Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 15
maður hafi haft hom í síðu hennar. Hún var ákaflega blíð- lynd kona, vildi alltaf gera öll- um til hæfis. Hún var að eðlis- fari verulega góð og elsku- leg“. Þetta var í fyrsta sinn, sem hin kuldalega og einbeitta rödd hennar bilaði ofurlítið. Poirot kinkaði kolU góðlátlega. Japp sagði: „Niðurstaðan verður þá þetta: Frú Allen hefur verið í góðu skapi upp á síðkastið, hún átti ekki í neinum fjárhagserf- iðleikum, hún var heitbundin og hamingjusöm með tilvon- andi eiginmanni sínum. Hún hafði ekki minnstu ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Er þetta ekki rétt?“ Það varð örstutt þögn áður en Jane Plenderleith svaraði: „Jú“. Japp reis á fætur. „Afsakið mig, ég þarf að segja eitt orð við Jameson lög regluforingja". Hann gekk út úr stofunni. Hercule Poirot varð einn eft ir með ungfrú Planderleith. 3. KAFLI Það var þögn í örfáar min- útur. Janne Plenterleith scndi litla manninum snöggt rann- sakandi augnaráð, en upp frá því starði hún beint framund- an sér, án þess að mæla orð. Þrátt fyrir það lýsti vitneskjan um nærveru hans sér í lítils- háttar órólegri vöðvaþenslu. Hún sat hreyfingarlaus, en þó ekki með slaka vöðva. Þegar Poirot að lokum rauf þögnina, var líkast því sem henni létti við það eitt að heyra rödd hans. Með þægilegum hvers- dagsróm lagði hann fyrir hana spumingu. „Hvenær kveiktuð þér upp eldinn, ungfrú?“ „Eldinn?“. Hún var lágróma og eins og ofurlítið utan við sig. „Ó, jafnskjótt og ég kom heim í morgun“. „Áður en þér fóruð upp eða seinna?" „Áður". „Nújá. Já, auðvitað . . . Og var búið að leggja í — eða þurftuð þér að gera það?“ „Það var búið að leggja í. Ég þurfti ekki annað en bera eldspýtu að“. Það kenndi ofurlítillar ó?ol- inmæði í röddinni. Hún hafði ' hann nauðsýnilega grunaðan um að vera einungis að halda uppi samræðum. Vera má að svo hafi einmitt verið. Að minnsta kosti hélt hann áfram í rólegum samræðutón. „En hún vinkona yðar — ég tók eftir því að í hennar her- bergi var aðeins gasofn?“ Jane Plenderleith svaraði um hugsunarlaust. „Þetta er eina kolaeldstæðið hjá okkur — alls staðar ann- ars aðeins gasofnar". „Og þið eldið aðeins við gas?“. „Ég held að það geri allir nú á tímum". „Satt er það. Það er mikln meiri vinnusparnaður“. Svo lognuðust þessar litlu samræður út af. Jane Plender- leith tifaði með fætinum í gólf ið. Svo sagði hún snögglegar „Þessi maður — Japp lög- regluyfirforingi — er hann tal- inn fær maður?" „Hann er mjög skýr. Já, hann er mikils metinn. Hann er ó- trauður í starfi og vandvirkur og mjög fátt fer framhjá hon- um”. „Mig furðar á ... “ muldraði stúlkan. Poirot gaf henni gætur. Á augu hans sló sterkum græn- um blæ í eldbjarmanum. Hann spurðí rólega: „Dauði vinkonu yðar var mik ið áfall fyrir yður?" „Hræðilegt". Agatha Ghristie Hún mælti þetta af skyndi- legri hreinskilni. „Þér hafið ekki átt þess neina von — nei?“ „Nei, alls ekki“. „Svo að yður hefur fundizt fyrst, ef til vill, að það væri óhugsandi — það gæti ekki átt sér stað?“ gluggann og einhver hefði rétt fyrir yður“. „En hafi það verið morð, þá hefur líka verið eitthvert til- efni. Er yður kunnugt um nokk urt tilefni, ungfrú?" Hún hristi höfuðið hægt. Og þó, þrátt fyrir neitun hennar, gat Poirot þó ekki losnað við það hugboð, að Jane Plender- leith leyndi vísvitandi ein- hverri vitneskju. Dyrnar opnuð ust og Japp gekk inn. Poirot reis á fætur. „Ég var að geta þess til við ungfrú Plenderleith", sagði hann, að dauði vinkonu hennar stafaði ekki af sjálfsmorði". Japp virtist snöggvast verða hálfruglaður. Hann leit ásak- andi á Poirot. „Það er víst fullsnemmt að fullyrða nokkuð", mælti hann. „Við hljótum alltaf að taka aíla möguleika til yfirvegunar, éíris og þér skiljið. Það er allt og sumt, sem gefur tilefni til þéss að halda það, eins og sak ir standa“. Jane Plenderleith svaraði hóg látlega: „Ég skil“. Jáþþ gekk til hennar. „Jæja, ungfru' Plenderleith hafið þér nokkum tíma séð þetta áður?" Hann rétti fram hendina og í lófa hans lá lítill sporbaugs- laga hlutur úr dökkum glerung. Jane Plenderleith hristi höf uðið. „Nei, aldrei“. „Eigið þið það hvorug, þér eða frú Allen?“ ' irNei. Konur hera ekkl venju lega slíka hluti, er ekki svo?“ „Jæja, svo að þér sjáið hvað það er?“ .,. „Nú, það er sæmilega aug- ljóst, er það ekki? Það er hálf ur karlmanns-ermahnappur." ^"7.- FJÓRÐI KAFLI \,JVfér þykir þessi ungi kven maður nokkuð mikill á lofti“, sagði Japp í kvörtunartón. Þéir voru báðir komnir einu sinni enn inn í svefnherbergi frú Allen. Líkámi hennar hafði verið ljósmyndaður og fluttur . í -burtu, fingrafaramaðurinn hafði lokið starfi sínu og far- inn sína leið. ,,Það væri óráðlegt að koma fram við hana eins og kjána. Hún er mjög fjarri því að vera kjáni. Sarínleikurinn er sá, að hún er alveg sérstaklega greind og 'yel gefin stúlka". „Haldið þér að hún hafi gert það?“ spurði Jaþp með skyndi legum vonarneista. „Hún gæti hafa gert það, eins og þér vit ið. Við verðum að líta á fjar- verusönnun hennar. Einhver deila út af þessum unga manni — þessum nýbakaða þing- manni. Mér finnst hún full beiskyrð um hann Það er eitt- hvað grunsamlégt Ekki ólíkt því, að hún hefði sjálf litið hann hýru áuga og hann hefði vísað henni á bug. Hún er ein af þeim, sem myndi losa sig við hvern sem væri, ef henni byði svo við að>horfa og fram kvæma það róleg og með full- úm sönsum. Já, það er bezt að athuga þá fjarverusönnun. Hún.hafði hana alveg klappaða og klára, en þegar aUt kemur til alls er ekki' svo ákaflega langt. til Essex.. Nógar lestir. Eða hraðskreiður bíll. Það væri ómaksins vert að athuga, hvort hún hafi til dæmis fengið höf uðvéfk í gærkvöldi og farið að hátta.“ „Þér hafið rótt fyrir yður“, sagði Poirot. „Að minnsta kosti“, hélt Japp áfram, „leynir hún okk ur einhverju. Ha? Fannst yður þáð ékki líka? Hún veit eitt- hvað, sú stutta“. Poirot kinkaði kolli hugs- andi. .,,Já, það leyndi sér ekki“. „Það veldur alltaf erfiðleik- um ( svona málum“, sagði Japp. .yFólkið vill halda sér saman — slundum af hinum virðingarverðustu ástæðum". -„Sem naumast er hægt að áfellast það fyrir, vinur." the ‘e/egont’ C*tf DELUXE leisure chair Sélstólarnh fást í GEYSI. Þægilegir, fallegir, ódýrir. GEYSIR H F. Vesturgötu I. '1 ■ T TILBOÐ óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýnd- ar í Rauðarárporti þriðjudaginn 25. þ. m. kl, 1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrif stofu vorri kl. 5 saana dag. Sölunefnd varnarliðseigna. ÚTBOÐ Tilboð óskast í afgreiðslu og uppsetningu véla^ hluta, fyrir dráttarbraut í Stykkishóbni. ‘ Útboðsgögn eru afhent'f skrifstofu vorri, Rán- argötu 18. , Innkaupastofnun ríkisins. Auglýsingasíminn er 14906 — Ég hef leigt Palla og Jéttu brúðuhúsið mitt í sumar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júní 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.