Alþýðublaðið - 31.05.1963, Síða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
E.O.P. - MOT-
ÍÐ 1963
ENDA þótt Frjálsíþróttadeild ÍR
sé á móti „landskeppni” KR eða
réttara sagt EÓP-mótinu í þeirri
mynd, sem Frjálsíþróttadeild KR
hugðist bezt geta framkvæmt það
til minningar um Erlend heitinn
Péturson á 70' ára fæðingardegi
hans, þá mun mótið engu að síður
fara fram 12. og 13. júní með
sömu keppnisgreinum og áður hef
ur verið auglýst.
Að sjálfsögðu harmar KR það,
að ÍR skuli eitt allra félaga í land-
inu vilja skerast úr leik og þann-
ig koma í veg fyrir, að allir beztu
frjálsiþróttamenn landsbyggðar-
innar fái tækifæri til að taka þátt
f stigakeppni, sem hefði getað orð-
ið hvorttveggja í senn: góður und-
irbúningur fyrir væntanlega lands-
2. sundmet
Sundmeistaramóti íslands
lank í gærkvöldi. Sett voru
tvö íslandsmet, í 100 m. flug-
( sundi Guðmundur Gíslason
1.05,7 (gamla metið var 1.08,4
frá 1061) og í 200 m. fjór-
sundi kvenna Hrafnhildur
Guðmundsd. 2.53,5, en í
þeirri grein hafði ekki verið
keppt áður. Guðmundur
Gíslason hlaut Pálsbikarinn
fj'rir bezta afrek mótsins
Nánari frásögn á morgun.
keppni við Dani og skemmtileg og
spennandi nýbreytni fyrir áhorf-
endur.
Samkvæmt yfirlýsingu Frjáls-
íþróttadeildar ÍR hefur ÍR sem
sagt ekki áhuga fyrir slíkri keppni
— heldur áhuga fyrir einhliða
stigakeppni milli KR og ÍR. Þar
með hefur ÍR sett KR stólinn fyr-
ir dyrnar og neytt félagið til þess
að útiloka öll önnur félög en ÍR
og KR frá tvísýnni stigaKeppni.
Og jafnvel þótt KR þyki það leitt,
að ÍR skuli alls ekki vilja félags-
skap annara félaga, þá vill Frjáls-
íþróttadeild KR þó reyna að
bjarga því, sem bjargað verður —
og mun því hkki skorast undan
því að heyja stigakeppni við ÍR.
Á hinn bóginn væntir KR þess
að ÍR sé ekki einnig á móti því að
hugsanlegir keppendur annarra fé-
laga fái að taka þátt í mótinu ut-
an stigakeppninnar — og biður
því alla þá, sem áhuga hafa á þátt-
töku að senda þátttökutilkynning-
ar til Gunnars Sigurðssonar á
Skrifstofu Sameinaða, Tryggva-
götu 29, Reykjavík, fyrir 6. júní
n. k. Mun KR að sjálfsögðu leitast
við að láta þátttöku þeirra ekki
hafa nein áhrif á stigakeppni KR
og ÍR t. d. á þann hátt, að þeir
keppi 1 sérriðlum í a. m. k. 100,
200 og 400 m. hlaupi, 110 og 400
m. grindahlaupi og boðhlaupun-
um þar sem brautir eru afmarkað-
ar fyrir fjóra, o. s. frv.
ÍA - VALUR
Á MORGUNl
Á MORGUN Icika í 1. deild
íslandsmótsins Akranes og
Valur. Leikurinn fer fram á
Akranesi og hefst kl. 18.00.
Leikur þessi verður án efa
spennandL Þessi lið hafa enn
sem komið er ekki tapað
leik í 1. deild í ár. Akurnes-
ingar eru alltaf mjög harðir
f horn að taka á heima-velli:
Hafa þeir ekki tapað heima
nema einu sinni síðan 1.
deildarkeppnin varð tvöföld,
þ. e. Ieikið heima og heiman.
Valsmenn hafa enn ekki tap-
að leik á keppnistímabilinu,
þeir eru nýorðnir Reykja-
víkurmeistarar og eru an-
nálaðir fyrir góða og líflega
framlínu. Engu skal spáð nm
úrslit leiksins en hitt er víst,
að hann verður tvísýnn og
spennandi. í fyrra skildu fé-
lögin jöfn uppi á Akranesi,
1-1.
IMMMWtlWWMWMMMWMWV
Að öðru leyti sér KR ekki á-
stæðu til að fjölyrða frekar um
„rök” ÍR fyrir þessari afstöðu
sinni, en vill geta þess, að á fundi
með fréttariturum blaða og út-
varps fyrir viku, virtust allir eða
flestallir hrifnir af hinni fyrst-
nefndu hugmynd um skipulag
keppninnar.
Þá væntir KR þess, að ÍR veitist
auðveldara að velja sitt eigið lið
en þá íþróttamenn annarra félaga,
sem hefðu getað styrkt ÍR-inga,
enda þótt vitanlega sé ekki við
annað að miða en afrek á þessu
ári og sl. ári (sem ÍR taldi ill-
framkvæmanlegt í sinni yfirlýs-
ingu). Væri æskilegt að ÍR sendi
KR skrá yfir liðsmenn sína fyrir
6. júní n. k. svo unnt verði að
ganga frá leikskrá í tæka tið.
Þrátt fyrir þessa breytingu, sem
ÍR hefur knúð fram, mun Frjáls-
íþróttadeild KR gera allt, sem í
hennar valdi stendur til þess að
mótið verði vel skipulagt, en um
spenning stigakeppninnar getur
deildin þó ekkert fullyrt þar sem
reynslan ein fær úr því skorið
hvort ÍR verður sterkara eða veik-
arra félaga í landinu.
ara félaga í landinu.
(Frá Frjálsíþróttadeild KR:)
n
31. maí 1963
tcf’ H: .1:
ALÞYÐUBLAÐIÐ
^YZKA atvinnumannaliðið HOL-
TEIN—KIEL kemur hingað u. k.
sunnudag í boði knattspymufél.
FRAM. Heimsókn þessi er liður í
afmælishátíðahöldum FRAM, sem
er eins og kunnugt er 55 ára á
þessu ári. Hefur FRAM áður efnt
til afmælisleiks í knattspyrnu og
léku þá FRAM og KR „old boys”
lið FRAM og VALS. Einnig mun
FRAM hafa í hyggju að efna til
afmælisleiks í handknattleik og
innanhússmóts í knattspyrnu í
haust.
STERKT ATVINNU-
MANNALH)
HOLSTEIN—KIEL er eitt af betri
og þekktari félögum Þýzkalands.
Það leikur í norður-deildinni, en
þar leika m. a. félög eins og Ham-
borg SV., Bremen o. £1. Liðið varð
Holstein-Kiel leikur 4 leiki
FRAM - KR
í KVÖLD
SÍÐASTI leikur Reykjavík-
urmótsins í knattspyrnu fer
fram í kvöld. Mætast þar
FRAM og KR. Leikur þessi
hefur að vísu enga þýðingu
fyrir úrslit mótsins, þar sem
þau eru þegar fengin. Hins
vegar gefur þessi leikur fé-
lögunum kærkomið tækifæri
til þess að reyna nýja menn
og að færa menn til í stöðum.
Heyrst hefur að bæði félög-
in muni mæta með mjög
breytt Iið frá því sem verið
hefur og skapar það á viss-
an hátt möguleika fyrir
skemmtilegan leik. Leikur-
inn fer fram á Melavellinum
og hefst kl. 20.30.
nr. 4 í ár. Það hefur verið Þýzka-
landsmeistari, 6 sinnum Norður-
þýzkur meistari og 2svar bikar-
meistari. Þá hafa áhugamenn fé-
lagsins einnig getið sér góðan orð-
stír á seinni árum, urðu t. d.
Þýzkalandsmeistarar árið 1961.
Hingað koma 17 leikmenn og eru
þeir allir atvinnumenn og eru í
þeim hóp 5 þeirra leikmanna,-er
urðu áhugameistarar 1961.
Holstein—Kiel er eins og áður
segir þekkt íþróttafélag og hefur
á stefnuskrá sinni auk knatt-
spyrnu aörar íþróttir svo sem
handknattleik, frjálsar íþróttir,
hnefaleika og tennis. Félagið lauk
fyrir tveim árum byggingu nýs fé-
lagssvæðis og rúmar leikvangur
þeirra 30 þús. manns. Með tilkomu
þessa nýja svæðis hefur aðstaða
félagsmanna til íþróttaiðkana
mjög batnað og það hefur hleypt
nýju lífi í félagsstarfið.
Af þeim 17 leikmönnum, er
hingað koma, eru eftirtaldir 6 á-
litnír vera þeir beztu:
’ Franz Moeck markvörður. Hann
er talinn mjög snjall og sérstak-
lega góður milli stanganna enda
er viðbragðsflýtir hans talinn ó-
trúlegur.
Gúnter Taws, miðframvörður. -
Mjög traustur leikmaður. Lék 5
leiki með þýzka áhugamannalands
liðinu, áður en hann gerðist at-
vinnumaður.
Gerd Koll, útherji. Hann var
markhæstur í norðurdeildinni
j þýzku 1961—62. Hann var þá mark
hærri en hinn heimskunni mið-
framherji þýzka landsliðsins Uwe
Seeler, sem leikur með Hamborg
SV.
Fritz Boyens, miðherji. Ungur,
efnilegur leikmaður, sem hefur
leikið 6 sinnum með unglingalands
liðinu.
Manfred Greif, miðherji og inn-
herji. Hefur leikið í B-landsliði og
7 sinnum í norður-þýzkum úrvals
liðum.
Horst Martinsen, innherji. Hef-
ur leikið í áhugamannalandslið-
inu og er talinn mjög snjall og
skemmtilegur leikmaður.
LEIKUR 4 LEIKI
HOLSTEIN-KIEL mun leika hér-
lendis 4 leiki. Hinn fyrsta gegn
KR, bikarmeisturum 1962. Fer
sá ieikur fram nk. mánudagskvöld
kl. 8.30 e. h. miðvikud. 5. júní
leika Þjóðverjarnir svo við gest-
gjafa sína FRAM, íslandsmeistar-
’ ana 1962. Þriðji leikurinn er svo
j gegn Akureyringum þann 7. júni.
j Fjórði og síðasti leikurinn verður
j svo 10. júní og mæta Þjóðverj-
arnir þá úrvali SV-lands, sem
landsliðsnefnd KSÍ velur. Forsala
aðgöngumiða hefst á morgun eftir
Framhald á 12. síðu.
Garpar fil
Svíþjóðar
F. MOECK MARKVÖRÐUR HOL STEIN-KIEL
i IIEIMSÓKN fjögurra heimskunnra
frjálsíþróttagarpa til Svíþjóðar nú
í sumar hefur vakið mikla eftir-
tekt og eftirvæntingu þeirra, sem
: frjálsíþróttum unna þar í landi,
j segir sænska íþróttabláðið nýlega.
I Allir hafa kappar þessir farið
þess á leit við frjálsíþróttasam-
bandið að það sjái um keppnir
fyrir þá, og eru samningar í full-
um gangi um þetta.
Meðal þessara eru tveir olymp-
íumeistarar og heimsmethafar,
þeir: Harold Connally, sem er
kennari í Finnlandi nú og met-
liafi í sleggjúkasti og Otis Davis
methafi á Olympíuleikunum í Róm
1960 í 400 m. hlaupi svo og heims
methafi. Hann ætlar að dvelja
að minnsta kosti um mánaðar-
tíma í Svíþjóö og taka þátt í eins
mörgum keppnum og hann getur.
Þá er Seraphino Antao til-
nefndur sem gestur, en sá er
snjallastur hlaupari og hraðskreið
astur íalinn, með Kenyabúum. —
Hann vill ólmur fá tækifæri til
að þreyta sprett við Norðurlanda-
búana með þátttöku í mörgum
mótum. Loks er talin Yang Chuan
Kwang, Formósubúi, heimsins
mesti undramaður á sviði tug-
þrautarinnar, og heimsmeistari í
þeirri erfiðu grein. En auk þess
er hann einn af allra snjöllustu
stangarstökkvurum veraldar í dag.
Þá hefur Sven Strömberg, sem
dvalið hefur undanfarið í Banda-
ríkjimum verið boðinn heim til
Svíþjóðar og hefur hann látið í
ljós mikinn áhuga á að þiggja
boðið, en vill auk þess fá tæki-
færi til að ferðast víðar um Evr-
ópu, og keppa. Þess er að vænta,
segir íþróttablaðið, að úr heim-
sókn þessara snjöllu garpa geti
orðið, svo og annarra ágætra í-
þróttamanna, sem rætt hefur ver-
ið um að bjóða. Meiningin er. að
fyrsta keppnin fari þá fram, þann,
9. júlí n. k. í Stokkhólmi.