Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 1
var horfinn ísafrrði, 22. júní UM SÍÐUSTU helgi fóru nokkrir sjálfboðaliðar frá ísafirði tii að eftirlíta skipsbrotsmannaskýli Slysavarnafélagsins í Höfn í Hornvik. Ætlunin var að eftirlíta einnig önnur skýli á Ströndum, en af því gat ekki orðið vegna óhag- stæðs veðurs. Á undanförnum árurn hafa verið mikil brögð að.því, að stolið hafi verið fatnaði og vistum úr skips- brotsmannaskýlunum þarna norð- ur frá, jafnframt framin skemmd- arverk á skýlunum sjálfum. í skýlinu í Höfn var nú t. d. bú- ið að stela svo til öllum vistunum, sem þar áttu að vera, en þar voru sex stórir matarkassar með fjöl- breyttum, niðursoðnum matvæl- um, sígarettum og súkkulaði o. fl., sem sjóhröktum mönnum má að gagni koma. í ljós kom, að búið var að fara í alla kassana, mest allur maturinn vr horfinn, allt súkkulaðið farið og búið að stela öllum sígarettunum. Kassarnir voru úr pappa, og höfðu þjófamir opnað þá svo snyrtilega, að ekki var unnt að sjá, að við þeim hefði verið hreyft fyrr en farið var að flytja þá tilj en það var gert áður en byrjað var að mála skýlið að innan. Þá kom í ljós, að kassarnir höfðu verið skornir upp og flest- ir tæmdir algjörlega. Nokkrar tómar niðursuðudósir fundust umhverfis skýlið, einnig kom í ljós, að töluvert af tómum Framh. á 14. síðu KR 3 - ÍBK 2 í GÆRKVÖLDI fór fram á Laug- ardalsvcllinum leikur í I. deild Áttust við KR og Keflavík. KR vann 3:2. í hálfleik var staðan 2:2. Þetta eru þau Liz Tavlor og Richard Burton. Ilér eru þau að horfa á hnefaleika 6 Wembley-leikvanginum i London, en á pallinum berj- ast þeir Cassius Clay og Henry Cooper. Þetta var ein- hver blóðugasta hnefaleika- keppni, sem háð hefur verið, og varð að stöðva leikinn í fimmtu lotu þar eð Cooper hafði hlotið mikið sár og sá ekkert fyrir blóðlækjum, sem runnu um andlit hans. Þetta virðist þó ekki hafa haft á- hrif á Liz, því hún brosir sínu fegursta. Burton er þó hálf hrelldur yfir ósköp- unum. Konur 25-60 ára geta fengið ókeypis rannsókn: A næsta ári mun Krabbameinsfé lag íslands hefja umfangsmikla leit að legkrabbameini. Verður byrjað í Reyltjavík og er reiknað með að könnunin þar taki tvö til þrjú ár, en síðan verður hafit handa um rannsókn á konum annars staðar á Iandinu. Blaðið fékk þessar upplýsingar hjá próf. Níels Dungal í gær, er hann ræddi við blaðamenn vegna fundar Norræna krabbameinssam- bandsins. Að því standa krabba- meinsfélög á Norðurlöndum og eru fundir þess haldnir árlega, til ,'skiptis í hinum fimm löndum. Sl. ár var fundurinn haldinn í Hels- ■ ingfors en verður næsta ár í Stokk hólmi. 12 fulltrúar Á fundiun þessum mæta forset- ar og ritarar Krabbameinsfélag- anna ásamt sérfræðingum í krabba meinsrannsóknum Fundurinn hófst í fyrrakvöld og lýkur í kvöld. Full- trúar eru: Frá íslandi: próf. Níels Dungar dr. med., Friðrik Einareson og ungfrú Halldóra Thoroddsen. Frá Danmörku: dr.Charles Jacob- sen, próf., formaður danska krabba meinsfélagsins, þróf. dr. med. E. Meulengraclit, fyrrv. formaður danska krabbameinsfélagsins og T. Cramer. Frá Finnlandi: próf. dr. med. S. Mustacallio, formaður finnska krabbameinsfélagsins , og N. Voipio. Frá Noregi: dr. med. Framhald á 13. síðu. Átti oð lenda í Bretlandi en fannst í Hollandi HANN hefur gert mörgum flugstjórnarmönnum víða um heim gramt í geði, og ugglaust bætt mörgum gráuin hárum í liöfuð þeirra. Hann heitir Stig Englund, er sænskur og hefur það að atvinnu að ferja flug- vélar á milli Bandarikjanna og meginlandsins. Fyrir nokkru síðan var hann á einni slíkri „reisu”, og ienti þá á Keflavíkurflugvelli. Eng- inn vissi raunverulega um ferðir hans fyrr en vélin lenti á flugvellinum, enda hafði hann enga flugáætlun gert. Þennan sama leik hafði hann endurtekið skömmu áður, en lenti þá á Reykjavíkurflugvelli. í gær olli hann vandræðum á nýjan leik. Hann átti að ferja vél frá Kanada til Bretlands. Hann lagði af stað frá Kanada snemma í gærmorgun, og klukkan 10 var farið að óttast um hann. Flugturninn á Shan- non fékk skeyti frá honum, sem eitthvað var brenglað, og kvaðst hann vcra að lenda ó einhverjum tanga. Voru þegar sendar úr fyrir- spurnir, sein meðal annars hár- ust til flugsíjórnarmanna í Reykjavík. Var beðið um 'að svipast yrði um eftir honum, og þá sérstaklega að athuga hvort hann liafði lent á ein- hverjum flugvelli. Var farið að Á hnefa- leika- keppni ÞAÐ kannast flestir við þessi St®lif£ úr skipbrotsmannaskýli: matur hjú. Samband þeirra hefur nú enn kornizt í hámæli, þar sem þau liafa skýrt frá þvi, að þau hafi í hyggju að gifíast innan skamms. Þá var stór- myndin „Cleopatra” frum- sýnd fyrir nokkrum dögum, cn þar léku þau tvö aðalhlut- verkin. 44. árg. — S>ri3judagur 25. júní 1963 — 134. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.