosta völ en að halda á- fram árangurslausri kjarabar- áttu, sem áfram kæfir stundar- árangurinn? Um þetta vandamál er m. a. f jallað í umræddri grein Sveins Björnssonar, — þeirri fyrstu i greinaflokki hans. — Þess vegna er þar fjallað um eitt mest brennandi vandamál verka lýðshreyfingarinnar. Framleiðni, vinnuhagræðing og vinnurannsóknir eru áreið- anlega hugtök og athafnir, sem verkalýðshreyfingin verður að tileinka sér í baráttu framtíð- arinnar, eigi hún að gegna því hlutverki, sem henni var upp- haflega ætlað. Til að mæta hinum breyttli starfsháttum, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að samtökin hait á að skipa starfsliði, sem sér- staklega er þjálfaá (;.l að taka að sér trúnaðarstört fyrir þau í framkvæmd aliri. Með þetta í huga flutti Sig- urður Ingimundarson o. fl. til- lögu til þingsályktunar um at- hugun á sérstakri þjálfun slíks starfsliðs. Tillaga þessi var sam þykkt einróma á síðasta Alþingi íneð þeirri breytingu einni, að jafnframt skyldi sú þjálfun ná til fulltrúa aívinnurekenda. mikið og erfitt að fá nauðsyn- lega sérfræðilega aðstoð, sök- um annríkis þess starfsliðs við lausn annarra verkefna. Hver, sem endanleg niður- stáða verður af hinum opin- beru afskiptum um þessi mál, þá er ljóst, að straumhvörf eru að verða í starfi samtakanna. Ennþá kann ýmsum forystu- mönnum samtakanna að virðast það heppilegt, um stundarsak- ir að hvetja einstakar deildir samtakanna til baráttu á sama grundvelli og áður, þ. e. hæfi- lega langan tíma með lausa samninga og síðan vinnustöðv- un um svo og svo langan tínia. Ekki mun það breyta þeim stað reyndum, sem þegar liggja fyr ir um nauðsyn breyttra starfs- hátta. í fyitrnefndri grein Sveins Björnssonar segir m. a.: „Því aðeins fáum við notið fulls af- raksturs erfiðis okkar, að keppt verði að því að auka svo sem unrft er, framleiðni atvinnuveg- anna með öllum þeim ráðum, sem tiltækileg eru“. Sérstök nefnd er og star^ndi ? vrg;m ríkisstjírnarinnar að téllögu Bj'; is Jf rssonar frá Akureyri o. f! þingm. Alþýðu- bandalagsins, svonefnd „Vinnu- tímanefnd“ til þess m. a. að gera tillögur uin, að 8 stunda vinnudagurinn verði raunhæfur vinnutími. Starf þessarar nefnd ar hefur reynzt mjög umfangs Ennfremur segir greinarhöf.: „Tákist okkur að koma þessum áformum örugglega í höfn, er vafalítið, að vit og strit lands- manna mun eiga eftir að njóca sín betur en nokkru sinni, til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild“. « Við skulum alvarlega hyggia að framtíðarverkefnunum til lausnar þeim vanda, sem við erum þrátt fyrir allan annan ágreining sammála um að tyrir liggi og úrlausnar kref jist. Eggert G. Þorsteinsson. SEGGA VIGGA OG TILVERlAN Ólöf Jónsdóttir: Heimsókn. Útg. Leiftur, Reykjavík, 1962. EKKI er þetta stór bók. En það er vel til hennar vandað. Kápan er smekklegri og látlaus- ari en maður á að venjast. Band, prentun, pappír og anhar fagieg- ur frágangur er með ágætum. Allt þetta er einungis ytri per- sónuleiki bókar. Samsvarar klæðn- aði og framkomu manns, það er talin gömul vizka, að aldrei skuli maður mann meta eftir slíku. Kann ski öllu heldur gömul fávizka, því að oftar veita þessi ytri einkenni staðgóðar upplýsingar um hið innra, þó að þau geti brugðist. — Hvað bækur snertir, gegnir að vísu öðru máli, því að höfundur er ekki alltaf kvaddur til ráða um ytri gerð bókar sinnar, eða fær að ráða þar, þó að hann gjarna vilji. Olöf Jónsdóttir Ekki veit ég hvern þátt Olöf Jónsdóttir á í ytra útliti bókar sinnar, en merkilega fer þar vel saman ytri og innri gerð. Sögurnar, þankarnir og ljóðin, sem valinn hefur verið þessi smekklegi og lát- lausi búningur, ekkert af þessu er stórbrotið, en því betur til þess vandað. Orðaval og öll framsetn- ing éinkennist af hógværð og hóf- semi. Höfundurinn leggur fyrst og fremst áherzlu á að vera einiægur og sannur í tjáningu sinni. Tild- ursleg stílbrögð kann Ólöf ékki — eða vill ekki kunna. En hún kann einn stíl, engu að síður,- þann stfl, sem er í fyllsta samræmi við ytri gerð bókarinnar, og því verður framsetning hennar aldrei lágkúru leg eða svipvana. Hún veit tak- mörk sín, og ætlar sér af, kannski um of á stundum. Margt bendir til þess að hún hafi þegið frásagnar- gáfu sína að erfðum, þroskaða til sérstæðrar listar við rökkur í bað- stofu, hríðargnauð á harðfrosinni þekiu og draum um . grænan hvamm, niðandi lind og ljósar næt- ur, og að þessum arfi reyni hún að hagræða til samræmis við brevtta tíma, við rafljós og ysmikla umferð úti fyrir. Slíkt er erfitt. Það er erfitt að sníða og sauma dóttur sinni klæði úr gamalli sam- fellu, sem hún geti borið, án þess að þurfa að kvíða hótfyndni eða særandi gagnrýni stallsystra sinna. Til þess þarf smekkvísi, nærfærni og umfram allt næman skilning og ósf é hvoru tveggja — gamla efni viðnum, sem úr er sniðið og hjart- anu unga, sem' slær undir hinni nýju flík. Þetta allt er Ólöfu Jóns- dóttur gefið í ríkum mæli, og yfir- le!t* benni vel að fejla gamla frásavnarerfð að viðfangsefnum dagsins —' og þó betur að þeim viðfangsefnum, sem hvorki verður fundin dagsetning né ártal. Þessi fáu orð um litla,' en góða bók áttu, að vera komin fyrir al- mennings sjónir fyrir löngu. Til- viliun réði því, að svo varð ekki. BiS ég höfund og útgefánda vel- virðingar á þeim mistökum, fyrir annarra hönd, þótt ég eigi þar að visu nokkra sök á sjálfur. Loftur Guðmundsson. Lyfjafr móti a LYF SOLULEYFIÐ í Laugavegs- apóteki. var 1. marz sl. auglýst til umsóknar og sóttu 6 lyfjafræð inga* um stöðuna. Hinn 16. apríl var leyfið veitt 8 8. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.