Alþýðublaðið - 31.05.1963, Qupperneq 3
92,4% landsmanna
höfðu rafmagn ’61
92,4 AF HUNBRAÐI landsmanna
höfðu rafmagn árið 1961, segir í
skýrslu um rafmagnsmál, sem
blaðinu hefur borizt frá Kaforku-
málastjóra. Tölurnar líta þannig
út: af 180.058 íbúum landsins
liöfðu 166.396 rafmagn. Af þessum
fjölda höfðu 161.096 manns cða
Aðalfundur
Sjálfsbjargar
FIMMTI aðalfundur Sjálfsbjarg-
ar, Landssambands fatlaðra verð-
ur settur í Skátahe^milinu í
Reykjavík í dag klukkan 1.30. —
Fundinn sitja um 40 fulltrúar frá
10 fálagsdeildum. í dag verða
fiuttar skýrslur stjórnrar, frarn-
kvæmdastjóra, sambandsfélaganna
og fleira. Einnig verða framsögu-
ræður um atvinnumál, félagsmál
og farartækjamál. Ráðgert er að
fundurinn standi í þrjá daga.
89,5% rafmagn frá almennings-
veitum, en 5.300 eða 2,9% rafmagn
frá einkastöðvum, t. d. á sveita-
bæjum. Af þessum tölum sést, að
13.662 manns hefur vantað raf-
magn 1961 eða 7,6% landsmanna.
Þess' ber að geta í þessu sam-
bandi, að íbúatölur í rafvæddum
sveitum eru áætlaðar.
Langmestur hluti landsmanna
hafði rafmagn frá rafveitum bæj-
ar og sveitafélaga eða 73,1% alls
131.653 manns. Langflesta við-
skiptavini hafði Rafveita Reykja-
víkur, alls 83.653 manns eða 46,2%.
Af þessu voru 73.388 í Reykjavík
sjálfri, en auk þess sér hún fyrir
rafmagni í Kópavog, Seltjarnar-
n,es, Garðatún og Álafoss, auk
j þess sem 884 manns í nærliggj-
! andi sveitum fá rafmagn frá Raf-
j veitunni.
Flesta viðskipavini utan Reykja
I víkur hefur Ráfveita Akureyrar,
I 8957 manns (5%), þá kemur Hafn
| arfjörður með 7793 manns (4,3%)
og síðan Keflavík, Vestmaunaeyj-
ar og Akranes.
Héraðsrafmagnsveitur ríkisins
súu á þessum tíma 29.443 manns
(16,4%) fyrir rafmagni. Austur-
landsveita nær yfir stærst svæði,
allt norðan frá Bakkafirði og suð
ur á Djúpavog, auk sveita, og hef-
ur flesta viðskiptavini, 5622 tals-
ins (3,1%). Næst kemur Eyjafjarð
arveita með 3803 manns (2,1%)
og svo koma í röð Vestfjarðaveita,
Snæfellsnesveita, Rangárveita, Ár
nesveita og Húnaveita, sem allar
eru mjög svipaðar að stærð með
1,3% af rafmagnsnotendum.
HEIMILISN OTKUN.
Sala rafmagns til heimilisnot-
kunar er mjög mismunandi rnikil
hjá hinum ýmsu rafveitum og verð
rafmagnsins enn margbreytilegra.
Það kemur í ljós í skýrslu Raf
orkumálastjóra, að mest heimilis-
notkun rafmagns árið 1961 hefur
verið á svæði Árnesveitu 1090 kíló
wattstundir á mann, næst mest
hjá Þingeyjarveitu, 1050 kwst. og
í BorgarfjarðarveiX/U 1010 ktwst.
Aðrar héraðsveitur voru með
miklu lægri tölu og kemur Stranda
veita næst með 880 kwst.
Hjá bæjaveitum var notkunin
mest ó Reyðarfirði, 971 kwst., þá
Siglufjörður með 965 kwst. Akur
eyri með 848 kwst. og Eyrarbakki
með 835'kwst. Reykjavík kemur
15. í röðinni af 22 bæja- og sveita-
rafveitum með 634 kwst. á íbúa,
sem er rúmur þriðjungur af öilu
rafmagni, sem Rafveita Reykja-
víkur seldi það ár.
Minnst var heimilisnotkim hjá
Dalaveitu, 370 kwst. á íbúa, en í
bæjum var notkunin minnst á Pat
reksfirði, 487 kwst.
RIISIJÓRASKIPTI
VIÐ ARBEIDERBLADET
AÐALRITSTJORI Arbeider-
bladet í Osló, Olav Larsen, læt
ur nú af því starfi. Hann hefur
verið ábyrgðarmaður blaðsins
og ritstjóri þess sl. 14 ár og er
nú 69 ára að aldri.
Eftirmaður hans hefur ver-
ið ráðinn, Reidar Hirsti, blaða
maður, sem nú er 38 ára að
aldri. Ritstjóraslciptin fara fram
1. júní. Hirsti hefur staríaö við
blaðið síðan hann lét af for-
mennsku í æskulýðssamtökum
norska Verkamannaflokksins
1958.
Á myndinni sjást (talið frá
vinstri): Olav Larsen, Reidar
Hirsti og Martin Trammel, sem
setið hefur í miðstjórn Verka-
mannaflokksins síðan 1918, en
víkur nú þaðan fyrir aldursakir.
TEL AVIV: Tveir borgarar
Ísraelsríkis, Hanna Haas og
Abraham Lizzmann, hafa kært
Franz-Josef Strauss, fyrrver-
andi landvarnaráðherra Vest-
ur-Þýzkalands, og Globke, nú
verandi ráðuneytisstjóra í
forsætisráðuneytinu, og aðra
fyrir lögreglunni í Tel Aviv
og kref jast þess, að þeir verði.
ið
Sumarsýning í
Ásgrimssðfni
NÝLEGA VAR opnuð sumarsýn-
ing í Ásgrímssafni. í vinnustofu !
Ásgríms Jónssonar eru sýndar j
olíumyndir, en á heimili hans
vatnslitamyndir.
Þessi sýning er méð líku sniði
og aðrar sýningar safnsins að
sumri til, en þá hefur verið leit-
ast við að gefa sem gleggst yfir-
lit yfir listþróun Ásgríms í rúm-
lega hálfa öld og sýnd sem marg-
þættust viðfangsefni. Eru þá m. j
a. hafðir f huga erlendir gestir,
sem safnið 6koða.
í Ásgrfmssafni verða iil rölu
kort af nokkrum listaverkum safns
ins, m. a. litkort af Heklu- og Þing-
vallamynd. Einnig kort af þjöð-
sagnateikningum. Gefið hefur ver
ið út lítið upplýsingarit um lista-
manninn og safn hans.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 1,30--4. Að-
gangur ókeypis.
í júlí og ágúst verður safnið op-
ið alla daga, nema laugardaga á
sama tíma.
dæmdir samkvæmt ísraelsk-
um lögum um nazista og sam-
um, sem beitt var við Eich-
mann. Strauss, sem nú dvelst
í ísrael, er sakaður um afbrot
gegn stríðsföngum, gyðing-
um og öðrum, í fangabúðum
hjá Scongau í Bæjaralandi í
síðasta stríði.
30. maí 1963
DACCA: Það er enn of snemmt
að $egja nokkuð ákveðið um af-
leiðingar fellibyls þess, er gekk
yfir strönd Austur-Pakistan
við Bengalflóa á miðvikudag,
en sennilegt er talið, að rúm-
lega 500 manns hafi týnt lífi,
að því er landsstjórinn þar,
Abdul Nomen Khan sagði í
dag. Þúsundur manna hafa orð-
ið heimilislausar í bænum
Chittagong og sennilega hef-
ur tjónið orðið enn meira.
VATIKANTÐ: Heilsa Jóhannes-
ar páfa 23. hefur batnað mikið
og blæðingar úr magaæxlinu
hafa stanzað, að því er upplýst
er í Vatikaninu í dag. Hefur sú
læknismeðferð, sem páfinn
hefur hJotið, borið góðan árang
ur. Læknir hans. Signor Gas-
barrini, fór í dag heim til sin
til Bologna, og er það talið góðs
viti.
KAUPMANNAHÖFN: Stjórn-
arandstöðuflokkarnir, vinstri
og ihaldsmenn, ákváðu í dag að
heirata að þjóðaratkvæði fari
fram um frumvarp ríkisstjóm-
arinnar um jarðnæði. Er búizt
við, að atkvæðagreiðslan fari
fram 25. júní nk. Þau fjögur
frumvörp, sem stjórnarand-
staðan krefst þjóðaratkvæðis
um, em lög um forkaupsrétt
ríkisins og forkaupsrétt bæjar-
félaga, heimilisskyldu fyrir
bændur og herðingu ákvæða
um náttúruvernd. Síðastnefndu
lögin fjalla um, að ríkið skuli
ekki greiða uppbætur vegna
friðunar. Sennilega verður
greitt atkvæði um öll fjögur
frumvörpin í einu.
BERLÍN: Mótmælendakirkjan
í Austur-Þýzkalandi hefur gef-
út yfirlvsingu í tíu atriðum
um afstöðu sína til austur-
þýzku stjómarinnar. Þar segir
m. a.', að virða beri vald ríkis-
ins — svo framarlega, sem það
brjóti ekki í berhögg við sann-
leikann. Yfirlvsingin, sem til
varð á ráðstefnu austur-þýzku
kirknanna í Austur-Berlín í
marz sl., hefur nú verið birt í
Vestur-Berlín.
í yfirlýsingunni segir m. a.,
að kirkjunni beri að upplýsa
stjórnarvöldin um sannJeikann,
jafnvel þó að hún Joinni að
þurfa að þjást fvrir það. Það
mundi yera óhlvðni við guð að
þeaja um misnotkun valda og
hlýða mönnum fremur en guði.
Ennfremur, að það væri óhlýðni
að gangast undir liugmynda-
kerfi, sem þykist vera fullkom-
ið, og þannig láta hafa áhrif á
sig siðakerfi, sem þiónaði viss-
um, óguðlegum sjónarmiðum.
NAIROBI: Yomu Kenyatta,
hinn nýi forsætisráðherra Ke-
nya, tilkynnti í dag, að hann
hefði hinn nýja ráðherralista
sinn tilbúinn. Hann mun sjálf-
ur verða ábyrgur fyrir land-
vörnum, utanríkismálum og
innanríkismálum.
WASHINGTON: Starfsmaður
Bandaríkjastjórnar skýrði frá
þvi í dag, að stjórn Equador
hefði vísað á bug tilmælumi
Bandaríkjastjómar um, að af-
hentir skyldu þegar í stað tveir
amerískir fiskibátar, sem floti
Equador tók um síðustu helgi.
STOKKHÓLMI: Dick Helander
biskup hefur gert skaðabóta-
kröfu á hendur sænska rikinu
og því fólki, sem hann telur
hafa haft afskipti af málum
gegn sér. Segir Aftonbladet, að
skaðabótakröfurnar nemi hálfri
milljón sænskra króna.
VORMÓT í
HELGADAL
SKATAFELAGIÐ Hraunbúar held
ur hið árlega vormót sitt í Helga-
dal nú um Hvítasunnuna. Mótið
verður sett laugardaginn 1. júní
og verður slitið hinn 3. júni, á
annan í Hvítasunnu.
16 skátafélög víðsvegar af land-
inu hafa boðað þátttöku sína í
þessu móti og eru líkur til að um
700 skátar sæki mót þetta.
Á mótinu verða iðkaðar ýmsar
skátaíþróttir, farið í gönguferðir,
og varðeldar verða á laugardags-
og sunnudagskvöld.
Á hvítasunnudag klukkan 11 f.h.
verður guðsþjónusta, síra Bragi
Friðriksson prédikar.
Mótsstjóri verður Marinó Jó-
hannsson, dagskrár- og varðelda-
I stjóri Rúnar Brynjólfsson, tjald-
I búðastjórar Albert Kristinsson,
i Hafsteinn Óskarsson og Jónína
Gunnarsdóttir. Lögreglustjórar
j mótsins verða þeir Birgir Dag-
Ibjartsson og Snorri Magnússon.
| Ferðir á mótið verða frá Hraun-
byrgi (skátaheimilinu í Hafnar-
firði) á föstudagskvöld klukkan 8
og 9 og laugardag klukkan 9 ár-
degis og 1,30 síðdegis.
Á hvítasunnúdag verða ferðir
frá Hraunbyrgi fyrir ylfinga og
i ljósálfa kl. 9 árdegis og klukkan
1,30 verða sætaferðir frá Álfafelli
fyrir gesti, sem vilja heimsækja
mótið .og til baka klulíkan 6 síð-
degis og aftur um kvöldið að lokn-
um varðeldi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. maí 1963 J: