Alþýðublaðið - 21.05.1963, Side 10

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Side 10
Iþróttafréttir í stuttu máli RHstjóri: ÖRN EIÐSSON Hið sigursæla lið Vals, sem vann Reykjavíkurmeistaratit- ilinn í knattspyrnu 1963. — Fremri röð frá vinstri: Ormar Skeggjason, fyrirliði, Arni Njálsson, Björgvin Hermanns- son, Þorsteinn Friðþjófsson, El- ías Hergeirsson. Aftari röð frá vinstri: Bergsveinn Alfonsson, Björn Júlíusson, Hans Guð- mundsson, Steingrimur Dag- bjartsson, Bergsteinn Magnús- son,r Hermann Gunnarsson, Geir Guðmundsson, þjálfari og Ægir Ferdinandsson form. Knattspyrnudeildar Vals. Á myndina vantar tvo menn, sem léku með í mótinu, þá Matthi- as Hjartarson og Guðmimd Ögmundsson. Ljósm. J. Vilberg, Uní helgina setti Tamara Press, nýtt rússneskt met í kringlukasti kvenna, hún kastaði 59,29 m. ' Svíinn Haglund hefur sett Norðurlandamet í kringlukasti, — hann kastaði 56,26 m. Gamla met- ið átti Finninn Repo, 56,03 m. Jazy setti franskt met í 1000 m. lilaupi um helgina, 2,19,1 mín. JÚGÓSLAVÍA VANN USA Um þessar mundir stendur yfir heimsmeistarakeppni í körfu- knattleik í Rio de Janeiro í Brazi- líu. Mótið átti upphaflega að fara fram í Manila á Filippseyjum, en þar sem júgóslavneska liðið fékk ekki vegabréfsáritun þangað, var hætt við að halda mótið þar. Litlar fréttir hafa borizt af mót inu, en þau óvæntu úrslit urðu í leik USA og Júgóslavíu, að þeir sfðarnefndu sigruðu með 75:73! Við munum skýra nánar frá mót- ihu síðar. Reykjavíkurmót I. fl. í knattspyrnu Keppni í Reykjavíkurmóti 1. fl. hófst 27. apríl sl. og stendur enn yfir. Þegar hafa farið fram 8 leik- ir, en 2 eru eftir. Úrslit þeirra leikja, sem þegar hafa farið fram eru þessi: Fram-Víkingur 4:0 KR-Þróttur 5:2 KR-Valur 2:0 Þróttur-Fram 0:2 Víkingur-KR 0:5 Valur-Þróttur 2:1 Þau félög, sem enn hafa ekki lokið leikjum sínum eru: Fram-KR — og V alur-V íkingur, en þeir leikir fara fram 25. þ.m. Þá hefjast leikir Reykjavíkur- mótsins í 2. fl. A og B, 3. fl. A og B, 4. fl. A og B og 5. fl. A, B og C, öll sama daginn eða 8. júní, sem er laugardagur. VALUR SIGRAÐI ÞRÓTT ÖRUGGLEGA 3-0 OG VARÐ: Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu 1963 Hér er Árni Njálsson, bakvörður Vals tolleraður að leik loknum. MLD sigri sínum yfir Þrótti í Reykjavíkurmótinu á sunnudags- kvöldið, tryggði Valur sér endan- legan sigur í mótinu. Hlaut Valur alls 10 stig, en Þróttur, sem er næstur eða nr. 2, 7 stig. Leikurinn i heild var all kapps- fullur, svo sem vera bar, þar eð var um úrslitalelk að ræða. þó (æpast eins spennandi og búizt /ar við. Réði þar mestu um, að Þróttur náði sér aldrei verulega á strik, svo sem í hinum fyrri leikj um sínum í mótinu. Hin sterka vörn Vals gerði hinar skothörðu .,kanónur“ Þróttar í framlínunni, sem svo oft hafa ógnað motherj- unum, í fyrri leikjum móísins og gert þeim gamanið grátt með lang skotum sínum, næsta óvirkar og framverðir Vals, Ormar og Fiías, réðu yfirleitt mestu á miðju vall- arins. Framlína Þróttar var aldrei Jhættuleg Vals-markinu, nema úr hornspyrnum, en þær fékk Þrótt ur nokkrar og voru þær y.’Irleitt framkvæmdar mjög vél, sérstak- lega sýndi Axel Axelsson mikla ■ snilli í framkvæmd þeirra. ★ Valur skorar. Öll mörkin, 3 að tölu, voru skor í fyrri hálfleik. Það fyrsta kom, er 20 mín. voru liðnar af leiknum. Alfonsson, hinn ungi og ört vaxandi framherji Vals gerði það. Markið bar að með þeim hætti, að Guttormur, maik- vörður Þróttar, hafði varið frek- laust skot, en í stað þess að varpa þegar frá sér knetíiir.im, sló hann honum niður, svo að sem sótti að honum, tókst að krækja knettinum frá honum og senda í markið. Hér var vel að verki staðið hjá Berg- sveini, en ekki að sama skapi hjá Guttormi, sem yfirleitt hefur svnt ágæta markvörzlu í mótinu. Rum- um 7 mín. síðar kom svo annað markið, en það gerði Hans. mið- herji. Laumaði knettinum inn úr þvögu. Loks rétt fyrir hlé eða á siðustu mín., skoraði svo Hennann, útherji, þriðja markið, sem kom eftir ágætan samleik, sem átti ypp tök sín hjá Ormari á miðju vall- arins með sendingu til Berg- steins, útherja, sem síðan lét knöttinn ganga viðstöðulaust til Bergsveins, er aftur lyfti honurn yfir til Hermanns, er skaut þegar í stað og skoraði glæsilega og ó- verjandi. Eins og fyrr segir, voru það fyrst og fremst hornspyniurnar frá Þrótti, sem ógnuðu eitthvað i Vals-markinu. Þrívegis í röð bjarg I aði Björgvin af miklu snarræði með yiírslætti úr slíkri aðstöðu, auk þess, sem hann hirti fleirl hornspymur á markteigi. ★ Síðari hálflc’kur. Á fyrstu fimm mín. áttu Þrótt arar tvö góð upphlaup, það íyrra endaði í skoti í annað markhorn- ið niður við jörð, en Árni var þar fyrir og bjargaði örugglega og í annan stað átti Haukur, mið- herji, fallegt skot úr scndingu frá Jens, þar sem hann sneiddi knöttinn fagurlega að markinu, en aðeins framhjá. í þessum hálf- leik átti Valur gegn vindi að sækja, en þrátt fyrir það, þo fram verðirnir réðu mestu um miðju vallarins og framlínan væri meira og minna í sókn meginh'uta leiks Framhald á 12. síðu. Bergsveinn skoraði 1000. mark mfl. Vals í LEIK Vals og Þróttar í Rvíkurmótinu á suimu-' dagskvöldið, var 1000. mark Vals í meistaraflokki skor- að. Það var hinn ungi og efnilegi framherji, Berg- sveinn Alfonsson, sem markið gerði. Það var fyrsta mark leiksins, sem var 1000 markið. 21. maí 1963 — AIÞÝÐU5LAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.