Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 5
 I dag verSa gefin saman í hjónaband Unr.ur Skúiadóttir S.Sc. og: Kristján Sigurjónsson stud. med. Þessi hjónabandstilkynning’ stenðor skrifnð í dagblöð- um baejarins í dag 12.júlíl963, en í gær voru hjónaefnin að mála íbúðina sína að Kjartans- götu 10. Blaóamaður frá Alþýðublað- inu taföi þau stundarkorn frá bústofnuninni og spurði þau um Iangar trúlofanir heimilisstofn un og hitt og þetta. Unnar og Krisján eru bekkj arsystkin frá því í menntaskóla, en þau urðu stúdentar frá Menntaskólanum , Reykjavík árið 1959. Unnur segist hafa^ ákveðið það í sjötta bekk, að hún vildi verða fiskifræðingur og hélt haustið eftir stúdents- próf til Glasgow til fjögurra ára fiskifræðinám, sem Iauk með lökaprófi á þessu vori. 18. ágúst sumarið 1960 opinber- uðu Unnur og Kristján trúlof- un sína, cn allt um það, hélt Unnur áfram fiskifr.náminu í Glasgow áfram og Kristján strit aði í læknisfræðinámi í Reykja vík. í dag eru þau að gifta sig, hún oröinn fiskifræðingur, hann ennþá læknastúdent með Iangt nám framundan. Þau horfa hvort á annað með alla heimsins hamingju í augnaráð- inu og segjast hafa trú á löng- um trúlofunum. Kannski væri skemmtilegast að vera alltaf trúlofuð, segir Unnur. Kannski er það rómantískara? — En hún bætir því við, að auðvitað hafi hún ekki reynslu af hjóna bandinu. Kristján segist aldrei hafa misst trúna á þessari trúlofun, þótt hann vissi, að Unnur væri ein í Glasgow og hann hérna heima. Hann segir, að ef löng trúlofun geti eklci haldijit, muni hjónabandið byggt á sandi og til einskis að leggja út í það. — Hvernig hugsaðir þú til þess, að Unnur færi til Glas- gow til árlangs náms þegar þið voruo trúlofuð? — Ég hugsaði margt. — Hugðsaðirðu margt? spyr Unnur undrandi. — Já, ég hugsaði, hvað það yrði gaman, þegar þú kæmir heim. — Hvenær komstu heim Unnur? — 27. júní. Var það ekki Kristján? — Og fóruð þið þá strax að gera íbúðinua í stand, — eða varstu byrjaður, Kristján? — Nei, við gátum það ekki, því að frúin sem leigði hérna er nýflutt. — En það var ákveðið, að þið giftuð ykkur strax og Unnur lyki námi? — Já, brúðkaupsdagurinn var ákveðinn fýrir ári, segir Kristján og brosir við unnustu sinni. Unnur hefur sérstaka til hneigingu til þess að ákvcða fram í tímann. — Hef ég það? — Þið eruð kannski, þegar bú in að ákveða, hvað þið ætlið að eiga mörg börn? — Tíu, segir Kristján. — Kannski nægja 7, segir Unnur. — Já, tíu eru bara grín, en. sjö .... segir Kristján. — Eruð þið sjálf úr stóruin systkinahópum? — Nei, við eigum bæði að- eins eitt systkin, og við erum sammála um, að börnin séu að minnsta kosti einu of lítið, — er það ekki segir Kristján við unnustuna. — Jú, — hún samþykkir það og jafnframt komast þau að samkomulagi um það, að kom ast megi að samkomulagi um barnaf jöldann síðar. — Varstu farin að safna í brúðarkistu, Unnur, fyrst þú hefur tiLhneigingu til að á- kveða fram í tímann? — Nei, ég hef engan tíma haft til þess, en ættingjar okk ar voru farnir að safna fyrir okkur. — En ertu núna búin að merkja fjörutíu handklæði fjörutíu uppþvottastykki fjör- tíu....... — Nei, nei, — handklæðin voru öll merkt fyrir mig í vél, — en mig langar til þess að hnýta mottur hérna á gólfin, og ég er búin að kaupa í þær. — Og þarna er Gyldendals kogebog? — Já, Kristján gaf mér hana einhverntíma í jólagjöf. Hann hefur líklega vonast til að fá einhverja rétti úr henni. — Heldurðu að hann fái það ekki? — Jú, hún er bráðmyndarleg í húsverkum, skýtur Kristján inn i. — Það eru þarna ágætis fisk réttir, segir Unnur. — Þú ert auðvitað sérfræðing ur í að sjóða fisk? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það, — en mér finnst alltof lítið gert úr fisk- inum hérna, — hann er yfir- leitt ekki matreiddur öðru vísi en annað hvort soi'.Vm eða steiktur á pönnu *í smjörlíki. En fiskur getur verið mesti herramannsmatur, ef hann er vel til reiddur, — og mér finnst hann betri en kjöt. — Það er augljóst, að fiski fræðingurinn kanu jajfn góð skil á dauðum fiskum og þeim sem synda í sjónum. — Þið hafið ljklega ekki mikið fé handa á milli til þess að kaupa ykkur húsgögn, þar sein þið eruð bæði námsfólk? — Ég á ekkert nema skuldir, segir Unnur, cn Kristján á allt af peninga. — Já, það er svo einkennilegt með það, segir Kristján og hlær — en svo verður hann alvar- legur og segir: En það byggist auðvitað á því, að ég hef haft fríit fæði og húsnæði hjá for- eldrum mínum. — Ilvernig húsgögn ætlið þið að fá ykkur? í hvaða stíl?' — Það er nú ekki mikið um að velja segja hjónaefnin. Við höfum gengið á milli liúsgagna verzlananna, en þær hafa allar upp á svipað að bjóða, teak og aftur teak. Okkur finnst of mik ið ag teaki. — En hafið þið komizt að samkomulagi um það, hvernig þið viljið hafa heimilið? — Já, við komumst að sam- komulagi um allt. — Nema hjónarúmið, segir Kristján og horfir áhyggjufull- ur á unnustuna. — Já, segir Unnur. Hjóna- rúmin sem fást hérna eru af- skapíega Ijót finnst mér. Ég vil hafa svo háan höfðagafl, að það sé hægt að sitja uppi í rúm inu, — en það er ekki auívelt að fá. Aftur á móti vil ég e»*ki hafa neinn fótagafl, — en það vill Kristján. — Við höfum það auðvitað eins og þú vilt, segir Kristján. — Nei, við getum farið mi!Ii veginn og haft svo lágan fóta gafl, að það megi breiða yfir hann, segir Unnur og þegar Kristján er búinn að lýsa yfir samþykki sínu heldur hann á- hyggjufjalliur áfram að setja handföng á skápana, en blaða- maðurinn sér, að tíminn líður, — og-tíminn er dýrmætur, því að þetta var síðasti dagurinn sem þau voru trúlofuð — f dag vcrða þau hjón. Hjónaefnin sögðust hafa trú á löngum trúlofunum. Við höf um trú á Iijónabandi þeirra. H. nemar í lönskólanum Iðnskólanum í Reykjavík va. skráðir nemendur heiðruðu skól- sagt upp hinn 1. júní 25 ára braut ann með nærveru sinni og færðu skólanum fyrirheit um gjöf. Skólastjóri rakti etarfsemi skól ans á liðnu skólaári, sem var hið 59. frá stofnun skólans. Alls voru 857 iðnnemar í 40 reglulegum bekkjardeildum skólans í vetur, en á undirbúnings- og sérgreina námskeiðum, sem haldin voru í septembermánuði, voru 347 nem endur í 21 deild. í sérstökum verk- legum námskeiðum og framhalds deildum voru 222 nemendur í 20 deildum. Voru sum námskeiðanna fyrir útlærða sveina, en önnur miðuð við þarfir iðníærlinga. Á árinu hóf Meistaraskólinn göngu sína og voru 52 nemendur í hönum í 2 deildum, en auk þess nokkrir, sem lögðu stund á fram- haldsstærðfræði til undirbúnings námi í byggingarfræðum erlendis. Brautskráðir nemendur hins al menna Iðnskóla voru 234. Hlutu 5 ágætiseinkunn, 129 I. einkunn, 80 II. einkunn og 20 III. einkunn. 36 stóðust ekki lokapróf. Hæstur þeirra, sem luku burt- fararprófi að þessu sinni var Egg ert Sigurðsson bókbindaranemi hjá „Bókfelli“. Hann hlaut 9.29 í að- einkunn og verðlaun skólans. — Auk þess hlaut hann 1. verðlaun Iðnnemafélagsins „Þráin" og bók bindaraverðlaun Guðmundar Gamalíelssonar. Þau verðlaun veit ast fyrir framúrskarandi árangur bókbindaranema á lokaprófi og eru heiðurspeningur með áletrun. — Iðnnemafélagið „Þráin“ stofnaði sjóð árið 1915 til þess að verðlauna þann nemanda Iðnskólans, sem beztum árangri næði á lokaprófi ár hvert. Sjóðurinn var kr. 285,87. skyldi verja kr. 10 af ársvöxtum sjóðsins til verðlaunanna, en þau skyldu vera úr gulli. Þegar vextir næðu 15. kr. og yfir, skyldi verja 5 kr. að auki til að veita 2. verð- laun, sem skyldu vera bókaverð laun. Auk verðlaunaupphæðarinn ar fylgir skrautritað heiðursskjal. Önnur verðlaun hlaut Erna Gísla dóttir hárgreiðslunemi í hár- greiðslustofunni Sóley. Hlaut Erna 9.23 og var næst efst á lokaprófinu Alls hlutu 12 nemendur verð- laun frá skólanum, fyrir góðan námsárangur og frammistöðu á burtfararprófi. í Meistaraskólanum luku allir nemendur prófi en nemendur í framhalds-stærðfræði gengu ekki undir próf að þessu sinni. í skólaslitaræðu sinni gat skóla- stjórinn, Þór Sandholt þess m.a. að mikil þörf væri fyrir aukna verk lega kennslu, fyrir ýmsar iðngrein ar og nálega allar vinnustofur skólans væru staðsettar til bráða- birgða í núverandi húsnæði og margar í óforsvaranlegu piássi bæði að lofthæð og þrengslum. — Ræddi hann þörfina á úrbótum á þessu sviði og lýsti byggingaráform um fyrir skólaverkstæði er byggja skal við núverandi skólahús vestau vert. Er ráðgert að í næstu 2 bygging aráföngum fáist allt að 4000 ferm, gólfrýmis fyrir skólaverkstæði, þar af um 2600 í fyrri áfanga. Er og stefnt að því að hluti þessa hÚ3 næðis verði kominn í notkun haust ið 1964, en þá verður Iðnskólinn í Reykjavík 60 ára Skólastjóri benti á þá samvinniil iðnfyrirtækja og iðnfélaga ann ars vegar og skólans hins vegar, sem hefði gert mögulegt að stoína verklegar deildir við íðnskólann, t.d. Prentskólann, Trésmiðadeilöl ina o.fl. Þessir aðilar, prentarar og húsgagnasmiðir hefðu gefið öll meiri háttar tæki og vélar, en skól inn lagt til húsnæði, smærri tækl. Framhald á 12. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júlf 1963 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.