Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 16
i HV IDOVKE-ræning jarnir hafa nndanfarin ár vakið ótta í Kaupmannahöfn og nágrenni. Þeir hafa stolið hundruðum bíla, brotizt inn á mörgum stöðum og rænt og ruplað. Ofan á allt ann- að hafa beir vopnaðir byss- um og hnífum ekið um á ofsaliraða um allar götur. Lögreglan liefur átt í miklum erfiöleikum með að uppræta þennan ófögnuð, en loks um daginn tókst að handsama hina fimm menn, sem hlot- ið hafa nafngiftina Hvidovre- ræningjdtj^f. Foringi þtairra var aðeins 18 ára að áldri. Fyrir tveim árum skutu þess ir kumpánar á lögreglubil, sem veitti þeim eftirför. —- Myndin sýnir, er einn af- brótamannanna var hand- tekinn, en til þess var m. a.' Iögregluhundur notaður. VÉLBÁTURINN Hafrenningur, ■eeni gerður er út frá Grindavík tilkynnti á föstudag, að hann hefði fengið í nót sína ókennilega sprengju. Hafði Landhelgisgæzl- -an samband við varnarliðið í Keflavík og voru sendir menn þaðan til Grindavíkur til að at- huga fund þennan. Kom í ljós, að her var um að ræða æfinga- W>rengju, sem ekkert sprengiefni var í. ! I Slys á Norð- firði Neskaupstað, 13. júlí. ÞAÐ SLYS vildi til í síldar- bræðslunni- hér í fyrradag, að mjölpokastæða hrundi niður og urðu undir henní þrír menn. . Nánari atvik voru þau, að um tvö leytið í fyrradag voru þrír menn þeir Bragi Árna- són, efnafræðingur, Jón Guð “mundsson og Guðjón Mar- teinsson, að taka mjölprufu. Skipti það þá engum togum, að stæðan lirundi yfir þá og urðu þeir allir undir stæð- unni. :Það yildi til happs, að aðr- ir menn voru þarna nær- staddir og komu strax þeim til hjálpar. Brugðu þeir þeg- ar við að rífa ofan af þeim mjölpokana og voru þá Bragi og Jón komnir nærri köfnun. Bragi var strax fluttur á sjúkrahúsið og eru meiðsli hans talin alvarleg, en ekki lífshættuleg. Annar hinna liggur heima , meiddur í baki en hinn þriðji virðist kafa sloppið óskaddaður frá þessum lifsháska. Brælan hérna virðist nú vera að ganga niður og fóru þau skip, sem hérna voru, út í gær. Nýjustu fréttir herma að Gunnar, Reyðarfirði, sé búinn að fá 600 mál síldar. Garðar. 44. árg. — Sunnudagur 14. júlí 1963 — 151. tbl. Stórar torfur funcíust N-A áf Sporðagrunni: Veiöiútlitið fer batnandi Ægir fann í gær nokkrar stórar og fallegar síldartorfur um 10-12 mílur norðaustur af Sporðagrunni Þá fundust einnig nokkrar torfur vestur af Kolbeinseyjargrunni. Síldin á Sporðagrunni stóð yfir- leitt djúpt, en grynnra var á torf unum við Kolbeinseyjargrunn. Blaðið náði í gær sambandi við Jakob Jakobsson, fiskifræðing um borð í Ægi. Hann sagði, að einn bát ur liefði komið í nótt á Sporða- grunn, en ekki getað kastað sök um veðurs. Hann bjóst við því, að bátarnir, sem legið hafa í höfn vegna veðura, myndu koma á þessi svæði í gær, enda vár veður töluvert farið að batna þar. Ægir var enn á þessum slóðum, en ætlun in var að leita nær landinu. Jakob kvað nú veiðiútlitið fara batnandi og þetta stæði allt til bóta. Hann 6agði það vita á gott að síldin væri komin svo vestar- lega, en torfurnar hefðu staðið Samningur um útgáfu úrvals norrænna bókmennta: Útgáfa á verkum 5 íslenzkra höfunda á 34-100 faðma dýpi. Veiðiskilyrðin taldi hann betri á Kolbeinseyjar- grunninu. Torfurnar hefðu að vísií verið minni þar, en þær hefðu stað ið mun grynnra. Þessi svæði eru um 50-60 mílur frá Siglufirði, og sagði Jakob að þetta mættu telj- ast grunnmið. Hann sagði, að engin ástæða væri tíl svartsýni, enda benti nú allt í rétta átt, þar eð síldin væri komin á þetta svæði og magnið gæti hæglega aukizt. Hann sagði, að gott veður væri nú komið út af Austfjörðum og mætti búast þar við einhverri veíði NU IIAFA verið valdar sögur og leikrit eftir fimm íslenzka rithöf- unda, sem eiga að koma út á ensku í flokki umfangsmikils úrvals nor rænna bókmennta. Tillaga um þessa útgáfu kom fram á þingi Norðurlandaráðs 1954, og sam- kvæmt samningi, senv nú hefur /c_r ið gérður koma út a.m.k. finunt- án bækur, þrjár frá hverju Noið- urlandanna á fimm ára tímabili; Um þessa útgáfu barst blaðinu eftirfarandi fréttatilkynning í gær frá menhtamálaráðuneytinu: Á þingi Norðurlandaráðs árið 1954 kom fram tillaga um, -að stofnað skyldi til útgáfu umfanþs- mikils úrvals norrænna bókmenata í þýðingum á lvöfuðtungur, fyrst og fremst ensku. Athugun sem |ór fram á vegum Norrænu menningar málanefndarinnar, þótti hins ýeg ar leiða í ljós, að tillaga þossi væri uaumast framkvæmanleg í upphaflegri mynd. Var talið vien legast, að áfram yrði haldið I af hálfu hvers lands að vinna að aukinni útbreiðslu bókmennta þess á heimsmálum og á þessu sviði stefnt að eins mikilli sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna inn- byrðis og fært þætti. Upp úr þessu liófust, með at- beina Norrænu menningarmála- nefndarinnar, atliuganir menning armálafulitrúa norrænu sendiráð- anna í Washington á leiðum til samvinnu um útgáfu norrænna bók mennta á ensku fyrir bandarískan og e.t.v. einnig brezkan bókamark- að, og þá í smærri stíl en áður hafði verið rætt um. Hefur verið unnið að þessu máli síðan snemma á árinu 1959 og er nú svo komið, að samkomulag hefði tekizt við bandarískt bókaforlag, The Uni- versity of Wiseonsin Press, um út gáfu norræns bókaflokks þar í landi. Var samningur þess efnis milli fulltrúa Norðurlandaríkjanna fimm og bókaforlagsins undirritað ur í Washington í aprílmánuði sl. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að gefnar verði út a.m.k, fimmtán bækur, þrjár fi;á hverju landi á fimm ára tímabilj. Hverju Norðurlandariki er aátlað að standa straum £if þýðingarkostnaði sinna bóka svo og að inna af hendi Framh. á 2. síðu Landmælinga Ijósmyndun ór lofti ÁGÚST BÖÐVARSSON, forstöðu- raaður Landmælinga íslands, fór í gær á landhelgisflugvélinni SIF til að Ijósmynda land f nágrenni Reyykjavíkur. Slík ljósmyndun er oft og gjarna notuð við landmæl- ingar. Tekur ljósmyndavélin þá myndir með ákveðnu millibili þannig að fæst heildarmynd af landslagi. Myndirnar eru teknar úr mikilli kæð. FRIÐRIK ER I 4.-6JSÆTI Biöskákir á skákmótinu í Los Angeles voru tefldar í gær. Skák Keres og Panno úr 3. umfetð lauk með jafntefli og Panno og Petro- sjan gerðu jafntefli í skák sinni úr 4. umferð. Biðskákir úr 5. umferð: Benkö vann Panno, Reshevsky og Gligor ic gerðu jafntefli og sömuleiðis Keres og Najdorf í sjöttu umferð vann Friðrik Benkö. Fríðrik hefur svart g-g‘n Panno í 7. umferð. Staðan er nú þessi: 1-2 Gligoric 4 v., 1-2 Najdorf 4 v., 3. Keres 3V& v., 4-6 Reshevsky 3 v., 4-6 Frið rik 3 v., 4-6 Petrosjan 3 v., 7 Panno 2 v. og 8. Benkö V/z v.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.