Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 4
Sjötíu og fimm ara: í fyrra dvaldi ég tvo eða þrjá daga í Luxemburg. Þótt mér væri auðvitað Ijóst, að þar væri um að ræða eitt af minnstu ríkjum Evrópu, undraðist ég það engu að síður, er ég komst að raun um, að þar var enginn liáskóli. En þeir Luxcmborgarmenn, sem ég ræddi við, voru engu minna hissa á því, að hér á íslandi væri háskóli. En undrun mín minnkaði er jnér var líka tjáð, að pjóð- tunga þeirra Luxemborgarmanna væri ekki bókmál. Þeir tala eigin tungu eða mállýzku, en rita bæk- uir sínar og blöð á frönsku cða þýzku. Undir elíkum kringum- stæðum verður þjóðernisvitund með öðrum hætti en t.d. hjá okkur íslendingum. Sjálfstætt ís- land væri óhugsandi án íslenzks lááskóla. Á morgun verður sjötíu og fimm ára einn þeirra manna, sem hvað drýgstan þátt hefur átt í vexti og viðgangi hins hálfrar aldar gamla Háskóla íslands, Alexander Jóhannesson prófessor Um áratuga skeið var hann kenn ari í íslenzkri málfræði við heim- .spekideild og afkastamikill rit- höfundur í fræðigrein sinni. Fyrst og fremst mun Alexand- ers Jóhannessonar þó ávallt verða minnzt eem rektors háskól ans um margra ára skeið og for- ystumanns um byggingarmál og margháttaðar framkvæmdir. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að Háskóli íslands væri ekki í dag sú stofnun, sem hann er, ef for- ystuhæfileika og framkvæmda- semi Alexanders Jóhannessonar hefði ekki notið við. Ég var ráðinn til kennslu við háskólann haustið 1940, er tekin var upp kennsla í nýrri grein, viðskiptafræðum, en það hafði lengi verið sérstakt áhugamál Alexanderg Jóhannessonar. Ég var komungur og lengst af yngst ur kennara háskólans, fyrst i stað <£kki miklu eldri en margir stú- dentanna. Mér er ekki fullljóst, hvað mér kann að hafa tekizt að kenna nemendum mínum í há- skólanum. En hitt veit ég, hvað ég lærði þar. Og mér er fullljóst af hverjum ég lærði mest. Það var af Alexander Jóhannessyni. Ástæðan var ekki sú, að hann reyndi að kenna mér eða nokkr- um öðrum samstarfsmanna sinna. Skýringin var fólgin í hinu hvern ig hann var í viðkynningu og reyndist í raun. Góðvild hans í garð allra manna var einlæg, réttsýni hans var skörp, dugnað- SMURI BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30. Sfmi 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. pt'ófessor ur hans og ósérplægni einstök. Ég er ekki dómbær á vísinda- störf Alexanders Jóhannesson ir, en eftir langt og náið samstarf við hann þykist ég geta fullyrt, að hann er einn vammlausasti maður, sem ég hef kynnzt. Allir þeir, sem unna Háskóla íslands, munu ávallt þakka \lex- ander Jóhannessyni ómetanleg störf hans í þágu æðstu mennl a- stofnunar íslendinga. Gylfi Þ. Gíslason. ☆ EINN mestur höfðingi íslenzkra fræöa er hálf áttræður á morg- un. Meðal þeirra, sem leggja stund á norræn mólvísindi, er dr. Alexander heimskunnur mað- ur. En íslenzkri alþjóð er hann kunnur fyrir fleira. Dr. Alexan- der hefur verið fyrirferðar-mik- ill i íslenzku þjóðlífi undanfarna hálfa öld. Það eru, skiljanlega, einkum menntamálin, sem hann hefur lálið til sín taka. En sá vökuli ármaður hefur ekki látið sér það nægja. Gneistandi áhugi lians hefur komið víða við. Hann hefur verið forystumaður í flug- málum, byggingamálum, tíma- ritaútgáfu o. fl. o. fl. Alexander Jóhannesson er fæddur 15. júlí 1888 á Gili í Skagafirði. Foreldrar hans voru: Jóhannes sýslumaður Ólafsson Johnsens, prófasts á Stað á Reykjanesi, og kona lians Mar- grét Guðmundsdóttir Johnsens prófasts í Arnarbæli. Stúdent varð Alexander 1907, lauk meistaraprófi í þýzkum fræðum við Kaupmannahafnar- háskóla 1913, og doktorsprófi við háskólann í Halle í Þýzka- landi 1915. Sama ár verður hann aukakennari við Háskóla íslands, nýstofnaðan, og starfaði við þá menntastofnun óslitið unz liann lét af störfum fyrir aldurs sakir, fyrst sem dósent, síðan prófess- or, að sjálfsögðu í málvísindum. Nafn dr. Alexanders verður um aldur og ævi tengt Háskóla ís- lands. Hann var einn harðdugleg asti og þarfasti forystumaður stofnunarinnar um áratuga skeið, bæði í andlegum og hagrænum efnum. Háskólarektor var hann þrívegis: 1933—35, 1939—-42 og 1948—54, og löngum í háskóla- ráði. Fá munu þau velferðarmál Háskólans á þessu árabili vera, sem dr. Alexander hefur ekki komið eitthvað nærri, og afskipti hans voru aldrei neitt kálc; hann gekk jafnan að því með dæma- fárri snerpu og ósérhlífni að leysa þau verkefni, sem fyrir lágu hverju sinni. — Sem dæmi um forystu hans í málum Há- skólans má nefna, að hann var formaður bygginganefndar Há- skólans, atvinnudeildar H. í., íþróttahúss H. í. nýja stúdenta- garðsins (hafði áður verið, ásamt Luðvig Guðmundssyni forgöngu- maður að byggingu Gamla Garðs), formaður bygginganefnd- ar Þjóðminjasafns, félagsheimil- is stúdenta o. fl. í stjórn happ- drættis H. í. var hann og for- maður í mörg ár, og> í stjórn kvikmyndahússins. Öll hin mörgu trúnaðarstörf, sem dr. Alex- ander hafa verið falin um dag- ana, yrði til mikils of langt að telja upp í stuttri dagblaða- grein. Þó skal þess eins getið, að hann var formaður Þjóðhátíðar- nefndar lýðveldisstofnunar 1944.. Prófessor Alexander var einn af fyrstu forvígismönnum ís- lenzkra flugmála, og fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands frá stofnun 1928 til 1931, og skrifaði bók um þau mál. Honum hefur verið sýndur margvíslegur heiður bæði heima og erlendis. Ritverk dr. Alexanders eru legíó, og verða hér fáein talin. Flest lúta þau að málvísindum. Helzta verk hans má sennilega telja hina miklu orðmyndunar- orðabók hans, Islandisches Ety- mologisches Wörterbuch, sem kom fyrs út í Be'rn 1951. Hann byrjaði að draga saman efni í hana um 1930. Af öðrum ritum hans má telja: Frumnorræn málfræði, 1920; Grammatik der* urnordischen Runeninschriften, 1923; íslenzk tunga í fornöld 1923—24; Hugur og túnga, 1926; Die Suffixe in Islándischen 1928; Die medio geminata in Islándi- schen, 1932; Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni, 1943; Origin of language, 1949; Gestural origin of language, 1952; Some remarks of the ori- gin of the N-sound, 1954; og eru þá ótalin fjölmörg. — Fyrirlestra hefur dr. Alexander flutt við liá- skóla víðs vegar í Evrópu. Af þessari lausiegu upptaln- ingu má ráða hvílíkur feikna af- kastamaður dr. Alexander liefur verið, auk tímafrekra kennslu- starfa, sem hann rækti af mikilli kostgæfni. Má um hann segja með nokkrum rétti, að í engu er hann meðalmaður. Prófessor Alexander er kvænt ur Hebu Geirsdóttur Sæmunds- sonar vígslubiskups, friðri konu og höfðinglégri. Dr. Alexander verður minnis- stæður öllum þeim, aem hafa kynnzt honum, eigi hvað sízt okkur, nemendúm hans. Að hon- um sópar hvar sem hann fcr. Er fljótséð, að þar fer sannmennt- aður aristokrat. Við fyrstu kynni virðist mörgum sem af honum standi nokkur gustur, sem hverfur við lilýtt handtak og nánari kynni. Nemendum sínum var hann farsæll leiðtogi, af- skiptalítill, en hollur. Ætti ég að svara því hvað ein- kenndi Alexander Jóhannesson lielzt, þá mundi ég svara, að það væri birtan og heiðríkjan, sem | hvílir yfir svip hans, fratnkomu allri og persónu. Ekkert kjörorð sómdi lionum betur en vísa Háva- mála: Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heilyndi sitt, ð ef hafa náir, án við löst at lifa. Vér árnum prófessor Alaxander allra heilla. Ragnar ’ Jóhanuesson. DR. PHIL. ALEXANDER JÓHANNESSON. Sextugur: Svanbjörn Frímannsson bankastjóri í dag 14. júlí verður Svanbjörn Frímannsson bankastjóri sextug ur, og þótt útlit hans beri það ekki með sér, er þetta þó stað- reynd. Það er margt, sem kemur í huga manns á þessum tímamót um, enda af mörgu að taka, en hér verða ekki rituð nema fáein orð, til þess að flytja honum árnaðaróskir í tilefni afmælis- ins. Svanbjörn var ungur að aldri, er hann valdi sér bankastarf að atvinnu. Það hefur sífellt komið betur og betur í ljós, hversu heppilegt það var fyrir Lands- bankann, að verða aðnjótandi krafta hans, en hann hefir um nær þrjá áratugi verið starfs- maður bankans eða frá 21. marz 1936. Hann var enginn viðvaningur í ík^starfsbmi þeg;/- hann kom, því að liann hafði starfað hjá annarri bankastofnun í 15 ár, enda varð hann fljótlega aðalfé hirðir bankans og síðan aðalbók- ari og þá oft settur bankastjóri unz hann var ráðin nbankastjóri á árinu 1957. Það er erilsamt starf að vera bankastjóri Landsbankans. Það þarf meira til, en að annast hin daglegu viðtöl árdegis, sem flest ir viðskiptavinir bankans sækja, það þarf víðtæka þekkingu á at- vinnuv. þjóðarinnar, staðgóða ekkingu á fyrírtækjum og mönn um, og að geta metið hin fjöl mörgu erindi er berast banka- stjórninni en síðast en ekki sízt að hafa góða innsýn í bankastarf semi. Svanbjörn hefur alla þessa kosti til brunns að bera, því að hann hefur allra manna mesta reynslu í bankamálum, vinnu- þjarkur hinn mesti og geðprúður og samvizkusamur. Svanbjörn var formaður Viðskiptaráðs um skeið og þar komu mannkostir hans einna bezt í ijós, því að þetta var ákaflega viðkvæmt og vanda- samt starf, sem hánn leysti vel af hendi. Hér skulu ekki rakin frekar störf hans, en hann hefur gegnt fjölmörgum störfum bæði fyrir félög og hið opinbera, en þess skal aðeins getið, að hvarvetna hefur hann unnið starf sitt af hendi, með hinni mestu prýði. Frh. á 14. iiia. 4 14. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.