Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 2
snnjörar: Guli 4. Asipörssoe (áb? o» benedlkt Gröndal.—AOstoOarrltstJón Etfðrgvln GnCmundssen - Fréttastjórl: Slgvaldl Hjálmarsson. — Bimar: £3800 — 14 >0i — 14 903. Atiglýslngasíml: 14 908 — AOsetur: AlþýOuhúslO. ~ Prenamlöja A^ýOublaÐsms. Hverflsgötu 8-10 — AskrUtargjald kr. 65.00 0 aAnutW. T lALsasölu kr. * 00 elnt. UtgefandJL- AlþýOuflokkurlmi SJÖUNDA KLÍKAN .ÞAÐ FÓR að vonum eftir kosningamar, að all ( :tr flokkar þóttust hafa sigrað. Ein undantekning var 'þó til að sanna regluna. Þjóðvarnarflokkurinn stærði sig lítið af frammistöðu sinni og er nú I varla hægt að segja, að nókkur maður spyrji um . hann. t Þegar þjóðvamarhreyfingin hófst fyrir rúm- lega áratug, var andstaða við kommúnista eitt höf ( uðeinkenni hennar. Þeir onenn, sem 'hófu baráttu fyrir þjóðlegri hlutleysisstefnu, gerðu með sér ný j samtök af þeirri ástæðu einni, að þeir gætu ekki étt samleið með kommúnistum, sem þá þegar börð ; ust fyrir hlutleysi. Má því segja að tilvemréttur ; hins nýja flokks hafi byggzt á andstöðu hans við j 'kommúnismann. Síðustu ár hafa verið umbrot mikil í Þjóðvam ■arflokknum. Hefur aðalllega verið deiilt um þetta ; imeginatriði, og þeir forustumenn flokksins, sem tskildu póiitíska þýðingu andstöðunnar við komm- únista, hafa hrakizt úr flokknum eða úr starfi fyr ! ir hann hver af öðmm. I Það var dapurlegur endir fyrir þjóðvamar- j hreyfínguna, að sárafáir menn skyldu á miðstjórn- arfundi geta samþykkt kosningabandalag við (kommúnista. Árangurinn hefur orðið sá, að sjálf- stæðri tilveru flokksins virðist lokið. Gils Guð- mundsson er að vísu þingmaður, en kjörinn með j atkivæðum kommúnista og undir þeirra forustu. .Er engin ástæða 'til, aið hann geti markað stefnu óháða kommúnistum frekar en Hannibal Valdimarsson 'hefur getað það. Gils hefur verið lokaður inni í pólitíska fangelsinu, þar sem Hanni , feal situr. Það styrkir mjög tak kommúnista á Gils, að j ekki er ástæða til að ætla, að hann hafi fært listum Alþýðubandalagsins nema sárafá atkvæði. Um Ie:ð og hann gekk í faðm kommanna, hafa hinir fyrri kjósendur Þjóðvarnarflokksins kosið Frarn- sókn. Virðast þeir treysta því, að Framsókn verði utan stjórnár sem lengst, því hún verður að gall- hörðurn natóflokk jafnskjótt og hún kemst í stjórn. Til skamms tíma hafa klíkurnar innan Alþýðu handalagsins verið taldar sex, að SÍA-mönnum með töldum. Ef Gils verður röskur, getur hann unnið sig upp í að teljast sjöunda klíkan innan þessara furðulegu stj ómmálasamtaka, keppt við hinar og aukið þannig styrk þeirra. Er það íurða, þótt blaðið Frjáls þjóð grípi til lítið hálmstrá norðan ur landi og skrifi efst á for- síðu um NÝJAN FLOKK, sem á að vera „heil- steypíur flokkur á fyllilega Iýðræðislegum grund- velli“? Mál og menning Ný féiagsbók Á árinu 1963 grefur Mál og menning út þessar bækur handa félagrsmönnum sín- um fyrir aðeins 350 króna árgjald. Tímarit Máls og menningar, fimm hefti. — Bergsteinn Jónsson: Mannkyns- saga 1648—1786. — Þýdd skáldsaga: The Fiowers of Hiro- shima eftir Editu Morris. — Myndiist: Goya. MANNKYNS- SAGA 1648-1789 eftir BERGSTEIN JÖNSSON. Mannkynssaga Máls og menningar er braut- ryðjendaverk í íslenzkum sagnfræðibók- menntum og hefur hlotið almennar vinsæld- ir. — Með þessari bók eru komin út f jögur bindi. — Bókin er 480 blaðsíður með mörg- um myndum. Félagsmenn f Reykjavík eru beðnir aö vitja foókarinnar í BókabúÖ Máls og menningar, Laugavegi 18. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18 HANNESAHORN 3HS I ic Fólk spyr um rök fyrir dómi. | I ic Ekki f samræmi við siðgæðisvitund aimennings. 1 ic Fordæmið ætti að vera aðalatriðið. I \ ic Hvers vegna hefur regiugerð um Hallveigarstaði verið breytt? | NÝLEGA FÉLL DÓMUR í und irrétti yfir ungum pilti, sem ók bifreið réttindalaus, reyndist hafa ekið á of mikium hraða og varð fyrir þeirri hræðilegu ógæfu að verða aldraðri konu að bana. Ég hef orðið var við það, að dómurinn hefur vakið mikið umtal og fólk getur ekki skilið hversu vægur hann var. Málið mun að líkindum fara til hæstaréttar, hver svo sem úrslitin verða þar. DÓMUIUNN VAR á þá leið, að pilt urinn skyldi greiða fimm þúsund krónur í sekt, vera sviptur rétt- indum til ökuleyfis í hálft annað ár, reiknað frá þeim tíma, er hann ætti að fá réttindi að öllu eðlilegu og auk þess skyldi hann greiða all an málskostnað. Almenningur skil- ur ekki hvað dómurinn er vægur, og enginn vafi er á því, að hann er samkvæmt lögum. Lögin eru svona mild þegar unglingar eiga í lilut. UNDRUN OG SPURNINGAR al- mennings stafa af því ,að hann var ekki í neinu samræmi við siðgæðis hugmyndir fólks. Fimm þúsund króna sekt — leyfissvipting i hálft annað ár, akstur án nokkurra rétt- inda, sök á banaslysi, — Allt cr þetta svo augljóst að fólk spyr og spyr. Hvað svo r,em sektum við- kemur þá virðist það vera sjálfsagt frá siðferðislegu sjónarmiði, og einnig ef haft er í huga, fordæmið að pilturinn hefði ekki átt að lá réttindi í áratug. LÍFIÐ VERÐUR EKKI bætt ckki er héðan af hægt að bæta slyúð, en það er lexían fyrir aðra, sem verður að vega þyngst. Hins vegar er um ungling að ræða. Hann v. rð ist þó hafa verið sakhæfur að áiiti dómarans, en æska hans ræður á- reiðanlega úrslitum, að minnsta kosti fullyrða lögfræðingar, sem ég hef spurt, að svo sé. — en ef lögin eru svona mild, þarf þá ekki að breyta þeim? KONA SKRIFAR: „Nú er loks- ins kominn skriður á Hallveigar- staði, en satt bezt að segja hefur bygging þessa kvennahúss verið hálfgert vandræðamál í marga ára tugi. Blöð og útvarp hafa skýrt frá því, að reglugerð um húsið hafi verið breytt. Áður var svo ráð fyrir gert að þar gæti orðið heimili fyrir námsmeyjar utan af landi og aðrar konur, sem hingað leituðu, án þess að hafa hér búsetu. NÚ ER BÚIÐ að breyta þessu og álít ég það miklu verra. Ég þekki ýmis dæmi til þess að stúlkur utan af landi( sem sækja skóla hér, eru í vandræðum meö að fá húsnæði. Maður skyldi þó ælla að til dæmis ættingjar, gætu skotið yfir þær skjólshúsi, en svo er ekki. Ég þekki þrjár stúlkur, sem lenlu í miklum vandræðum út af þessu. Það hefði verið íilhlýðilegt að hið nýja kvennaheimili gæti bætt úr þessu. Hvers vegna var hlutverki Hallveigarstaða breytt?" Bannes á horninu. [JMAR ALLA JÖLSKYLDUNA ínnið YÐUR [ODEL 1963 wlw^RIÖBNSSQN 4 CO Sími 24204 K m ortv . DFvmiVlt? 2 25. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.