Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 13
Rætt viö Óíeig Ófeigsson lækni Sumariö cr nú loksins komiö til íslands. Sóiin sendir dag- legra hlýja greisla sína til jarð- arinnar og veldur gerbyltingu á lífinu í bæjunum og til sveita. Allir vilja njóta gæða hcnnar sem bezt, bann stutta tíma, sem hún lætur sjá sig hér á landi. Margir gæta sín samt ekki á því, að sólin getur valdið bruna. Bruninn getur haft alvarlega? afletðingaf £ för með sér, sem sóldýrkendur verða að hafa í huga, þeir, sem leggja alit á sig til að fá fagurbrúnan litarhátt. Alþýðu- blaðið hefur í þessu sambandi haft tal af Ófeigi J. Ófeigssyni lækni, sem hefur sérstaklega kynnt sér afleið.ngar bruna. „ÖIl erting sem orkar lengi og mikið á húðina getur fram- kallað ýmis konar húðsjúkdóma eins og t'.l dæmis sólarexem o. s.frv. Stundur getur það meira að segja valdið alvarlegum sjúkdómum eins og krabba- meini I húð. Til þess að svona alvarlegir sjúkdómar framkall- ist verður maðurinn að vera oft og mikið í sterkri sól. Sem dæmi um þetta má taka há- skozka f járhirða og sveitamenn í Skotlandi. Þegar þeir verða rosknir er mjög algengt að sjá þá með húðkrabba í andliti. Stundum eru krabbamein á mörgum stöðum í amilitinu. Þessi húðkrabbi er mest áber- Ófeigur J. Ófeigsson andi, þar sem mest á mæðir, svo sem á nefi, augnabrúnum, yfir kinnbeinum og eyrum. Sams konar krabba sér maður líka á handlcggjum og fótum og annars staðar, á fólki, sem er mjög mikið í sól, en það er sjaldgæfara. Svona krabbi kem- ur líka fyrir í gömlum bruna- örum, hvað svo sem liefur vald ið þeim.“ „Er húðkrabbi jafn alvarlegt fyrirbrigði og krabbi, sem myndast innvortis?" „Nei, ef fólk er eftirtektar- samt, og fer fljótt til læknis, þá má eyða honum með því að skera hann í burtu. Ef það er gert nógu sncmma, þá má hcita að rnn fullkomna lækn- ingu sé að ræða í langflestum tilfellum.“ „Hvernig lýsir húðkrabbi sér?“ „Hann lýsir sér sem sár eða Skurfa (hrúður) á húðinni, sem ekki vill gróa.“ „Er húðkrabbi vegna sól- baða mjög algengur hér á Jandi?“ „Ég hef ekki séð krabba- mein í húð, sem ég get rakið til sólbruna. Þó er krabbamein í andliti ekki mjög óalgengt hérna, hver svo sem ástæðan er“ „Er mikil hætta á að sól- brenna hérna?“ „Það er ekki mikil hætta á þvi nema fólk sé of Iengi í sól- inni f einu. Ef fóik iðkar sólböð á að smálengja tímann. Það þarf oft að snúa sér og gera það á aila kanta. Með börn er það alveg nauðsynlegt, að þau snúi sér mjög oft. Ef fólk sól brennur er það alltaf til ills, en aldrei til góðs.“ „Teljið þið rangt að iðka sólböð?“ „Sumir halda því fram áð sól og ljósböð séu alltaf gagnslaus fyrir heilsu manna, en ég held að það sé alrangt. Sérstaklega hjá okkur, sem höfum svo lít- íð af sólinni að segja. Mér finnst að sól og Ijósböð hressi og bæti mjög oft verulega heilsu manna og líðan, þó að ekki megi skýra á vísindaleg- an hátt ástæðuna til þess. Allir vita til dæmis að D-vítamín myndast í húðinni vegna á- hrifa útfjólnblárra geisla. Ég tel það geta verið gott fyrir þá, sem ekki trúa á sólina, að ala upp tvö sams konar stofublóm setja annað í sólrikan glugga. en hitt á dimman stað, og sjá hvort þroskast betur. Sólböð róa áreiðanlega taugakerfið og veita manni hvíld. En þe<r, sem liggja í sólböðum verða að vera með dökk sólgleraugu eða breiða þykkan klút yfir anr un, því að útf jólubláu geislarn ir ganga inn um augun, þótt lokuð séu og geta skemmt sjónina." „Þér teijið því, að sólgler- augun verndi augun og ráð' leggið fólki að nota þau?“ „Ef fólk er viðkvæmt í aug- um, er gott að ganga með sól- gleraugu í miklu sólskini, en þau verða að vera úr góðu gleri. Það ætti að vera lögleitt að bílstjórar væru með sólgler augu, þegar þeir keyra á móti sumarsólinni, því að þeir sjá ekki nokkurn skapaðan hlut. Sérstaklega varhugaverð eru sólríku sumarkvöldin." „Hvað viljið þér segja um þann óvana sumra að fara í sólböð til þess að sofa?“ „Hann er afleitur og mjög óskynsamlegur.“ „Þegar maður hefur verið svo óheppinn að sólbrenna. hvað þér teljið hann eigi að taka til bragðs til að minnka óþægindin?“ „Fyrst og fremst þarf að kæla húðina, fara í kalt bað eða fá kalda bakstra og nota þá lengi, en gæta sín á að verða ekki innkulsa. Ef þetta nægir ekki þarf lielzt að fá einhver smyrsl eða ofnæmilyf hjá Iæknum.“ „Hvað viljið þér að lokum segja um notkun alls konar smyrsla?“ „Sólarolíu þarf aðcins það fólk að nota, sem á sérstak- lega mikið á hættu að brenna. Annars er algjör óþarfi að nota 'þess konar smyrsl. En svo er nokkuð til sem heitir sólarex- em. Fólki, sem er gjarnt á að fá það, er nauðsynlegt að nota smyfsl, sem dregið geta úr óþægindum og verið til mikill- ar varnar gegn sólbruna. Það að lita húðina með lyfjum, tel ég ekki hafa nein góð áhrif. — Ég held að megnið. af þessum olíum og dóti, sem fólk er að nota núna, sé meira gert vegna þess að það sé móðins og kosti peninga, en vegna þess að það þoli illa sólina. Allir, sem stunda sólböð, með heilbrigða, sæmilega feita húð eiga ekki að þurfa að kosta til með nein aukalýf.“ VALDA JÚGÓS VANDAMÁLIÐ \im eftirmann Titos Júgóslavíuforseta er ennþá talið óleyst þrátt fyrir verkaskipt- ingu þá í stjóminni og flokksfor- ystunni, sem júgóslavneska þing- ið samþykkti nýlega í samræmi við hina nýju stjómarskrá lands- ins. Þó er talið að Alexander Ran- kovich hafi aukið áhrif sín á kostn- að Edvard Kardelj. Þessir tveir menn hafa oftast verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Titos. Valdaskiptingin, sem þingið samþykkti, kom ekki mjög á óvart. Josip Broz Tito var einróma kjör- inn forseti í fjórða skipti síðan 1953. Þetta var eina skriflega kosningin. Síðan var Alexander Rankovich kjörinn varaforseti og Edvard Kar delj þingforseti, báðir með handa- uppréttingum og án mótframbjóð- enda. Á sérstökum fundi í sam- bandsráðinu, mikilvægustu deild nýja þingsins, en þær em fimm talsins, var Petar Stambolich, fyrr um þingforseti, skipaður forsætis- ráðherra að tillögu Titos. Þar með hafa menn þeir, sem til þessa hafa verið taldir valda- mestu menn stjórnarinnar, skipt með sér mikilvægustu embættun- um í ríkinu. En hins vegar hefur verkaskiptingin ekki gefið ömggt svar við því, hvernig „krónprins- vandamálið” verður leyst þegar þar að kemur. Hin nýja stjórnaríkrá, sem er sniðin eftir markmiðum Titos for- seta, heimilar ekki endurkosn- ingu varaforseta, þingforseta eða stjómarforseta (forsætisráðherra). Þetta merkir, að eftir fjögur ár verða nýir menn að taka við þess- um störfum eða að menn þeir, sem nú gegna þeim, skipti um störf. Telja má Rankvich annan valda mesta manninn í Júgóslavíu nú. En þó er ekki unnt að segja með vissu hvaða völd varaforsetinn hefur, þar eð þetta starf var ekki sett inn í stjórnarskrána fyrr en nú fyrir skemmstu, og ekki var skýrt tekið fram, hvað það fæli í sér. 1 Aftur á móti eru fréttamenn í Belgrad á einu máli um það, að hið nýstofnaða embætti stjómar- forseta hafi minni pólitíska þýð- ingu en embætti þingforseta. Tito Frarnh. á 14. síðu TITO ALÞÝÐUBLAÐID — 14. júlí 1963 j| J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.