Alþýðublaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 8
GYLFI Þ. GISLASON SKRIf-Æ FRAMSOKN GATAR A GATT MÁLFLUTNINGUR Framsókn- armanna í Efnahagsbandalags- málinu er eitt gleggsta dæmi, sem um getur í stjórnmálasögu síðari ára, um lágkúrulegt lýð- skrum. Þegar Efnahagsbanda- lagið var stofnað 1956, voru Framsóknarmenn í ríkisstjórn. Hér var um merkisviðburð í viðskiptasögu Vestur-Evrópu að ræða. Öllum mátti vera ljóst, að hann mundi hafa við- tæk áhrif. Það leið heldur ekki á löngu, þangað til umræður hófust innan Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu í Par- ís um víðtækari Efnahagssam- vinnu Vestur-Evrópuríkjanna. íslenzka ríkisstjórnin tók þátt I þeim viðræðum, að sjálfsögðu með fullu samþykki Framsókn- arflokksins, sem hafði forsæti í ríkisstjórninni. Þessar við- ræður fóru sem kunnugt er út um þúfur. En í kjölfar þeirra var fríverzlunarsvæði sjö-veld- anna komið á fót. Þá voru Framsóknarmenn ekld lengur í ríkisstjóm. En afstaða þeirra var þó enn sæmilega skynsam- leg. Það var langt til kosninga. grundvallarmisskilning að ræða. Efnahagsbandalagið get- ur ekki samið um sértolla við neina einstaka þjóð. Ef það lækkar tolla sína, verður tolla- lækkunin að gilda gagnvart öllum ríkjum. Ríkisstjórnin taldi skynsam- legast að fara varlega í málinu og bíða átekta, einkum eftir að liún hafði kynnt málstað ís- 'lajnds í aðildarríkjum Efna- hagsbandalagsins og hjá stjóm þess. En tíminn leið og kosn-. ingar nálguðust. Þá sögðu fram sóknarmenn skillð við skyn- semina í þessu máli og hófu mikla áróðursherferð, sem hafði það eitt markmið, að gera ríkisstjórnina tortryggilega. Ríkisstjórnin hafði að visu ekk- ert gert, sem hægt var að gagn* rýna. En það var hægt að skrökva því, að hún HEFÐI ÆTLAÐ AÐ GERA hitt og þetta og ÆTLADI AÐ GERA hitt og þetta. Sumarið 1961 ákváðu öll frí- verzlunarbandalagsríkin að leita tengsla við Efnahagsbanda lagið, sumpart að óska samein- ingar við það og sumpart laus- ari tengsla, í formi einhvers konar aukaaðildar. Þróunin virtist m. ö. o. stefna í þá átt. að Vestur-Evrópa sameinaðist í eina viðskiptaheild. Það hefði eflaust þótt undarlegt háttalag hjá íslenzkum stjórnarvöldnm og forustumönnum atvinnulífs, , hagsmunasamtaka og stjóro- málaflokka. ef þeir hefðu látið eins og íslendingum kæmi þetta ekkert við. Allir vitiborn- ir og ábyrgir menn hlutu auð- vitað að hugleiða, hvemig ís- lendingar ættu að gæta hags- muna sinna. Enn var svo langt til kosninga, að forustumenn Framsóknarflokksins töluðu um málið af sæmilegri skyn- semi. Þeir lögðu áherzlu á nauð syn þess, að viðskiptatengsl ís- lendinga við Vestur-Evrópu rofnuðu ekki. Á fundi, sem fé- Iagið Frjáls Menning boðaði tilj ræddu þeir Eysteinn Jóns- son og Helgi Bergs jöfnum hönd um um þá möguleika að leysa vandamá! íslands á grundvelli 238 gr. Rómarsamningsins. þ.e. a. s. eftir aukaaðildarleiðinni, eða með sérstökum tolla- og viðskiptasamningi. Eysteinn Jónsson varð að vísu ekki skil- inn öðru vísi en svo, að hann héldi, að í slíkum tolla- og við- skiptasamningi gæti það falizt, að Efnahagsbandalagið lækkaði tolla á sjávarafurðum gagnvart íslendingum einum. Þetta mátti einnig lesa í Tímanum. En þarna var auðvitað um Það hafði heldur ekki nein álirif á framsóknarmenn þótt öll viðhorf í málinu gerbreytt- ust við það, að algjörlega slitn- aði upp úr þeim samningum, sem sett höfðu málið á dagskrá hér á landi og annars staðar í Vestur-Evrópu. Hvað skyldi það, sem gerist á meginlandi Evrópu, boma íslenzkum fram- sAknovn>"ro'>m við, þegar kosn invar eni í nánd? að draga úr spennunni á við- skiptasviðinu. Af þessu má vera ljóst, hversu dæmalaus bjánaskapur það er að reyna að gera efna- hagsbandalagsmálið að stór- máli í kosningabaráttunni nú. Fyrir íslendinga er nú ekkert annað að gera en að bíða á- tekta og fylgjast með því, hver framvindan verður. Það er ger- samlega óinögulegt að segja fyrir um, hvernig skynsamleg- ast yrði fyrir íslendinga að hegða sér í framtíðinni, því það færi auðvitað alveg eftir því, hvaða stefnu málin tækju í Evrópu og heiminum yfirleitt. Hins vegar er það mikið hags- munamál íslendinga, að tollur á sjávarafurðum verði lækkað- ur, bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum, og þurfa þeir þess vegna bráðlega að taka til yfirvegun- ar, á hvern hátt þeir geti stuðlað að. því, að Kennedy- viðræðurnar taki til sjávaraf- urða. Af hílfii Fromsóknarflokks- ins er haldið áfram að ræða efneh-^s’,3n.f,=’ogsmálið alveg e!ns n? "nn sé verið að semja uin shrkknn Efnahagsbanda- lagsins og einhvers konar sam- einingu Vestur-Evrópu allrar í eina viðskintaheild. Allur heim urinn, að leiðtogum Framsókn- arflokkSM’s undanskildum, veit þó, að þessir samningar eru farnir ú' mn þúfur, svo að all- ar bollaleggingar um áhrif stækkunar Efnahagsbandalags- ins eru orðnar úreltar og sam- anburður á aukaaðildarleiðinni og tollasamningsleiðinni í því sambandi í raun og veru út í bláinn. Það merkasta, sem ger- ast mun á næstunni í viðskipta- málum Vestur-Evrópu, eru við- ræður Efnahagsbandalagsins, Fríverzlunarbandalagsins og Bandaríkianna innan GATT um gagnkvæmar tollalækkanir, Kennedyviðræðurnar svo- nefndu. Þær munu verða Iang- ar og erfiðar og niðurstöður þeirra eflaust ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkur ár. Enginn getur vitað, hvaða stefnu mál- in taka að þeim loknum, þ. e. hvort önnur ríki muni þá gera aðra tilraun til þess að sam- einast Efnahagsbandalaginu eða tengjast því, eða þá ann- arra ráða verður leitað til þess En fyrst framsóknarmenn og hlöð þeirra halda áfram að klifa á málinu og bera saman aukaaðildarleiðina og tolla- Samningsleiðina, þá er ekki licma sjálfsagt að ræða það mál við þá. Flokksþing Framsóknar- manna gerði flokkinn að við- undri með því að samþykkja, að aukaaðild væri í raun og veru sama og full aðild og jafn gilti afsali íslenzks sjálfstæð- is! Þess vegna hefði engin leið komið til greina fyrir íslend- inga önnur en tollasamninga- leiðin. Þar eð framsóknarmenn hafa aldrei gert opinberlega grein fyrir því, hvernig þeir hugsa sér framkvæmd þessar- ar tollasamningsleiðar sinnar, þá skrifaði ég grein hér í blað- ið fyrir hálfum mánuði og hað Tímann að upplýsa, hvort Framsóknarflokkurinn hcfði hugsað sér, að íslendingar gerðu tollasamninginn við Efnahagsbandalagið á grund- velli reglna Alþjóða viðskipta- og tollamálastofnunarinnar (GATT) og gengju í hana, eða hvort flokkurinn hefði hugsað sér að reyna að fá tollasamn- ing án aðildar að GATT. Þó að þessi fyrirspurn hafi verið tví- ítrekuð hér í blaðinu, hefur Tíminn, þótt undarlegt megi virðast, ekki fengizt til þess að svara henni. Betur er auð- vitað ekki hægt að undirstrika að efnahagsbandalagsmálið er Framsóknarflokknum einvörð- ungu áróðursmál. Þegar hann er spurður um, hver sé raun- veruleg stefna hans, þá annaff hvort veit hann það ekki, eða þorir ekki að segja frá því. Þeir, sem kunnugir eru öll- um málavöxtum, gera sér hins vegar alveg ljóst, hvers vegna Tíminn hefur steinþagað við þessum spurningum og ekki þorað að segja frá því, hvað í stefnu Framsóknarflokksins felist. Efnahagsbandalagið get- ur engan tollasamning gert nema á grundvelli GATT-regln- anna. Til þess að geta gert tollasamning við Efnahagsbanda lagið, yrðu íslendingar þess vegna að samþykkja þær og lægi þá beinast við að ganga í GATT. En með því myndu ís- lendingar takast ýmsar skuld- bindingar á herðar. Tíminn þorir auðvitað ekki að segja það stefnu Framsóknarflokks- ins, að íslendingar eigi EKKI að samþykkja GATT-reglurn- ar, því. að þá væri allur áróð- urinn fyrir tollasamningsleið- inni orðinn hlægileg mark- leysa. En Timinn þorir ekki heldur að segja Framsóknar- flokkinn vilja, að íslendingar gangi í GATT, því að þá er hann hræddur um, að bent yrði á skuldbindingarnar, sem því fylgja, og rétt fyrir kosn- ingar má Framsóknarflokkur- inn auðvitað ekki hugsa til að- ildar að nýrri alþjóðastofnnn. En upp úr því, að þora í hvorugan fótinn að stíga, hef- ur Framsóknarflokkurinn það eitt, að gera hverju mannsbarm ljóst, að efnahagsbandalags- málið er honum ekkert annað en áróðursmál. Hins vegar fer áróðursgildi þess að verð'a býsna lítið, þegar í ljós er komið, að Framsóknarflokkur- inn fæst ekki til þess að segja frá því, hvernig hann ætlast til þess, að hin eina rétta stefna hans sé framkvæmd. DR. GUt SVO SEM skýrt hefur ver lau'gur Þórðarson og dr, S Listasafns íslands, til Sot s.l., í boði menntamáiaráði menntamálaráðuneytis Sot opnun á sýningu á málverl sonar og Kjarvals, sem hal ingrad. Hefur dr. Selma Jónsdt um sagt frá ýmsu því helzl en í s.l. v'iku flutti dr. Gun: útvarpið, þar sem sagt var ferðalagi. Hefur dr. G. Þ. góðfús erindið, en hann hefur ger eða auikið það frá því að þa skot með breyttu letri í gr< Síðari hiuti erindisins Gott kvöld, góðir áheyrendur. SUMIR eru þeir staðir og jafnvel heil lönd, sem maður hefur fast- mótaða mynd af í huga sínum, enda þótt maður hafi aldrei litið þau augum. Margvísleg atriði geta valdið þessu. Þannig hefur árið 1812 markað vissa mynd af Rúss- landi í vetrarríki í huga mínum, en á því ári fór Napóleon sína heillasnauðu herför til Rússlands og missti hálfa milljón manna og beið raunar algjöran ósigur, enda þótt það væri ekki í beinni orustu, heldur var það Vetur konungur, sem sigraði fyrir hönd Rússa. Atburðir þessir rifjuðust upp fyrir mér í vetur sl. er Injusin- vél Aeroflots hnitaði hringa yfir eir sk KOMMÚNISTAR á íslandi berjast fyrir hlut- leysi. Sannleikurinn er þó sá, að þeir trúa ekki á hlutleysi og fyrirlíta það í hjarta sínu. En það éi hentug leið til þess að losa Island úr samtökum vestrænna þjóða og þoka því í áttina til kommún- istaríkjanna. Hlutleysi er í augum þeirra biðsalur komm- únismans. Hér á landi hafa kommúnistar sex sinnum skipt um skoðun á hlutleysi — eftir því hver af- staða Sovétríkjanna hefur verið hverju sinni. Þegar kommúnistaflokkurinn var stofnaðui 1930, barðist hann FYRIR HLUTLEYSI og gegn MIMMtMtWMMMMMMMUMMMtMmMMMMI .WWVWMWWVWWWWWWMWWWMVWlWlWW g 11. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.