Alþýðublaðið - 11.05.1963, Page 3
200 þús. fóru
FÖSTUDAGINN 10. maí var
dregið' í 5. flokki Happdrættls
Háskóla íslands. Dregnir voru
1050 vinningar að fjárhæð 1.960.-
000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200 þús.
kr. kom á heilmiða nr. 56 346,
sem seldur var í umboðinu á
Keflavíkurflugvelli.
100 þús. kr. komu á hálfmiða
nr. 33 073, sem seldir vom í um-
boði Arndisar Þorvaldsdóttur,
Vesturgötu 10.
10 þús. kr. komu á eftirtalin
númer: 2931 9291 11347 11480
12937 16364 18078 23063 23723
28034 31474 33110 35809 36678
36736 39114 41060 41726 45391
45504 45614 48695 49618 53525
55299 58274.
Birt án ábirgðar.
Larissa Golúbkína í kvikmyndinni „Húsara-saga“.
iimisr
OSLÓ, 10.5 (NTB). Sjávarútvegsmálanefnd norska Stór-
þingsins leggur til að þingið samþykki tillögu ráðuneytisins um
um að greiða fyrir fullri nýtingu síldveiða við ísland í sumar
að slíkt þjóni hagsmunum síldarverksmiðja um vissra tegunda.
fiskiskipa. Segir nefndin, að trygging á flutningskostnaði hafi
verkað vel í fyrra og muni koma að haldi í ár. Er lagt til, að
varið skuli til þessa 1.750.000 norskra króna, en þar af skuli
250.000 notaðar til flutnings á síld til frystihúsa.
feHWmMWWWWWMWWW
FENGU VERÐLAUN FYRIR
BRÉF TIL SMITHS
FIMM menntaskólanemar lilutu
í gær verðlaun frá brezka sendi-
ráðinu í Reykjavík fyrir skemmti-
legar ritgerðir um Milwoodmálið.
Fimmti-bekkur stærðfræðideild
ar Menntaskólans í Reykjavík
fókk á dögunum að glíma við
það ritgerðarefni, að skrifa Smith
skipstjóra á Milwood opið bréf,
en Ottó Jónsson, kennari, átti
uppástunguna að þessum bréfa-
skriftum.
Brezka sendiráðið frétti af
■ ■■■■!
þessum ritgerðum og svo fór, að
eftirtaldir fimm nemendur hlutu
i verðlaun:
Hlín Baldvinsdóttir, Ragnar
Einarsson, Vilhjálmur Kjartans-
son, Áskell Kjerúlf og Páll Stef-
ánsson.
Eiginkona fyrsta sendiráðsritara
Mrs. Comfort, afhenti verðlaunin
að viðstöddum rektor, Kristni
Ármannssyni, Ottó Jónssyni kenn-
ara og Donald Brander, sendi-
kennara við Háskóla íslands.
Asjkenazij
til Moskvu
ásamt Þóruhni
London, 10. maí. (NTB-R).
Rússneski píanóleikarinn
Vladimir Asjkenazij hefur á-
kveðið að fara í stutta heim
sókn til Moskva, en eins og
kunnugt er, ákvað hann í
síðasta mánuði að sækja
um dvalarleyfi í Bretlandi
ásamt hinni íslenzku eigin-
konu sinni, Þórunni Jóhanns
dóttur. — Hann fer til Mos-
kva í boði Fílharmoníuhljóm
sveitarinnar þar, og leikur
einleik á hljómleikum með
henni. Þau hjónin fara á
þriðjudaginn.
MMM%MMMMMMWWMMMW
Sovézk kvik-
myndavika
Sovézk kvikmyndavika verður
haldin í Reykjavík í næstu viku,
dagana 13.-19. maí. Verða sýndar
alls tólf kikmyndir í sjö kvikmynda
húsum. Af þessu tilefni koma
hingað þrír gestir frá Sovétríkj-
unum og ern þeir leikkonan Lar-
issa Golúbkína og Ieikstjórarnir
Eldar Rjazanov og Júlí Karasik.
Kvikmyndavikan verður opnuð
með sýningu í Háskólabíói á
mánudagskvöldið 13. maí kl. 9 sd.
Myndin, sem sýnd verður við
3pnunina, er gaman og söngva-
mynd, er nefnist „Húsara-saga”,
en í henni leikur Larissa Golúb-
kína eitt aðalhlutverkið og Rjaz-
anov stjórnar henni. Blaðamönn-
um var í gær sýndur kafli úr þess
ari mynd og nokkrum öðrum af
myndum þeim, sem á hátíðinni
verða sýndar. Eru þær margar for-
vitnilegar, t. d. virðist „Húsara-
saga” vera skemmtileg.
Athyglisverðastar mun mörgum
finnast ballettmyndin Svanavatn-
ið, tekin á sýningu í Bolshoileik-
húsinu í Moskva, ballettmyndin
„Litli hesturinn Hnúfubakur” þar
sem Bolshoidansarar eru enn að
verki, og óperumyndin „Evgen
Onegin,” sem líka er tekin í Bol-
shoi. —
Kvikmyndasýning
Varðbergs í dag
VEGNA mikillar aðsóknar að
kvikmyndasýningu Varðbergs í
Nýja Bíó sl. laugardag verður
sýningin endurtekin í dag kl. 3.
Sýndar verða m. a. myndir frá
Berlínarmúrnum og uppreisninni
í Austur-Berlín.
Organleikarinn
Biggs leikur
T ónlistarféla
Organleikarinn E. Power Biggrs
frá Bandaríkjunum er væntanlcg-
ur hingað til hljómleikalialds í
þriðja sinn á morgun og man hann
ha'jla tvenna tónleika í Dóm-
kirkjunni á vegum Tónlistarfélags-
ins á þriðjudag og miðvikudag.
Auk þess mun hann leika á Akra-
nesi, Akureyri og í Vestmanna-
eyjum.
Óþarft er að kynna E. Powir
Biggs í löngu máli fyrir tónlistar-
unnendum. Hann hefur verið iiér
tvívegis áður, bæði árið 1954 og
1955, og hélt þá tónleika við mik-
inn orðstýr bæði í Reykjav'.k og
víðar. Margir merkustu túnlistar-
gagnrýnenidur vestan hafs telja
Biggs fremstan í flokki merkuslu
núlifandi organleikara i Bandaríkj
unum.
Einnig má geta þess að á tón-
listarhátið þeirri, sem efnt var til
við opnun hins nýja tónUstarsalar
í Lincoln Center í New York, kom
E. Power Biggs þrív.egis fram sem
einleikari. Á fyrstu tónleikunum
sem Fílharmpníuhljómsveitin í
N. Y. hélt í hinum nýju salarkynn-
um sínum, lék Biggs „Festliches
Præludium” eftir Richard Strauss
en Leonard Bemstein stjórn^ði
hljómsveitinni, en á þessari sömu
hátíð lék hann einnig með :>in-
fóníuhljómsveit í Fíladelfíu unt'.r
stjórn Eugene Ormandys m.a.
j orgelhlutverkið í sinfóníu Saint-
j Saens fyrir hljómsveit og orgel.
Þótti þetta sem von var mikill
'heiður og viðurkenning fyrir hinn
ágæta listamann.
E. Power Biggs hefur um ára-
bil verið fastráðinn einleikari hjá
Sinfóníuhljómsveitinni í Boston,
en auk þess er hann kunnur um
öll Badarikin og víðar fyrir tón-
leika þá og tónlistarþætti, sem
hann hefur annast í mörg ár £
útvarpi og sjónvarpi á vegum Col
ombia Broadcasting Service.
Eins og fyrr getur mun E. Pow
er Biggs halda tvenna tónieika fyr
ir styrktarmeðlimi Tónlistarféiags
ins í Dómkirkjunni, n.k. þriðja-
dag og miðvikudag, 14. og 15. maí
og hefjast þeir kl. 9 síðdegis báða
dagana. Á efnisskránni eru ein-
ungis verk eftif Jóhann Seb. Bach
Síðan heldur hann organt'itileiiia
í kirkjunni á Akranesi n.k. féstu-
dag 17. maí kl. 9 e.h., á Akurcyri
sunnudaginn 19. maí og að .íkini
um í Vestmannaeyjum þriðjul ig-
inn 21. maí.
E. Power Biggs
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. maí 1963 %