Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS Þegar vi'ð komum aftur til Roberts í rúmi nr. 18, sendi hún honum eitt sinna geislandi brosa. Þetta er systir Standing, sem á að fylgja yður niður í skurðstof- una, Roberts. Hún verður hjá yður allan tímann, svo að þér hafið ekkert að óttast. Þér fáið sprautu, þegar þér komið niður og þá sofnið þér þegar í stað. Þegar þér vaknið aftur er öllu lokið og þér liggið hérna í rúm- inu. Systir Standing á að gæta yðar á meðan þér sofið ög fylgja yður hingað aftur. Maðurinn með skurðstofubör- urnar stóð og beið. Hann var lág vaxinn og holdgrannur með vin- gjarnlegt, hrukkótt apaandlit. — Bennings - .sagði mér, að það mætti treysta honum. Hann veit nákvæmlega, hvað á að gera, ef eitthvað kemur fyrir á leið- inni upp eða niður. Gerið ná- kvæmlega eins og hann segir, og þá er ekkert að óttast. - Maðurinn kiappaði Robcrts vingjarnlega á fæturaa, þegar hann lagði hann á börurnar. — Þetta gengur ágætlega svona, sagði hann uppörvandi. Eg og systirin höldum í hendina á yð- ur allan tímann. Þegar við komum niður á gang- inn fyrir framan skurðstofuna, dró hann mig til hliðar og hvísl- aði: — Fyrsta sinn, systir? — Já. — Þá skuluð þér barg gæta þess að halda fast í höndina á honum, meðan hann sefur. Það er betra fyrir hann og betra fyrir yður. ÞRIÐJI KAFLI. Umhverfis skurðstofuna voru mörg smá-herbergi, svæfingar- klcfi, sótthreinsunarklefi, skipti- lierbergi o. fl., en skurðstofan sjálf var skilin frá sjúkrahús- inu með breiðum tvöföldum dyr- um, sem lágu út á gang, þar sem aftur voru dyr til hinna ýmsu lierbergja. Þegar við komum innst inn á ganginn urðu fyrir okkur dyr með rauðu skilti, þar sem mátti lesa: Varúð — upp- skurður stendur yfir — og yfir dyrunum að skurðstofunni sjálfri var rautt skilti með þessari á- lelrun: Uppskurffur stendur yfir — affgangur bannaffur. Burðarmaðurinn hjólaði börum Roberts inn í svefnklef- ann. Þér verðið að setja á yður grímu, systir, hvíslaði hann. Þér getið skipt að öðru leyti, þegar hann er sofnaður. — Þökk. Eg tók grímu úr stórri glaskrukku við dyrnar og batt hana á mig, svo fór ég til Róberts. — Þér eruð svo ókunnuglegar með þetta, systir, sagði Roberts skjálfandi. Hann teygði höndina í áttina til mín aftur. — Eg er fegin, að þér skuluð ætla að vera hjá mér allan tímann, . . maður er þó ekki eins einmana, þegar .... Hann horfði skelfdur á mig. Eg býst við .... að svona upp- skurður sé daglegur atburður hjá yður? Hafið þér fylgt mörg- um hingað niður? Eg kingdi með erfiðismunum. Ó, ja, mörgum, svaraði ég eins kæruleysislega og ég gat. — Og .... Þér hafið séð fíeiri tilfelli eins og mitt? — Eg á við, er nokkuð sérstakt við það? — Auðvitað ekki, svaraði ég eins rólega og ég gat. Það er alvanalegt. Burðarmaðurinn hlustaði á sam talið og skaut inn í. Ó, já. Við horfum á svona uppskurði dag- inn út og inn. Herra Warring sker upp mörg hundruð sinnum á hverju ári. . . Tökum til dæm- is í dag.. Voru það ekki 11 af yðar deild, systir. -— Jú, bara 11, svaraði ég og reyndi að láta sem ekkert væri. Roberts varpaði' öndinni létt- ara. — Ellefu, segið þér það satt! Hann brosti skyndilega til okkar. Eg veit ekki hvers vegna, cn mér líður einhvern veginn betur. Líður yður betur? Svæfinga- læknirinn kom inn í sama bili. Það er síórkostlegt. Réttið bara út hægri handlegginn og ég gef yður svolítið, sem veitir yður góðan blund. Hann brosti til mín og kinkaði kolli. Þegar Roberts var sofnaður bað svæfingarlæknirinn mig að fara og skipta um föt. — Eg skal gæta hans, á meðan, bætti hann við. Burðarmaðurinn leit snöggt á mig. Það er skilti yfir dyrunum að skiptiherbergi hjúkrunar- kvennanna. Deildarhjúkrunar- konan er þar inni. Hún segir yður í hvað þér eigið að fara. Svæfingalæknirinn leit ekki upp, þegar hann spurði: í fyrsta sinn, systir? — Já, læknir. — Guð hjálpi yður, tautaði hann. — Það er fjári heitt þarna inni. Eg hefði ekki þekkt deildar- hjiíkrunarkonuna aftur, ef ég hefði ekki þekkt bláa beltið hennar, — en sjálf var hún hulin undir hvítum túrban, — hvítum slopp, á bak við hvíta grímu og í hvítum stígvélum. Hún leit fyrst niður á fætuma á mér. — Hvaða númer, systir? — 37, systir. — Náið yður í stígvél núm- er 38, við höfum engin minni. Svo tók hún víst eftir því, hvað ég var óörugg og leit rannsak- andi á mig. — Segið mér bara ekki, að þær hafi sent okkur nema á fyrsta ári! f — Jú, systir. Hún andvarpaði. — Bara nema! Hvað gengur á á Francis Adams í dag? Hver sendi ýður hingað? — Systir Bennings, systir. Hún tautaði eitthvað um það, að sumar deildarlijúkranarkon- ur héldu víst, að hún hefði ekki annað að gera en taka að sér meðvitundarlausa menn. Hjartað stöðvaðist í brjósti mér! Vesal- ings Josephine! Vesalings ég! — Hérna. Hún rétti mér hvít- an slopp. — Farið í þennan utan yfir allt hitt, svo skal ég hjálpa yður til að setja á yður túrban- inn. Þér finnið stígvélin í skápn um þarna. Þegar ég var komin í allt saman, leit hún rannsak- andi á mig. — Þetta er ágætt. Svo brosti hún allt í einu vin- gjarnlega til mín. — Hrædd? — Dálítið, systir. — Vesalingurinn litli, — ég trúi því vel. En látið ekki hug- fallast. Þetta verður ekkert ótta- legt. Þér sjáið ekkert af sjúkl- ingnum nema sárið og minnizt þess, að þér eigið ekkert að gera. Þér eigið bara að vera þarna, til þess að þér getið gefið deildar- hjúki-unarkonunni skýrslu, þeg- ar upp kemur. En enginn krefst þess, að þér skiljið nokkuð af því, sem fram fer, — svo að þér skuluð ekki heldur taka þetta allt of alvarlega. Allt verður ein- hvern tima fyrst, en það er óneitanlega þægilegt, að vön hjúkrunarkona fylgi sjúklingun- um niður. Það steinleið yfir hina! Vissuð þér það? Eg fékk skrítna tilfinningu i magann. — Nei, systir. — Jæja, það var nú svona. Komið hingað. Hún opnaði lítinn lyfjaskáp. — Hér er ilmsalt eins og þér sjáið á miðanum. Ef allt fer að snúast fyrir augunum á yður, þá skuluð þér ekki reyna að halda yður uppistandandi, — þar sem þetta er í fyrsta sinni, sem þér horfið á uppskurð. Farið hingað og notið ilmsaltið. Hún brosti aftur. Það getur vel verið, að þér þurfið ekki á þessu að halda, en það sparar tíma og erfiði fyrir okkur öll, ef þér vitið, hvað þér eigið að gera. Biðjið ekki um - leyfi»til - «»* -fó- ‘ aff fara, farið bara þegjandi út. Það ónáðar alla, ef einhver gengur um gólf þarna inni eins og hin gerði. Eg verð að aðvara yður. Þetta er ekki létt byrjunarþraut, en það er ekkertr við því að gera. ■— Verður þetta erfiður upp- skurður, systir? Hún hikaði dálítið. — Ekki beinlínis erfiður, en þetta tekur langan tíma. Herra Warring vinn- ing mjög hratt, en ég efast um, að hann ljúki þessu af á styttri tíma en tveim klukkustundum. Og það er langur ími fyrir þann, sem stendur í fyrsta sinni inni í sjóðheitri- skurðstofu, bætti hún við með meðaumkvun í röddinni. Og það var sannarlega heitt í skurðstofunni. Uppskurðurinn tók líka langan tíma. Mig sveið í fæturna, verkjaði í bakið. Eg fékk höfuðhögg, hendumar urðu ískaldar, en annars gekk allt vel. Eg var alltof áhugasöm um það, sem gerðist á skurðarborð- inu til þess að láta líða yfir mig. Eg horfði á leiknar hendur skurðlæknisins og dáðist að snurðulausri samvinnu hans, að- stoðarlæknanna og hjúkrunar- liðsins. Nokkrum sinnum heyrð- ist yfirlæknirinn segja .svona’, en það var líka það eina, sem sagt var. Þegar hann sagði „svona” í síðasta sinn, var eins og andrúmsloftið á skurðstof- unni gjörbreyttist. Stúdentarnir í áhorfendaklefunum liölluðu sér aftur á bak í sætunum og tóku tal saman. — Næsti! sagði svæfingar- læknirinn. Eg leit á klukkuna. Klukkutími og fimmtíu mínútur voru liðnar frá því að uppskurð- urinn hófst. Vfirlæknirinn gekk til hand- laugarinnar og tók af sér hanzk- ana. — Hvar er hjúkrunarkon- an, sem kom með sjúklinginn? Skurðstofuhjúkrunarkonan kink aði kolli til mín. Beint fyrir aft- an yður, herra Warring. J Hann snéri sér að mér. Hér eru nokkur fyrirmæli varðandi Róberts, systir, — og svo roms- aði hann upp úr sér fyrirmæl- um, sem aldrei virtust ætla að taka enda. — Viljið þér gjöra svo vel og segja deildarhjúkrun- arkonunni þetta með kveðju frá mér! , — Systirin er alveg ný af nál- inni ' h2raaV sagtii skurðstófþ- hjúkranarkonan afsakandi. — Á ég að senda einhverja héðan áf deildinni með fyrirmæli yðar. Hann leit aftur á mig, Eg var öll sveipuð í hvítt nema augun og ég efaðist um, að hann þekkti mig aftur. Eg tók nú í fyrsta sinni eftir augum hans. Þau voru grá, — ekki stálgrá, heldur djúp og blágrá eins og vogur á vetrardegi. Og það var sami frostkuldinn yfir þeim í þetta sinn. — Hvað sagði ég, systir, spurði hann stuttaralega. — Eg hikaði. Eg var ekki viss um, hvað hann átti við. — Þér hafið kannski nógan tíma. tíma, en hérna er hann dýrmætur. Enn eru eftir þrír uppskurðir. Vilduð þér gjöra svo vel og endurtaka það, sem ég var að segja yður. í annaff skiptið á minni stuttu hjúkrunarkvennaævi kom það sér vel, að ég gat munað heilar þulur og romsað upþ úr mér eins og páfagaukur. Eg gerði eins og hann bað mig um. Þegar ég hætti, kinkaði hann kolli og snéri svo við mér baki. Skurðstofuhjúkrunarkonan bað mig að fylgja Roberts aftur upp á deildina og koma aftur niður með þann næsta. Eg gerði eins og fyrir mig var lagt, end- urtók fyrirmæli yfirlækniáii|s fyrir Bennings og fylgdi Svo næsta sjúklingi niður. Þessi upþ skurður tók skamman tíma óg næstu tveir voru einnig minni háttar uppskurðir. Mér fannst ég orðin þaulvön og var mjög hreykin af sjálfri mér. Eg hafði ekki borðað neitt síðan snemma um morguninn, en mér leið á- gætlega. Eg, velti því fyrir mér, hvort ég ætti kannski að verða — Eg er farin að safna saman dóti, sem ég þarf aff nota, þegar ég er gift. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júlí 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.