Alþýðublaðið - 21.05.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Síða 9
nær sem er reiðubúnir að leggja blessun sína yfir hina erlendu ofbeldisstefnu. Ófeigur Ofeigssen læknir talaði næstur. Hann kvaðst um skeið hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. Þó hefði hann aldrei sótt nema einn fund í Verði, félagi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Hann kvaðst hafa gengið úr Sjálfstæðisflokknum og til fylgis v:ð Alþýðuflokkinn vegna þess, að hann teldi Alþýðuflokkinn bezt hæfan íslenzkra stjórnmálaflokka til forustu í þjóðmálum. Margir beztu og gáf- uðustu menn landsins tværu í forustu Al- þýðuflokksins og Alþýðuflokkurinn væri það sanngjarn, að hann væri ivel til forustu fallinn. Eggert G. Þorsteinsson talaði síðastur af frambjóðendum A-listans. Hann sagði að hér í Reykjavík stæði baráttan milli Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Framsókn legði höfuðáherzlu á að fella mann fyrir Alþýðufiokknum í Reykjavík en ef stjómin ætti að halda velli mætti slíkt ekki koma fyrir. Eggert sagði, að stjómar- andstaðan svif ist einskis í áróðri sínum. Og eignaði sér jafnvel þau mál, er alþjóð vissi, að Alþýðuflokkurinn hefði komið fram und- anfarið svo sem launajafnréttismál karla og kvenna. En Eggert sagði, að það mál tryggði verkakonum 20 millj. kr. kauphækk un á þessu ári. Eggert sagði, að Alþýðuflokk urinn hefði í tíð núverandi stjómar komið fram end- urbótum í húsnæðismál- um, tryggingamálum og mörgum fleiri málum. Hann minnti á, að ríkis- stjóm Alþýðuflokksins hefði haft frumkvæði að því 1959 að lög um samn- , ingsrétt opinberra starfs- manna yrðu endurskoðuð en sú endurskoð- un hefði leitt til þess að opinberir starfs- menn hlytu samningsrétt. < v mmi ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 21. maí 1963 <$

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.