Alþýðublaðið - 15.05.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Side 3
AFBRAGÐSVERTfÐ f VESTMANNAEYJUM VETRAVETIÐINNI í Vestmanua- eyjum er lokið'. Er þessi vertið ein sú bezta þar í fjölda ára, bæði hvað snertir aflabrögð A)g happa- sæld skipa. Ekki liggja fyrir enn neinar ákveðnar tölur um afla skip anna, né heildarafia Eyjabáta, en þær munu verða til um 20. þ. m. Þó hefur blaö'ið fengið 'áfla 16 hæstu báta á þessari vertíð. Þess- ir 16 bátar öfluðu allir yfir 700 tonn á vertiðinni. Gæftir á vcrtíð- inni voru sæmilegar og afli bát- anna jafn. Aflahæstur að þessu sinni varð Stígandi VE 77, en skipsijóri á honum er Helgi Bergvinsson. fítíg andi er 70 tonna stálbátur, ný- legur og búinn fullkomnam veið- arfærum. Þetta er í annað r.kiptið, sem Stígandi er hæstur á vetrar- vertíð, í fyrra varð hann einnig hæstur. Þetta er fimmta árið, sem Helgi er skipstjóri á Stígandj, og hefur báturinn í öll skiptin verið einn af fimm aflahæstu. , Afli 16 hæstu báta var sem hér segir: Stígandi, 1004 tonn; Bjórg SU, 953; Gullver, 838; Eyjaberg, 825; Snæfugl, 818; Rán, 803; ís- JT Aflakóngurinn í brúnni leifur III., 801; Dalaröst, 775; Kap, 1772; Lundi, 751; Einir, 732; Björg INK, 727; Ófeigur III., 719; GIó- |faxi, 709; ísleifur II., 706 og Sæ- ^björg, 701 tonn. SÆMILEG síldveiði hefur verið undanfarna tvo sólarhringa. Ilafa Kynþátta bardagar í Prag VÍN, 14. maí (NTB-Reuter). TIL harðra götubardaga kom með afrískum stúdentum og tékkneskum ungmennum í Prag s.I. iaugardag, að sögn ferðamanna, sem komu í dag frá Prag til Vínar. Margir Afríkumenn voru illa leiknir eftir átök við lióp ungmenna. Bardaginn stóð í um stundarf jórðung. Lögregl an skarst þá í leikinn. Seinna kom til nýrra átaka með þrem ungum Tékkósló- vökum og tveim Afríkumönn um fyrir utan Hotel Ambassa dor í Prag. Ókunnur afrískur stjórnarerindreki stöðvaði bif reið sína til þess að bera sátt arorð á milli. En áður en lög reglan skakkaði leikinn höfðu hjólbarðarnir verið eyðilagð ir. Að sögn sjónarvotta tók lögreglan þremenningana ó- mjúkum tökum. á báti sínum, Stíganda. samtals 19 bátar fengíð afla, llt frá 200 tunnum upp í 2000 tunnur. Aflahæstu bátar voru SigurpáU, 2000 tunnur; Víðir II., 1100 og Jón Garðar, 1100 tunur. Þeir eru aliir í eigu Guðmundar Jónssonar, út- gerðarmann^ á Rafnkelsstöðu,m Hefur Sigurpáll verið einkar afJa hár á síldinni að undanförnu, ver ið með alltaf 200—600 tunnur, þefjlr aðrir bátar fengir enjgin köst. Síldin veiðist á mörgum stöð um og er hvergi mikið af henni. Helztu sta'ðir eru út af Herdísar- vík, á Hraunsvíkinni, út af Jökli og norðvestur af Akranesi. Margir bátar héldu suður með landi í gær og lóðuðu sunnar en áður, enda var veður ágætt á miðunum í uótt. Afli einstakra báta var sem hér segir: Jón á Stapa, 900 tunnur; Stapafell, 150; Skarðsvík, 700; Jök ull, 150; Höfrungur, 6Ó0; Sæúlfur, 160; Sólrún, 250; Strákur, 550; Sæþór, 300; Fiskaskagi, 950; Stein grímur Trölli, 450; Akraborg, 850; GuðmundurÞórðarson, 700; Pét- ur Sigurðsson, 300; Sigurpáll, 2000; Jón Garðar, 1100; Víðir II., 1100; Árni Þorkelsson, 150 og Arnkell, 200 tunnur. Bandaríkjamenn Eéfu undan síga WASHINGTON, 14. 5. (NTB-Reut- er). — Bandariska flugmálastjórn in lét í dag undan í hinnl alþjóð legu deilu um flugfargjöld yfir Atlantshaf. Undanslátturinn var gerður að ráði utanríkisráðuneyt- ísins. í kvöld voru birt bréf, scm farið hafa milli flugmálastjórnar- innar og utanríkisráðuneytisins og sést af þeim, að flugmálastjórnin hefur tilkynnt Pan American. að hún muni breyta fyrri tilskipun sinni til félagsins um að fram- kvæma ekki hækkun þá á verði, þem IATA hafði einróma sam- þykkt að framkvæma frá og með sl. sunnudegi. Alan Boyd, flugmálastjóri, hafði snúið sér til Rusks, utanríkisráð- lierra og spurt hann um skoðun hans, og hafði rá'ðherrann látið í ljós það álit, að ef flugmála- stjórnin gæti ekki ákveðið far- gjöldin, ætti hún að gefa flug- félögunum, Pan American og Trans World Airlineg leyfi til að framkvæma hækkunina. Fyrr í dag hafði verið tilkynnt í Hvíta húsinu, að Kennedy, for- seti, mundi í dag leggja fyrir þing ið frumvarp að lagabreytingu, er veitti flugmálastjórninni ieyfi Til að útkljá fargjaldamálið og gera gagnráðstafanir gegn erlendum flugfélögum, ef önnur lönd hæfu afskipti af amerískum flugfélög- um, sem ekki færu eftir fargjalda ákvörðunum IATA. Þessa lagabreytingu átti að gera sem allra fyrst. Sagt var, að þessi ráðstöfun forsetans stæði í beinu sambandi við fargjaldadeiluna, þó að hún geti ekki haft ábrif á hina ákveðnu hækkun. Geimferð Coopers frestað til í dag CAPE CANAVERAL, 14. maí (NTB-Reuter). FRESTA varð í dag hinni miklu geimkönnun Bandaríkjamanna, er Leroy Gordon Cooper majór skyldi skotið út í geiminn og fara 22 hringi umhverfis jörðu. Atburðir þessir voru mjög dramatískir. Á síðustu stundu uppgötvaðist alvar- leg bilun í radarstöð þeirri á Ber- mudaeyjum, er fylgjast skyldi með fyrsta áfanga flugsins. Var Cooper þá búinn að vera 4 tíma og 55 mín- útur í geimfarinu „Faith 7“. Til- kynnt hefur verið, að ný tilraun verði gerð á morgun, og er gert ráð fyrir, að hún verði kl. 13 eftir Tilkynningin um frestunina kom aðeins nokkrum mínútum áður en fiauginni skyldi skotið. Fyrr í dag hafði talningunni undir skotið ver- ið frestað í tvo tíma, vegna þess að tæknimönnum tókst ekki að koma af stað dieselvél þeirri, sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að koma sjálfu geimfarinu af stað. Rétt áður en tilrauninni var frest að tilkynnti Cooper innan úr geim fgrinu, að sér liði aldeilis prýði- 'ega, þrátt fyrir hina löngu bið. íslenzkum tíma. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Olafsson, slíó- kaupmaður, Garðastræti 13, varð biráðkvaddur í fyrra- kvöld, 66 ára að aldri. Ilann var staddur á Melaveilinum, sem áhorfandi að knatt- spyrnukappleik, er hann fékk aðsvif og lézt á leið í sjúkra- hús. Guðmundur var þekkt- ur maður innan íþróttahreyf- ingarinnar og mun hans get ið nánar síðar hér í blaðinu. BÆNADAGURINN BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, hefur sent prestum landsins eftirfarandi bréf: MEÐ VÍSUN til-bréfs míns frá 20. marz þ. á. vil ég hér með til- kynna yður, kæri sóknarprestur, að ég hef ákveðið, að hinn al- menni bænadagur, 5. sd. e. páska, verði að þessu sinni sérstaklega helgaður böli þeirra, sem búa við skort. Mannleg þjáning er margvísleg, nær og fjær, en sú staðreynd, að stór hluti mannkyns sveltur hálfu og heilu hungri á vorum tímum, má ekki fara framhjá samvizku þeirra, er njóta nægta eða jafnvel ofgnótta. VU ég því mælast til þess, að vér samstillum hugi vora á þessum bænadegi í bæn fyrir því, að þjóðir heims sameini kraft- ana betur en orðið er til sóknar gegn hungrinu. Er eðlilegt, að vér íslendingar minnumst þess, í því sambandi, að skammt er um lið- ið síðan sultur var í landi hér og þjóð vor átti við örbirgð að stríða. Nú er um skipt í því efni og skyldum vér þakka það og meta við gjafarann allra góðra hluta og eigi gleyma þeim börnum hans, sem enn bera tilfinnanlega skarð- an hlut frá sameiginlegu borði jarðar. „Berið hver annars byrð- ar”. Það er lögmál Krists. Biðj- um þess, að lög hans og andi nái ■ dýpri tökum á hugsun og gjörð- |um manna hér í voru landi og hvarvetna. Sigurpáll og Víðir II. eru nú í landi vegna verkfaUsins í Sandgerði. Var Sigurpáll stöðvaður, þegar bann kom að landi um 2 leytið í fyrri- nótt, en Víðir í gærmoigun um kl. 10. Jón Garðar er enn úti og er að reyna að fylla sig. Ekki er vitað hve- nær hann kemur að landi. Ekkert bendir til þess að lausn deilunnar sé á næsta leiti. IMMMUMHHHUMUMMttMi Það var tilkynnt í London í dag, að brezka stjórnin heíði sent Rusk, utanríkisráðherra, kröftug- ar orðsendingar út af málinu. Eins og áður er getið, stendur deilan út af 5% lækkun á afslætti af miðum fram og aftur. Hins j vegar verða miðar aðra leiðina á- fram á sama verði. Flest evrópsku flugfélögin settu hækkunina í framkvæmd sl. sunnudag. Þegar amerísku flugfélögin fengu ckki að hækka, þar eð bandaríska flug- málastjórnin taldi hækkunina ekki vera til hagsbóta fyrir almenning, fengu þau betri samkeppnisaö- stöðu. Brezka stjórnin mun hafa hótað að gera upptækar amerísk- ar flugvélar, ef þær héldu áfram - að fljúga til brezkra flugvalla á fargjöldum, sem brezka stjórnin viðurkenndi ekki. mm RAGNAR JÓHANNESSON RAGNAR JÓHANNESSON, fyrrver- andi skólastjóri, varð 50 ára í gær. —- Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1934, og kandidat í nor- rænum fræðum frá Háskóla íslands 1939. Hann stundaði blaðamennsku í mörg ár, og var m. a. blaðamaður við úlþýðublaðið. Þá var hann erindreki fyrir Alþýðuflokkinn 1940—’41, og varð skólastjóri gagnfræðaskólans á Akra- nesi 1947. Hann hefur þýtt fjölda bóka, og ritað bækur og þætti. Þá liefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörfum. — Alþýðublaðið flytur honum sínar beztu kveðjur, og hamingjuóskir á afmælisdaginn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.