Alþýðublaðið - 15.05.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Qupperneq 10
Knattspyrnu- æfingar hjá FH hefjast í kvöld KNATTSPYRNUÆFINGAR á vcgum FH í Hafnarfirffi hefjast í kvöld. kl. 5,30 æfir 5. flokkur, kl. 6,30 4. flokk- ur, kl. 7,30 3. flokkur og kl. 8,30 1. og 2. flokkur. Mikll og vaxandi áhugi er ná fyrir knattspyrnu í Hafn arfirði og allir FH-ingar eru hvattir til að fjölmenna á áefingarnar og vera með frá byrjun. Rttstjéri: ÖRN EIÐSSON 2. markið ÞAÐ var geysimikil barátta í Ieik KR og Þróttar í fyrra- kvöld. Áhorfendur voru margir og skemmtu sér kon- unglega. Á myndinni er Þróttur að skora annað mark sitt í leiknum, en Hreiðar og Gísli reyna árangurslaust að koma í veg fyrir það. Ljósm. JY. KR tapar fyrir Þrótti i vorsins bezta leik í KVÖLD kl. 8.30 leika Valur og Ájpnann annan úrslitaleik sinn í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- , leik. Fyrri leiknum lauk með allsögu- legum hætti eins og kunnugt er. Dómarinn sleit leiknum nokkru fyrir leikslolc, þar sem þjálfari Vals fór inn á völlinn og neitaði 'að víkja þaðan. Ármann hafði þá tveim mörkum yfir Val. Dómstóll HKRR úrskurðaði að annar leikur | skyldi fara fram. Leikurinn f kvöld er þó háður með þeim fyrir- vara, að ef Ármann áfrýjar dómn- um til HSÍ og vinnur málið, þá skuli úrslit fyrri leiksins gilda og Ármann sigra, hvernig sem leikur- inn fer. Margir búast við spennandi leik 1 kvöld og e. t. v. sögulegum, ekki slður en þelm fyrrl. Hér eru KR-lngar að taka horn í leiknum gegn Þrótti, en Guttormur grípur boltann. Ármann-Valui léika aftur A MÁNUDAGSKVÖLDEÐ fengu ▼allsæknir áhorfendur vissu-1 lega að sjá f jörugan kappleik, þar I sem sókn og vörn skiptust á í fullri alvöru og hvergi gefið eftir, þar til yfir lauk. Það var elzta og yngsta knatt- spyrnufélag borgarinnar, sem þarna leiddu saman hesta sína, í scinni umfcrð Reykjavíkurmóts- ins, og það af þeirri einurð og með þeim baráttuvilja, að seint mun þelm úr minni líða, sem á horfðu. Þarna áttust við annarsvegar „ung lipgurinn” í sveit reykvískra knattspyrnufélaga, Þróttur, og hinsvegar „nestor” íslenzkrar knattspyrnu, KR. Og leikar fóru sv'o, eftir hina miklu baráttu, að unglingurinn bar sigurorð af hin- um aldna. •Leikurinn var frá upphafi til enda mjög spennandi. Sótt og var- ið af miklum hraða og hörku og skotin dundu á mörkunum á víxl með þcim afleiðingum að knöttur- inn Iá alls sjö sinnum inni. Fjór- um sinnum hjá KR og þrisvar hjá Þrótti. Tilþrifin voru slík á báða bóga, að áhorfendur stóðu hvað eftir annað á öndinni. r GANGUR *'•' LEIKSINS ÞEGAR á fyrstu mínútum komust Þróttarar f færi við KR-markið. Jens Karlsson hefði átt að geta af- greitt knöttinn í netið, en skeikaði illilega. En nokkru síðar kom fyrsta markskot leiksins, fallegt og fast, var það frá Hauki, Þrótt- ara, vinstrifótar hörkuspyma, af allöngu færi. Stefndi boltinn með hraða byssukúlunnar í annað horn ið. Þá sýndi Gísli KR-markvörð- ur, að hann er enginn aukvisi, varði hann glæsilega með föstu gripi. KR-ingar áttu nú „leikinn” næstu mínútur og sóttu ákaft á og á 12. mín, skall hurð sannar- lega nærri hæium yið Þróttar- markið, er Gunnar Guðmundsson sendi fyrir og Ellert varpaði sér nær flötum og skallaði eldsnöggt að markinu, en Grétar varði 4 línu. Knötturinn hrökk frá og Jón Sigurðsson sendi hann af bragði á markið aftur, en nú varði Jón miðvörður og spymti langt frá. VORMÓT Í.R. VORMÓT ÍR I frjálsíþróttum fer fram á sunnudaginn eins og skýrt hefnr verið frá. Þegar tilkynnt var nm greinarnar, sem keppt verður í á mótinu féll ein niður, 3000 m. hlaup. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að berast skrifstofu Vallarstjóra, Melavellintun í síð- asta lagi í kvöld. Þama var tvívegis varið á Iínu svo að segja á sama augnabliki. Á 16. mínútu komst Hauk- ur miðherji Þróttar innfyrir KR- vörnina, en evðilagði gott tæki- færi með handapatsfálmi í knött- inn. Loks á 20. mín. kom fyrsta markið. Sigþór afgreiddi boltann í net Þróttar, með viðstöðulausu hörkuskoti. Markvörðurinn hafði að vísu hendur á knettinum, en fékk ekki hamið hann fyrr en í netinu. Var nú KR-vinum dlllað, og hugsuðu sennilega um leið til leiksins í fyrri umferðinni, þegar Þróttur beið lægri hlut með ö:2. En það átti eftir að sýna sig, að nú var annar hugur f Þrótti en þá. Og aðeins 9 mínútum síðar jafn- aði Axel Axelsson metin, með geysiföstu skoti frá vítateigi. Var þetta snögg og viðstöðulaus af- grelðsla. Smaug knötturinn inn rétt við stöng. Stóðu nú leikar jafnir, en aðeins i fáar mínútur, að KR náði aftur forastunni, er Jón Sigurðsson skoraði með beinskeyttri lof+sendingu, úr skalla frá Théódór Guðmunds- syni, nýllða, sem átti góðan leik. Var þessi afgreiðsla Jóns frábær- lega vel framkvæmd. Hafði nú KR forystuna allt að síðustu mín- Framh. á 11. sfðn Fréttir frá Körfu- knattleikssambcmdi SAMKVÆMT tilkynningu, sem KKÍ hefur borist frá Suomen Xo- ripalloliitto, þá verður næsta Po- lar Cup háð í Helsinki dagana 20—22 mars 1964. Keppnin hefur jafnframt verið viðurkennd sera Norðurlandameistaramót 1 körfu- knattleik. Keppt er um Polar Cup bikarinn til eignar og hlýlur hann sú þjóð, er fyrst nær tíu stigum i keppn- inni. Stigatalan er nú þannig: Finnland 3 stig Svíþjóð 2 stig ísland 1 stig Danmörk 0 stig . ! Dómara og þjálfara- námskeið í Finnlandi. Námskeið fyrir starfandi körfu- knattleiksdómara, verður haldið á finnska íþróttaskólanum í Vieru- máki í ágústmánuði næstkomandi. Einn íslenzkur dómari hefur rétt til þátttöku. Ennfremur verður haldið nám- skeið fyrir körfuknattleiksþjálfara á sama stað, dagana 7,—10 júlí n.k. og getur einn islenzkur þjálfari fengið aðgang að námskeiðinu. Dómarar eða þjálfarar, sem hug hafa á að sækja þessi námskeið, eru beðnir hafa samband við stjórn KKÍ, sem allra fyrst. 10 15- maí 1953 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.