Alþýðublaðið - 28.05.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 28.05.1963, Side 2
£í!í5ÖOXM2DímiCI) gnitjörsr: Giáll J. Asiþórssor (áfe) bB Benedlkt Gröndal.—AOstoBarrltstJórl IQOrgvin GuCmundsspn - Fréttastjórl: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar: M 909 — 14 302 — 14 903. AuglýsLngasíml: 14 906 — Aösetur: AlþýðuhúsiO Pren:smiöja Ai>ýöublaBs)ns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 4 mánufii. 1 lausasulu kr. 4 00 eint Dtgefandi: Alþýöuflokkurinn FALSANIR TÍMANS HALDA ÁFRAM TÍMINN >er ekki af baki dottinn. Það er ekki fyrr búið að reka ofan í hann ble'kkingarnar um landhelgismálið en blaðið byrjar að rangfæra og falsa atriði í öðru máli. SI. sunnudag birtir Tíminn , forsíðufrétt um það, að Bretar vilji nú komast inn , í fiskiðnað okkar íslendinga. Þessu „til staðfesting ar“ birtir Tíminn mynd af frétt úr Manchester Guardian en svo illa tekst til, að fréttin úr hinu er- i lenda blaði leiðir, í ljós, að Tíminn hefur hér enn einu sinni gerzt sekur um fölsun. í Manchester Guardian segir, að á fiskveiðiráðstefnunni, er Bret- ar hafa boðað til í haust eigi að ræða um fiskveiði- fakmöik EFTA ríkja, gagnkvæm löndunarréttindi aðildarríkja EFTA og réttindi til reksturs fiskiðju- vera í ríkjum EFTA. En þegar Tíminn fer að þýða fréttina segir blaðið, að ræða eigi „réttindi innan fiskveiðmarka annarra ríkja11 og í fyrirsögn Tím- : ams segir: „Bretar vilja nú komast inn í fiskiðnað- : inn okkar”. Þannig gerir Tíminn sér lítið fyrir og ; gerir ísland að aðila EFTA, fríverzlunarsvæðis sjö- , ríkjanna til þess að geta haldið því fram, að Bretar vilji nú komast inn í fiskiðnað okkar íslendinga! * I. Tíminn leikur hér nákvæmlega sarna leikinn og | í landhelgismálinu. Framsóknarmenn eru uppvísir ; að því í sambandi við landhelgismálið að hafa birt , fréttaskeyti, sem þeir vissu að hafði ekki við rök að styðjast, þar eð blaðamenn Tímans höfðu sam- I feand við utanríkisráðuneytið áðux en fréttaskeyt- j ið var birt. Nú er jafnvel gengið enn lengra, þar eð birt er röng þýðing á erlendri frétt til þess að betur henti áróðri Framsóknarmanna. Er augljóst, að Framsóknarmenn ætla nú að hefja sams konar áróðursherferð í Efnahagsbandalagsmálinu og þeir íhafa rekið í landhelgismálinu og þeir hyggjast hyggja hina nýju herferð á blekkingum og rang- færslum eins og hina fyrri. UTBOÐ INNFLYTJENDUR Seljið viðskiptavinum yðar Rúmenska skó sem til ei-u fyrirliggjandi I miklu úrvali fyrir alla ald- ursflokka, tækifæri og árs- tíðir. — Karlmannaskór og sandalar, mjúkir handsaumaðir. — Með leður- eða gúmmísólum. — Gæðaskór karla og kvenna, saumaðir eftir Goodyear-kerfinu úr úrvaíshúðum. — Kvenskór og sandalar af ballerínugerð. Álímdur, sveigjan- legur sóli úr leðri eða gúmmú. — Sveigjanlegir karlmanna* og kvenskór og sandalar með gúmmísólum. — Barnaskór með sveigjanlegum, saumuðum sóla. Bjartir litir, mikið úrval, stærðir 20-38. — Vinnustígvél með gúmmí- eða leðursólum. . Skrifið eftir upplýsingum og tilboðum til ROMAN OEXPORT ‘ * “1 * 4, Piata Rosetti — Bucharest, Rumania. Símnefni: ROMANOEXPORT — Bucharest. HANNES Á Tilboð óskast í að byggja verzlunar- og skrif- stofuhús að Hafnargötu 62 í Keflavík. Uppdrátta og útboðslýsingu má vitja á skrif- stofu Kaupfélags Suðurnesja Faxabrau1r27 og Teiknistofu SÍS, Hringbraut 119, Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Kaupfélag Suðurnesja. tM LEIÐ og Svavar Gests Iiæítir vetrarstaifinu, en síðasti þáttur hans var á sunnudagskrölj, vil ég færa honum þakkir fyrir á- nægjulegar kvöldstundir í vetur. Mér er kunnugt um það, að þáttur hans hefur verið vinsælasta út- varpsefnið — og fæstir hafa viljað missa af því, enda setið heima og hætt við að fara út þegar hann hefur haft sinn þátt. Maður gagnrýnir og finnur að ýmsu, en ekki er síður ástæða að geta þess, sem vel er gert. Þættir Svavars hafa verið léttir og leikandi og létt á þann hátt dagskránni, sem hefur lengi verið of þung. Útvarpið verð- ur að tryggja sér þennan fjörmikla- stjórnanda og fimdvísa skeinmli- mann fyrir næstu vetrardagsbrá. VERKAMAÐUR SKRIFAR: ,.Á hverjum vinnudegi fara þúsundir manna um hádegið í mat og úr mat — fara heim til að boroa há- degisverð og síðan aftur á vinnu- stað. Þannig er þetta og hefur verið alla tíð hjá okkur íslending- ym. Við erum ekki ennþá farnir að átta okkur á, að slíkt fyrirkomu lag á ekki við — borgar 6ig ekki fyrir neinn — og er með öllu tu cil . MARGIR ERU FARNIR að sjá þetta og eru þegar, sem betur fer, nokkuð margir farnir að hafa með sér matarpakka og ýmis stórfyrir- tæki og stofnanir hafa komið upp mötuneytum fyrir starfsfólkið. En betur má ef duga skal. Eflaust 'er að mikið fé og mikla fyrirhöfh mætti spara, ef almennt yrði lát- ið af þessum sið — að fara heim um hádegið, oft og tíðum bókstaf lega gleypa í sig og svo af stað aftur. Myndi ekki aðeins sparast fé, heldur væri þetta miklu betra fyrir fólkið sjálft. \ ÞÁ ÞARF ÞAÐ EKKI að hendast á milli, oft langar leiðir, og gæti komið fyrr úr vinnu en' clía., Mat- arpakki um hádegið riiyndi leysa + Svavar Gests er hættur. + Þakkir fyrir marga ánægjulega stund. 1 * Úr mat og í mat. Bréf úr Heimunum um sóðaskap og hirðuleysl. mikinn vanda. Einnig myndi nýr siður — hætta að fara heim í mat um hádegið — verða til þess að fjeíri matpölus^aðir yrðu starf- ræktir víðsvegar um bæinn.“ PÉTUR í IIEIMUNUM skrifar: „Beztu þakkir fyrir aila þættina þína um fegrun og betri um- ígengni í borginni okkar. Þar hafa oft verið orð í tíma töluð. Nýtt hverfi liefur á skömmum ííma r:s- ið upp inn í Heimunum. Að mörgu leyti er hér um að ræða beztu skilyrði fyrir ’’búa borgarinnar. Þó mættl betur fara eftirfarandi: NOKKRAR GÓÐAR verzlanir hfa verið staðsettar 1 miðju hverf- inu, fiskibúð. Heimakjör, Jónskjör, Sólheimabúðin, efnalaug og svo að sjálfsögðu Mjólkursamsalan með sína mjólkurbúð. Sóðaskapiu inn í kringum þessar búðir er íyrir neðan allar hellur, auk þess sem ómögulegt er að komast þangaS án þess að skemma meira eða minna góða skó. Þetta stafar af því að það er mestmegnis smátt eggjagrjót og ofaníburður í kringum búðjmar og þ. h. Væri nú ekki mögulegt að verzlanirnar tækju sig saman og létu steypa eða ma'bika plan fyrir framan allar búðirnar í einu.? I Á HÆÐINNI MILLI STÓRU Framtakshúsanna eru 15-20 sorp- tunnur og allar auðvitað loklausar. Dæmalaust er að borgarlæknir skuli leyfa að börn leiki sór að því að róta í þessu sorpi, svo ef einhver stormur er, fýkur allt drasl upp úr tunnunum og mjólkurhyrnur og annar úrgangur fyllir alla bletti, sem margir íbúanna eru að reyna að halda hreinum. VIÐ HÉR KÖFUM margsinnis kvartað yfir þessum ófögnuði, en nú eins og svo oft áður mega þín ráð máske bæta úr þessu. Þú ert Vesturbæingur og ættir að líta hingað til okkar og sjá með eigin augum baslið hérna, því með mjög litlum tilkostnaðí mætti kippa þessu í lag öllum til ánægju.“ Toppgrindur Mjög ódýrar toppgrindur — aðeins kr. 600,00. 21-salan Skipholti 21, sími 12915. £ 28. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.