Alþýðublaðið - 09.05.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1963, Síða 3
nnedy vonlitill tilraunabann - en fagnar fram- för i Birmingham Washington, 8. maí. NTB-Reuter. Kennedy forseti sagði í dag á blaðamannafundi sínum, að hann væri vondaufur um, að gerður yrði samningur um bann við kjarn- orkutilraunum á þessu ári. Heppn- ist það ekki í ár, er það'eingöngu vegna þess, að við fáum aldrei slíkt bann og að nýjar tilraunir verða gcrðar, til mikillar ógæfu fyrir alla aðila, sagði forsetinn. Forsetinn kvaðst fagna mjög framförum þeim, sem orðið hefðu í Birmingham, og tilraunum af hálfu hvítra og þeldökkra íbúa bæjarins til þess að binda endi á hið alvarlega ástand í bænum. Kennedy sagði, að undanfama þrjá sólarhringa hefðu kaup- sýslumenn í Birmingham brugðist við ástandinu á jákvæðan hátt. Gripið yrði til árangursríkra að- gerða til þess að koma til móts við réttmætar óskir negranna, og vonandi batnaði ástandið. Forsetinn sagði, að stjórnin í Washington gæti ekki skorizt í leikinn svo framarlega sem ekki væri um lagabrot að ræða er heyrðu undir dómsvald sambands stjórnarinnar. Stjórnin gæti að- eins stuðlað að friðsamlegum við- ræðum. Hann neitaði því, að segja nokkuð um aðferðir þær, sem lögreglan hefur beitt gegn negr- um, sem staðið hafa fyrir mótmæla aðgerðum, en lagði áherzlu á, að atburðimir yrðu að vera öllum áminning um, að allt, sem kæmi í veg fyrir jafnrétti, yrði að fjar- lægja eins fljótt og hægt væri. Ennfremur sagði Kennedy, að ef árás yrði gerð á Mið-Austur- löndum eða ef upp risi hætta á árás mundu Bandaríkin reyna að fá SÞ til að grípa til nauðsyn- legra ráðstafana. Bandaríkin mundu styðja öryggi ísraels og ná- grannaríkja þess. USA vildi tak- marka vigbúnaðarkapphlaupið í þessum heimshluta og torvelda út- breiðslu kommúnista. Pólitísk breyting hefur átt sér stað, en valdajafnvægið virðist ekki hafa breyzt. Forsetinn kvað aðgerðir Ame- ríkubandalagsins í Haiti-málinu réttar og styddu Bandaríkin þær hei’s hugar. Hann kvaðst vona, að Krústjov stæði -við heit sín um sjálfstæði og hlutleysi Laos þótt ekki benti til þess að kommúnistar vildu standa við loforð sín í reynd eins og sæist af atburði þeim, er þyrl- ur alþjóðlegu eftirlitsnefndarinn- ar vom skotnar niður. Kennedy kvaðst mundu ræða við Lester-Pearson, forsætisráð- herra Kanada, um helgina. Þeir mundu ræða landvama- og verzl- unarmál. Um tilraunabannsviðræðumar sagði Kennedy, að ekkert hefði miðað áfram síðan Rússar buðust til í desember að fallast á tvær til þrjár eftirlitsferðir á staðn- um árlega. Bandaríkin hafa sleg- ið af sínum kröfum og sýnt mörg merki um samkomulagsvilja, og við höfum reynt að ná samkomu- lagi um önnur atriði áður en við snúum okkur aftur að eftirlits- tnálinu. En það hefur ekki tjóað og ég lít alls ekki björtum augum á ástandið, sagði Kennedy. Brottflutningur frá Haiti hafinn WASHINGTON og PORT au PRINCE 8. maí (NTB-Reuter). í dag var byrjað að flytja búrt bandaríska borgara og fjölskyld- ur þeirra frá Haiti-lýðveldinu. Samtímis þessu samþykkti ráð Ameríkubandalagsins (OAS) að veita rannsóknarnefnd sinni um- boð til þess að miðla málum í deilu Haiti og Dóminikanska lýð- veldisins. í New York frestaði Öryggis- ráðið fundi sínum um hálfa 'iö’-n klukkustund — til kl. 20.30 eftir ísl. tíma. Flestir Bandaríkjamennirnir urð’i við hvatningunni, en aftur I GÆRDAG heimsótti barnakór Laugalækjarskóla Elliheimilið Grund og söng þar fyrir vistfólkið. í kórn- um eru um G0 stúlkur á aldr- inum 10-12 ára. Kórinn söng bæði innlend og erlend lög fyrir fólkið, að lokum söng kórinn „Ó fögur er vor fósturjörð” og tók þá gamla fólkið undir sönginn. Söngstjóri kórsins er Gnðmundur Magnússon skólastjóri. Næstkomandi sunnudag heldur kórinn söngskemmt- un í Laugalækjarskóla fyr- ir foreldra og aðra aðstand- endur nemenda. Leyniviðræður í Búdapest VÍN, 8. maí. NTB-Reuter. Hafnar eru leyniviðræður í Búdapest milli fulltrúa ungversku stjórnarinnar og háttsettra full- trúa Vatikansins í því skyni að leysa Mindzenty-málið og önnur vandamál, að því er haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Vín í dag. Forstöðumaður framkvæmda- nefndar Vatikansins um sérstök málefni, Agostino Casaroli, kom að sögn sjónarvotta til Ungverja- lands með ungverskum diplómata- bil í gær. Austurriska landamæra lögreglan hefur ekki viljað stað- festa þetta. Skömmu eftir komuna ræddi Casaroli við leiðtoga ungversku biskupanna, Endre Hamvas, og ung verska kirkjumálaráðuneytið. — Viðræðurnar héldu áfram í dag. Heimildarmenn í Vín segja, að viðræðurnar í Búdapest muni ekki bera árangur fyrr en eftir márgar vikur. Þeir segja, að Ca- saroli eigi fyrst og fremst að eiga könnunarviðræður með ungversku stjórninni og kirkjunni til þess að | komast að lausn, þannig, að Mind- ! zenty fái að fara úr landi. Önnur mál, sem sennilega verða | rædd, er vandamálið í sambandi I við eftirmann Mindzentys og skip- 'xm nýrra biskupa. á móti urðu aðeins nokkrir Bretar við svipaðri áskorun brezku stjórn arinnar. ★ Frétt frá Willemstad á Cur- acco hermir að hollenzk yfirvöld ★ OAS-ráðið samþykkti áskorun til deiluaðila u mað forðast sér- | hverja valdbeitingu. j ★ í New York kvað utanríkisráð herra Haiti, Rene Chalmers, á- standið á Haiti ekki eins alvarlegt og menn skyldu ætla af fréttum blaða og öðrum ummælum. í svip inn væri um orðaskak að ræða af hálfu Dóminíkanska lýsveldisins, en það gæti þróazt í raunverulegt stríð og því hefði málið verið borið upp við Öryggisráðið. hafi í morgun leyft flugvél frá Haiti að hafa viðkomu þar. í flug vélinni áttu að vera háttsettir menn en ekki er vitað hvort Duvalier forseti átti að vera með í flug- vélinni. Leyfið var afturkallað nokkrum klukkustundum siðar Orðrómur hefur verið á sveimi um að Duvalier forseti undirbúi brottför úr landi sínu. Kynþáttaviðræð- ur f Birmingham Birmingham, Alabama, 8. maí. NTB-Reuter. Foringjar negra í Birmingrham í Alamaba kváðust í dag mundu hætta fjöldagönsTim og fund- um í einn sólarhring meðan báðir aðilar revndu að finna lausn á kynþáttaástandinu í hæn- um. Við höfnm trú á að fyrir hendi séu möguleikar til einlægra við- ræðna sagði einn af foringjum negranna. Negraþingmaðurinn Adam Clay- ton Powell sagði á hlaðamanna- fundi í Washington í dag, að Ro- bert Kennedv d-’msmálaráðherra hefði t.iáð honum, að eitthvað stórvægilegt mundi gerast í Birm ingham í kvöld áður en Kennedy forseti héldi blaðamannafund sinn kl. 20 (eftir ísl. tíma). Powell sagði, að framvindan, sem Kennedy hefði talað um, — snerti meira en ..táknrænar” til- slakanir fyrir kröfum negranna. Formælandi dómsmálaráðuneyt isins gat ekki staðfest að Robert Kennedy hefði rætt ástandið við Powell. Powell sagði, að grípa yrði til lögfræðilegra aðgerða gegn yfir- völdunum í Birmingham, sem not uðu háþrýsti-brurlaslöngur og hunda gegn negrum, sem standa fyrir mótmælaaðgerðum. Fyrr um daginn sagði Powell í sjónvarpsviðtali, að vonir um nokkum veginn friðsamlega lausn á kj'nþáttaóeirðunum í Birming- ham hefðu brugðist vegna ákvörð unar Géorge Wallace fylkisstjóra um að senda fylkislögregluna til borgarinnar. George Edwards, þingmaður úr flokki demókrata frá Alabama, fór | þess á leit við Kennedy forseta I og dómsmálaráðherrann í dag, að ] þeir neittu áhrifum sínum til þess ! að telja alla kvnþáttaæsinga- menn eins og Martin Luther King og samstarfsmenn hans til þess að fara frá Alabama. Rúmlega 500 menn úr fylkislög- reglunni komu til Birmingham í dag — vopnaðir sjálfvirkum byssum, táragassprengjum og haglabyssum. 250 þeirra var skipað að fara til bæjarins á þriðjudag er hundruð negra höfðu grýtt lögreglumenn úr bænum og slökkviliðsmenn. Yfirvöldin í Birmingham hafa byrjað að láta lausa nokkra af um 1000 unglingum sem handteknir voru í óeirðunum í síðustu viku. 1400 fullorðnir negrar munu verða látnir lausir gegn tryggingu. Nasser fer heimleiðis Algeirsborg, 8. maí. NTB-AFP. Gamal Abdel Nasser, forseti Arabiska sambandslýðveldlsins, fór frá Algeirsborg í dag á snckkju sinni til Kairó, en ekki til Júgó- slavíu eins og áður hafði verið til- kynnt. Nasscr verður í opinberri heimsókn í Júgóslavíu 12.-16. maí. Þúsundir Serkja með Ben Bella forsætisráðherra í broddi fylkingar kvöddu Nasser á hafnarbakkanum. í sameiginlcgri tilkynningu, sem gefin var út eftir brottförina, segj ast leiðtogarnir staðráðnir í að berjast gegn heimsvaldastefnji, afturhaldi og tækifærisstefnu. Vientiane, 8. maí. Fylgifiskar kommúnista í Laos- stjórn höfnuðu í dag boði hins hlutlausa forsætisráðherra, Souv- anna Phouma, um að sitja ráðu- neytisfund í Luang Prabang á fimmtudag. í útvarpssendingu frá Khang Khay, aðalstöðvum Neo Lao Hak- sat-flokksins, sem fylgir kommún- istum að málum, sagði, að flokk- urinn mundi ekki senda fulltrúa á ráðuneytisfundinn. Laosstjórn hefur ekki mætt til fundar síðan deilan reis upp 1. apríl. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.