Alþýðublaðið - 11.05.1963, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 11.05.1963, Qupperneq 9
SINLÁUGUR ÞÓRÐARSON: ’ið frá fóru þau dr. Gunn- elma Jónsdóttir, formaður ;ét-Rússlands í janúarlok meytisins hér og á végum /ét'Rússlands, í tilefni af' íum Ásgríms, Jóns Stefáns dinn var í Moskivu og Len- íttir bæði í útvarpi og blöð ta viðvíkjandi ferð þessari, nlaugur Þórðarson erindi í • nánar frá ýmsu úr þessu lega leyft blaðinu að birta fc nokkrar breytingar á því ð var flutt og eru þau inn- eininni. birtist á morgun. snævi þöktum breiðum og lækk- aði flugið til að lenda á Lenin- gradflugvelli. Varð mér einnig hugsað til þrautseigju Leningrad- búa, er þeir vörðust umsátri Þjóð- verja í síðustu heimsstyrjöld í 900 daga. LENXNGRAD OG VETRARIIÖLLIN LENINGRAD er tiltölulega ung borg, stofnuð af Pétri mikla í byrj- un 18. aldar eða á sömu öld og Reykjavík fékk bæjarréttindi. Hún var höfuðborg Rússlands í rúm 200 ár, og þar létu Rússakeisarar reisa miklar byggingai-,' söfn og (fleira. Merkustu byggingarnar þar 1 eru Vetrarhöllin og Hermitaga. Nú Frá Leningrad. er þetta eitt mesta lista- og þjóð- minjasafn í heimi. Segja má, að Pétur mikli hafi á sinn hátt lagt grundvöllinn að þessu mikla safni með því að byggja undrasafnið (Chamber of curiosities) eins og það er kallað á ensku.) Pétur mikli var mikill umbótasinni og kom sú viðleitni fram í ýmsum myndum, t. d. bannaði hann mönn um að safna skeggi og gekk sjálf- ur fram í því að skera skegg manna. Hann vildi fá fólk til að skoða undrasafn sitt, og fékk hver gestur brauð og krús af brenni- víni. EITT MESTA LISTA- OG ÞJÓÐMINJASAFN HEIMS í VETRARHÖLLINNI og Hermi- tage eru um 1000 salir og her- bergi, þar af 340 salir, og eru þar varðveitt m. a. 14000 málverk og á aðra milljón annarra safngripa. í málverkasafni þessu eru mörg af frægustu málverkum heims, m. a. verk eftir Cezanne, Gaugin, Picasso o. fl., en það er athyglis- vert, að heita má, að gjörsamlega öll verkin séu frá því fyrir bylt- ingu, því að engin listaverk hafa verið keypt síðan, og að stofni til er safnið mestmegnis byggt upp af málverkum, sem voru í eigu rúss- neskra listaverkasafnara, sem uppi voru á Zartímanum, en gáfu ríkinu síðar söfn sín. Sum herbergin í Vetrarhöllinni eru með sama húsbúnaði og á tím- um keisarans, og engu hefur verið breytt. Alls staðar verður maður var við virðingu fyrir minjum eða minningum liðins tíma í Rúss- landi. — íburðurinn, sem verið hefur í daglegu lífi keisaranna er ótrúlegur, svo sem gull-véggfóður á herbergjum, og það leynir sér ekki, að Rússland hefur jafnan verið gullauðugt land og er enn, og valdhafar þar hafa kunnað að meta skraut. Það, sem mér þótti einna ógleym anlegast af þvi, sem ég sá í þessu mikla safni, voru fornminjar úr einni höfðingjagröf frá því um 3000 árum fyrir Krist. Uppgröft- ur þessi var gerður í Altaifjöllum t Mið-Asíu fyrir nokkrum árum. Fomminjar þessar hafa ekki enn- þá verið hafðar almenningi til sýnis. Með liöfðingjanum hafði kona hans verið jarðsett og tugir hesta og þræla, sem teknir höfðu verið af lífi, til þess að þeir gætu fylgt höfðingja sínum til heljar. Vegna þess, hve gröfin lá hátt yfir sjávarmáli og frost hafði hald- izt þar í jörðu, var allt tiltölulega vel varðveitt. Mátti sjá sjálfan höfðingjann. Hann hafði verið sinnum um skoðun inngöngu íslands í Þjóðabandalagið. Þá voru Rúss ar ekki í bandalaginu. Fyrstu þingmenn kommúnista, sem þeir fengu kjörna 1937, hófu á alþingi baráttu GEGN HLUT LEYSI og fyrir inngöngu í Þjóðabandalagið. Þá voru Sovétríkin á móti hlutleysi og komin í banda lagið. Árið 1939 gerðu Hitler og Síalin griðasátt- málann fræga. Þá urðu íslenzkir kommar á svip- stundu aftur MEÐ HLUTLEYSI, og Þjóðviljinn sagði: Hvaða ástæða er til að halda, að sigur vest- urveldanna verði nokkuð vitund betri en sigur Þjóðverja? Hitler réðst á Stalin í júní 1941. Þá hættu ís- lenzkir kommúnistar hlutleysishjali á stundinni og snerust GEGN HLUTLEYSI. Þeir sögðu, að Island mætti ekki aðeins vera hermunið, heldur mætti skjóta héðan, ef það kæmi Rússum að gagni á austurvígstöðvunum. Eftir stríðið, þegar vináttan kólnaði milli Sov- étríkjanna og vesturveldanna, tóku Rússar að gæla við sum hlutlaus ríki til að hæna þau að sér. Þá urðu íslenzltir kommúnistar aftur MEÐ HLUT- LEYSI — til að reyna að hindra samstarf við ná- grannaríki okkar. Framh. á 14. síðu iWWWMMV WtWWWWHWWWWWWVHWWVWWWWHWWWWHHWV smurður (balsameraður), eins og egypzku múmíurnar, áður en hann. var lagður í gröfina. Einnig mátti sjá nokkra hestana. Greinilegt var, að fyrr á tímum hafa grafræningj- ar látið greipar sópa um gröfina, en þó var ótrúlegt að sjá allt það gull, sem kom upp úr gröfinni. Gullbúin vopn, gullhöfuðbúnaður kvenna og karla og jafnvel aktygi hestanna höfðu verið gullslegin. Gröfin hafði verið tjölduð að inn- an með útsaumuðum dýra- og veiðimyndum, og höfðu þessi tjöld einnig varðveitzt furðu vel. í gröf- inni var einnig líkvagn. Var búið að setja hann saman og var ótrú- legt að sjá þetta 5000 ára gamla Fyrrí hluti ökutæki á hjólum standa þarna inni, en hjólin á vagninum voru næstum mannhæðar há. Við út- förina hefur hinn látni .höfðingi vafalaust verið látinn sitja uppi í vagninum, i sinni síðustu öku- ferð. Fróðlegt hefði verið að segja frá fleiru, sem fyrir augu bar í þessu mikla safni, sem við skoð- uðum rækilega og nutum góðrar fyrirgreiðslu þar, sem annars stað- ar. FÓLKIÐ í LENINGRAD AÐ SJÁLFSÖGÐU eru það íbúar hverar borgar, sem setja hvað mest svip sinn á hana, og borgir eru með öðrum blæ að sumri en vetri. Þegar ég var í Leningrad, var vetur og flest fólk klætt næst- um skósíðum, svörtum yfirhöfn- um og setur það drungalegan blæ á umhverfið. Þó fannst mér Moskva öllu þungbúnari, en við nánari kynni af fólkinu finnur maður, að það er furðu margt líkt með okkur íslendingum og Rússum. Árið 1959 átti ég þess kost að kynnast Austur-Berlín lítiDega, og hafði myndað mér skoðun á Lenin- grad út frá þeirri viðkynningu. , Stóð sú hugmynd að miklu leyti heima. Manni dettur í hug, að það sé umferðarverkfall í borg- !inni, því hvergi hef ég séð jafn- mikið af gangandi fólki og í Len- ingrad. Frá þvi eldsnemma á morgnana streymir svartklætt fólkið um göturnar: Fyrsta kvöldið, sem ég var í Leningrad, þurfti ég að fá upp- lýsingar hjá starfsmanni á hótel- inu, sem ég bjó á, og gekk mér illa að gera mig skiljanlegan við hann á ensku. Kom þá skyndilega myndarlegur Rússi til sögunnar og gaf mér þær upplýsingar, sem ég þurfti, á ágætri ensku. Tókum við tal saman. Hann hafði verið í sigl- ingum með skipalestum banda- manna norður fyrir ísland til Múrmansk á stríðsárunum. Sagði Framhald á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. maí 1953 §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.