Alþýðublaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 1
ŒtMItB’ 44. árg. — Fimmtudagur 9. maí 1963 — 103. tbl. m mm mm R BRETA KOMÁ T retar eru sjálfir að búa sig undir útfærslu í 12 mílur BLÖÐ stjórnarandstöðunnar hafa undanfarið rekið þann áróður, að stjórn- arflokkarnir hygðust framlengja xmdanþágur fyrir brezka togara til veiða í ís- lenzkri fiskveiðilandheigi, ef þeir héldu þingmeirihluta sínum eftir næstu kosn- ingar. Er hér um fráleitar fullyrðingar að ræða, þar eð Bretar hafa endanlega lýst því yfir, að þeir muni ekki fara fram á neinar nýjar undanþágur, þegar samkomulagið er veitir þeim tímabundin veiðiréttindi hér, gengur úr gildi á næsta ári. Fregnir þær, er borizt hafa frá Bretlandi um það, að brezka stjórnin sé hu að undirbúa útfærslu brezkrar fiskveiðilögsögu í 12 mílur, sýna bezt hversu frá- leitar fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um nýjar undanþágur til handa Bret- um, eru. Sú staðreynd, að Bretar ráðgera nú sjálfir útfærslu í 12 mílur sýnir betur en nokkuð annað, að þeir gera sér það fullkomlega Ijóst, að 12 mílurnar hafa sigrað og nýjar undanþágur til veiða í íslenzkri fiskveiðilandhelgi koma ekki til greina. Það er einkum Þjóðviljinn, cr hefur haldið því fram, að samið verði um nýjar undanþágur fyrir Breta. En Tíminn hefur einnig tekið undir þœr fullyrðingar. Auk þess hefur Tíminn undanfarið þyrlað upp miklu moldviðri blekk inga í sambandi við landhelgis- málin almennt. Hefur blaðið rugl- að saman víðáttu íslenzkrar fisk- veiðilögsögu og löggæzlunni innan 12 mílna markanna. Þetta hefur blaðið gert í því skyni að villa um fyrir almenningi þannig, að hann ætti erfiðara með að átta sig á því um hvað deilurnar um landhelgis málin raunverulega snúast. Víðátta íslenzkrar fiskvéiðilög- sögu er utanríkismál sem heyrir undir utanríkisráðherra, Guð- mund í. Guðmundsson, en hann hefur haft yfirstj. þeirra síðan 1956 Þegar Guðmundur tók við utan- ríkismálunum áttu íslendingar í landhelgisdeilu við Breta út af 4 mílunum. Bretar höfðu neitað að viðurkenna útfærsluna í 4 mílur og skellt löndunarbanni á íslenzka togara. Fyrsta verk Guðmundar inu þegar á árinu 1956. Þar með var að vinna að lausn þessarar viðurkenndu Bretar 4 mílurnar landhelgisdeilu við Breta. Honum tókst að leysa þá deilu og fá Breta til þess að aflétta löndunarbann- FÉLL Áður höfðu tvær ríkisstjórnir reynt að leysa deiluna við Breta, íTamhald á 14. sfðu. GUÐM. í. GUÐMUNDSSON, UTANRÍKISRÁÐHERRA - hefur leyst tvær landhelgis- deilur, 1956 og 1961. Akureyri í gær: Klukkan rúmlega sjö í morg- un var lögreglunni tilkynnt um, a8 mannlaus trilla væri á rekl móts vi'ð Svalbarðseyri. Var þeg- ar sendur bátur út að trillunni, cg kom þá í ljós, að hún var eign Matthíasar Jónssonar sjó- manns, en hann hafði farið að draga línu um nóttina í biíðskap- arveðri. Var töluvcrður fiskur í bátn- um, en samt ljóst, að Ivlatthías hafði ekki dregið alla línuna. — Var því farið á staðinn, þar sem hann hafði lagt línu sína, og var þá þar sem ódregið var. Virðist vera, sem Mattlíias hafi fengið aðsvif, eða á einhvern dularfullan hátt dottið útbyrðis. Lik hans hefur ekki fundist, þ. e. Framh. á 5. siðu Tíminn játar f Loksins í gær fékk Tíminn málið um afkomu, íýystihúsa SÍS í fyrra. Segir blaðið óbeint að afkoma þeirra hafi verið léleg. Eru þetta hinar mcrki- legustu upplýsingar. Það hefur verið eitt aðalárás arefnið stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina, að gengislækk- unin 1961 hafa verið óþörf og nánast hefndarráðstöfun gagn- vart launþegum. Þegar sagt er, að gengislækk unin hafi verið óþörf ,er auðvit að átt við það, að útflutnings- atvinnuvegimir hafi getað kom- izt af án hennar. Þar eð kaupíé lög á vegum SÍS reka upp und- ir þriðjung af frystihúsum landsmanna, taldi Alþýðuhlaðið rétt að biðja SÍS um að upplýsa, hvernig afkoma þeirra hafi ver ið cftir. gengislækkunina. Ef frystihúsunum verulegan gróða gengislækkunin hefði verið ó- þörf, hefði hún átt að færa Ef frystihúsin hefðu ekki gert betur en að bera sig, þá hlaut það að vera sönnun þess, að gengislækkun hafi verið óhjá- kvæmileg. Þess vegna óskaði Alþýðublað ið eftir upplýsingum um af- komu frystihúsi SÍS á árinu 1962, en SÍS hcfur alla reikn- inga þeirra. EN ÞÁ BAR SVO VIÐ, A» SÍS þegir: OG TIMINN ÞAGÐI LIKA, LENGI VEL. SÍS-mcnnirnir og Tíma-rit- stjórarnir gerðu sér ljóst, að ef þeir segðu sannleikann og skýjtðu frá því, að frystihús SÍS hefðu ekki gert betur en að bera sig í fyrra, þá var grundvellinum kippt ursdau ó- sannindaáróðri þeirra um, að gengilelækkunin hacjstið 1961 hefði verið óuauðsynlcg. ÞESS VEGNA REVNDU ÞEIR AÐ ÞEGJA. ÞESS VEGNA ÞURFTI AL- ÞVDUBLAÐIÐ AÐ MARG- ÍTREKA SPURNINGU SÍNA. En nú hefur Tíminn játað, að frystihús SÍS hafi ekki gert betur en að bera sig á irinu 1962. Þá sér hvert mannsbarn að ef gengið hefði ekki verið lækk að haustið 1961, þá hefði orðið gífurlegt tap á þessum f.rysti- húsum — eins og raunar i llum útflutningsatvinnuvegunum — á siðasta ári og að sjálfsögðu hefði því tapi vcri'ð velt 3fir á almenning. Þetta var það, sem ríkisstjórnin og Seðlaharikinn sögðu. Þcss vegna var þ: ð ill nauðsyn að lækka gengið 1961. ÞETTA HEFUR TÍMINH NÚ ORÐIÐ AÐ JÁTA. HANN IIEF UR ORDIÐ AÐ KYNGJA OLL- UM STÓRYRÐUNUM UM GENGISLÆKKUNINA 1961.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.