Alþýðublaðið - 15.05.1963, Page 11

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Page 11
KRTAPAÐI Framh. af 10 síðu útu, en þá jafnar Þróttur aftur. Bar það mark að, með þeim hætti, að Bjarni Felixsson, sem lék mið- framvörð, hugðist „hreinsa frá” með langspyrnu en knötturinn small á framstormandi Þróttara, Jens Karlssyni og hrökk síðan af honum og yfir Gísla og inn. Slysa- leg tilviljun, sem sannar að oft verður lítið gagn að því högginu, sem hátt er reitt. Og fyrri hnlf- leiknum lauk með jafntefli, 2:2. í þessum hálfleik átti KR meira í leiknum og sýndi yfirleitt betra „spil” og hafði forystuna, þó að Þrótti tækist að jafna í lokin. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 2:1. í ÞESSUM hálfleik var það hins- , vegar Þróttur, sem jók á alla spennu og barðist af síauknum krafti allt til loka, sigraði með 2:1 og tryggði sér með því bæði stigin í leiknum. I Á 11. mínútu tóku Þróttarar íæknifræðingafélag Islands Aðalfundur félagsms verður haldiim fimmtu daginn 16. þ. m. kl. 20,30 í Klúbbnum, ítalska salnum. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Tilboð óskast í smíði á bökkum og öðrum áhöldum úr alum- inium fyrir sláturhús. Teikninga og útboðslýsingar má vitja á Teikni stofu SÍS, Hringbraut 119. Teiknistofa SÍS. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um Iand allt í maí- og júní-mánuði 1963. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína, sem lokið hafa námstíma og burt- fararprófi frá iðnskóla. Ennfremur má sækja um próftöku fyrir þá nemendur, sem eiga skemmra en tvo mánuði eftir af námstíma, þegar sveinspróf fer fram, enda sé burtfarar- prófi frá iðnskóla lokið. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkomandi próf- nefndar ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi. Skrifstofa iðnfræðsluráðs veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 13. maí 1963. Iðnfræðsluráð. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Sími 24204 & co. P.O. EOX 1SM - REYKJAVlK forystuna, með því að Jens Karls- son, sendi knöttinn inn af 25 metra færi og viðstöðulausu skoti, úr sendingu frá Axel Axelssyni. Og aftur nokkrum mínútum síðar átti Jens annað skot, sem Gísli bjargaði mjög vel í horn. Á 20. mín hafði Sigþóri nær tek- ist að jafna fyrir KR, en mark- vörður Þróttar sló yfir. En fimm mínútum síðar jafnar Jón Sig- urðsson, og rétt á eftir ver mark- vörður Þróttar fast skot úr íyrir- sendingu. Aðeins mínútu síðar var KR-markið í bráðri hættu eftir langskot Hauks, en boltinn smaug yfir þverslá. Loks er 10 mínútur voru eftir af leiknum, tryggði Þróttur sér sigurinn með ágætu skoti Ólafs framvarðar. Réði Gísli ekki við skotið en bolt- inn þaut í netið. Þær mínútur sem eftir voru, var barist af miklum móði, og gerðu KR-ingar harða hríð að vöm Þróttar og márki, en fengu ekki jafnað og leiknum lauk, svo sem fyrr segir með tapi þeirra og þrem mörkum gegn fjór- um. Fjörugasti og mest spenn- andi leik Reykjavíkurmótsins, til þessa, var lokið. Þróttur stóð með „pálmann í höndunum” og sjö stig eftir þá leiki, sem hann hefur þegar leikið. Hann á Val eftir, sem á hagkvæmari taflstöðu, átta stig, nægir því jafntefli til sigurs, auk þess sterkustu vöm Reykjavíkur- félaganna, eins og er. Hversu um lokabaráttuna fer skal engu spáð, en fullyrða má sjálfsagt, að hvor- ugur mun sig spara, er á hólminn kemur. Steinn Guðmundsson dæmdi leikinn, er þetta eldskírn hans sem dómara og fyrsti meiri háttar leik- ur. Tókst honum dómarastörfin all vel, miðað við aðstæður. ÞRÓTTUR hefur sýnt það, með leik sínum í Reykjavíkurmótinu að sigrar hans era engin tilviljun. Liðið í heild hefur hert sóknina jafnt og þétt, með þeim árangri að það hefur vissulega möguleika á að standa yfir höfuðsvörðum allra 1. deildarliðanna, hér í borg. En það er rétt að minna á að Þróttur leikur í II. deild. Þjálf- ari Þróttar er Simonyi Gabor. hinn ungverski. Þó hann sé fyrst og fremst kunnur hér á landi sem frjálsíþróttaþjálfari, er hann stór- velmenntaður alhliða íþróttaþjálf- ari. Til hans má m. a. og kannske fyrst og fremst rekja þær ótví- ræðu framfarir, sem orðið hafa hjá Þrótti sem knattspymufélagi. í liði Þróttar era svo sem að líkum lætur margir snjallir liðs- menn, meðal þeirra má nefna Axel Axelsson, sem er nú einn okkar snjöllustu útherja, mjög leikinn og fljótur svo af ber. Inn- herjinn Jens Karlsson hörkuskot- harður og vinnusamur miög. Miðframvörðurinn Jón Björgvins- son sérlega duglegur og ósérhlif- inn og markvörðurinn Guttormur, sem hefur átt ágæta leiki það sem af er. En liðið í heild er furðu vel samstætt og leikglatt. Skotharka framherjanna er ótvíræð og eng- inn minnimáttarkennd gagnvart því að skjóta til marksins, þó af alllöngu færi sé. Fyrir þessum nýja vaxtarbroddi reykviskrar knattspymu hafa „gömlu félögin mátt láta í minni pokann, hvert af öðru, eða slefa jafntefli. Hvort II. deildarlið Þróttar verður Reykjavíkurmeistari innan skamms eður ei^stendur og fellur með Val, "sem á við hann úrslita leikinn. í því sambandi er rétt að minna á að í fyrri umferðinni varð jafntefli milli þessara aðila, en jafntefli nægir Val að vísu til endanlegs sigurs. EB Kosningaskrifstofur Reykjavfk Kosningaskrifstofan er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, símar 15020, 16724. Opin kl. 10—22 (kl. 10—10). I Vesturfand Aðalskrifstofan er í Félagsheimili Alþýðu- fiokksins, Vesturgötu 53, Akranesi, sími 716. Skrifstofan er opin kl. 10—19 (kl. 10—7). NorðvesturSand Aðalskrifstofan er í Borgarkaffi, Siglufirði, sími 302. Skrifstofan er opin kl. 17—19 (kL 5—7). Norðausturland Aðalskrifstofan er að Sírandgötu 9, Akureyri, sími 1399. Skrifstofan er opin kl. 10—22 (kL 10—10). SuSuriand Aðalskrifstofan fyrir Suðurlandsundirlendíð er að Grænuvöllum 2, Selfossi, sími 273. Skrifstofan er opin kl. 20—22 (kl. 8—10). — Skrifstofa flokksins í Vestmannaeyjum er að Drekastíg 24, sími 490 og er opin kl. 20—22 (kl. 8—10). Reykjanes Aðalskrifstofa kjördæmisins er í Alþýðuhus- inu, Hafnarfirði, sími .50499. Skrifstofan er opin kl. 14—19 og 20—22 (kl. 2—7 og 8—10).’^ Svæðisskrifstofan fyrir Keflavík og Suðurnes er að Hringbraut 99, Keflavík, sími 1940 (92-1940). Opin kl. 17—22 (kl. 5—10). . I Kópavogi er flokksskrifstofan í Alþýðuhús- inu, Auðbrekku 50, sími 38130. Opin kl. 14—19 (2—7) og 20—22 (kl. 8—10). Aðalskrifstofur flokksins eru í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu símar 15020, 16724, opnar kl. 10—22. Flokksmenn eru beðnir að hafa samhand við starfsfólk þeirra um allt er lýtur að kosning- unum. Fiokksfólk um land allt er beðið að hafa sem bezt samband við flokksskrifstofur sínar og veita þeim allt það lið sem unnt er. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Kosntng- utan kjörstaða er hafin. Kosið' er hjá hreppstjór- um, sýslumönnum, bæjarfógetum og borgarfógetanum í Reykjavík. en kjörstaður hans er í Melaskólanum og er op- inn kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Kjósendum ber að Itjósa þar sem lögheimili þeirra var 1. des. 1962. Þeir, sem ekki geta kosið þar á kjördegi, verða að kjósa utankjörstaðakosningu fyrir þann tíma. Kjósendur, sem staddir eru erlendis, geta kosið á skrifstofum íslenzkra sendiÆlltrúa. Listi Alþýðuflokksins er A-LISTI ALÞÝÐUBLAÐIO — 15. maí 1963

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.