Alþýðublaðið - 19.07.1963, Síða 10

Alþýðublaðið - 19.07.1963, Síða 10
Atvinnumennska Floyd Patterson er mjög hugsi um þcssar mundir. „Þetta verður auðvelt", segir Sonny Liston Las Vegas — (AP) ÁHUGI fyrir keppni þeirra Lis- ton og Patterson um heimsmeist- aratitilinn í þungavigt, fer stöð- ugt vaxandi. Keppnin fer fram að- faranótt 23. júlí nk. kl. 2.30. Á þriðjudag æfði Liston af miklu kappi og hann virðist vera í mjög góðri æfingu. Daginn fyrir barðist hapn fullar 13 lotur án hlés. Sér- fræðingar, sem fyígdust með æf- ingunni segja, að heimsmeistar- inn sé að nálgast það form, sem hann var í, er hann sigraði Pat- terson. iiiston leggur mikla áherzlu á hraðann, virðist hinn rólegasti og hefiir engar áhyggjur af væntan- legri viðureign. Hann notar æf- ingafélaga sína nánast sem sand- sekki. .Patterson er einnig mjög vel undirbúinn. Þegar Liston æfði á mánudaginn tók Patterson sér frí og. slappaði af. Hann segist ekki vilja hætta á að komast í ofæfingu Heimsmeistarinn fyrrverandi dvelur mikið einn og tekur vænt- anlega viðureign alvarlega, alveg eins og þegar hann sigraði Inge- mar 1961. Liston er mjög léttlyndur fyrir keppnina og sagði í viðtali við fréttamenn snemma í vikunni, að líta mætti á keppni þessa sem Framh. á 11. rtðu FYRIRFRAM var reiknað með öruggum sigri Norðurlanda í keppninni gegn Balkanríkjun- um, sem lauk á Olympíuleik- vanginum í Helsingfors f fyrra kvöld. Ekki var þó rciknað með eins miklum mun og raun varð á, 265.5 stig gegn 171.5 eða 94 stiga mun.Það er greinilegt, að keppni sem þessi á litla fram- tíð fyrir sér. íslendingar áttu aðeins einn keppanda á Olympíuleikvang- inum á þriðjudag og miðviku- dag. Valbjörn Þorláksson, sem keppti í tugþraut og stóð sig með ágætum, varð annar með 6909 stig. Fyrir keppnina var Valbirni spáð fjórða til fimmta sæti af sérfræðingi sænska íþróttablaðsins, en hann koll- varpaði þeim hlægilega spá- dómi myndarlega. Þessi ágæti árangur Val- bjarnar sýnir, að fslenzkir frjálsíþróttamenn ná oftast betri árangri f keppni erlend- is, sérstaklega toppmenn okk- ar, sem ekki fá nægilega keppni hér heima. Rétt áður en tugþrautar- keppnin hófst gerði úrliellis- rigningu og það hafði reyndar rignt í vikunni áður og braut- ir voru því þungar í 100 m. hl. Sennilega hefur það haft þau áhrif að Valbjörn náði ekki betri tima í 100 m., en 11,1 sek. í stað 11,3 er hefði nægt til þess að hann hefði fengið yfir 7000 stig. Vonandi kemur það síðar. V Næsta stórátak frjálsíþrótta manna okkar er Norðurlanda- mótið' í Gautaborg um mánaða- mótin og keppnin við Vestur- Noreg í Álasundi 6. og 7. ágúst. Stjóm FRÍ hefur ákveð- ið að senda 7 keppendur á Noröurlandamótið, sex karla og eina konu. Valdir voru sigur- vegararnir í landskeppninni gegn Dönum. Jón Þ. Ólafsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Val- bjöm Þorláksson og Úlfar Teitsson. Auk þess voru vald- ir tveir af okkar efnilegustu yngri mönnum og þeim gefið tækifæri til að reyna sig á stórmóti, það eru þeir Kjartan Guðjónsson og Slcafti Þor- grímsson. Við teljum þetta rétta stefnu hjá FRÍ. — Stúlk- an ,sem valin var, Sigrún Sæ- mundsdóttir úr Þingeyjarsýslu, en hún hefur unnið bezta afrek kvenna hér á landi í sumar, er hún stökk 1.47 m. í hástökki nýlega. Það verður þungur róðurinn fyrir íslenzku keppendurna á NM og sennilega verður aðeins einn, sem fær verðlaun, Val- björn Þorláksson í tugþraut. Jón Þ. og Kristleifur hafa góða möguleika á að verða meðal sex beztu í hástökki og hindr- unarhlaupi, en þeir verða að bæta árangur sinn verulega, til að komast á verðlaunapall- inn. Keppni íslands og V.Noregs í Álasundi verður vafalaust skemmtileg og afrek liðanna eru ótrúlega jöfn, Norðmanna þó helduf betri. Við munum ræða nánar um þá keppni síð- ar. — Ö. WWWiWtWtMiMmiMiMIWitWWWWitWWyMWtlHWItttWWWWmtWWWtWWWMW 10 19- Júlf 1963 — ALÞtOUBLAÐIÐ Ritstjéri: ÖRN EIÐSS0N i Danmdrkii? EITT ELZTA knattspyrnufélag Danmcrkur, Boldklubben Frem, Kaupmannahöfn styður nú ein- dregið, að atvinnumennsku verði komið á f danskri knattspyrnu. — Frem átti árum saman eitt bezta knattspyrnulið Danmerkur. í félagsblaði Frem skrifar rit- stjórinn, Bernhard Nielsen, grein um danska knattspyrnu og er hreinskilinn. Ritstjórinn segir, að það verði að hefja greiðslur til danskra knattspyrnumanna, ef dönsk knattspyrna eigi ekki að deyja út. Hann stingur upp á því, að hverjum leikmanna verði greiddar danskar krónur 75 fyrir hvern unnin leik, 20 kr. fyrir jafn- tefli og 5 kr. fyrir hverja æfingu. — Gjörið svo vel, boltinn er til- búinn. Þeir eldri hrista að sjálf- sögðu höfuðið, þar sem áhuga- mennskan er að syngja sitt síð- asta. Þeir segja að það sé „hobby” að leika knattspyrnu. En að sjá um I. deildarkeppni í Danmörku er orðið fyrirtæki, skrifar Nielsen. Nielsen heldur því fram, að knattspyrnan hafi aUt að vinna og engu að tapa. —■ Allir efnilegir knattspyrnu- menn í litlu félögunum út á landi mundu fá sinn möguleika. Þeir verða eftirsóttir af stærri félög unum til gagns fyrir landsliöið og danska knattspyrnusambandið, segir Nielsen að lokum. stuttu máli SOVEZK boðhlaupssveit kvenna hefur sett heimsmet í 4x200 m. boðhlaupi, hljóp á 1:35.1 mín., sem gefur 23.8 sek. á „mann”. SPANVERJAR sigruðu Dani í frjálsum íþróttum í Madrid með 118 gegn 90. Orla Band setti danskt mct í sleggjukasti með 58.97 m. og Erik Madsen sigraði í 100 m. hlaupi á 10.7 sek. í SEX-landakeppni V.-Þ.jóðverja, Frakka, Hollendinga, Svisslend- inga, ítala og Belgíumanna var háð hérstök keppni i tugþraut. — Keppni þessi fór fram í Enschede og lauk með óvæntum sigri Hol- lendingsins Eef Kamerbeek, sem hlaut 7364 stig. (11,5 - 6.99 - 14.74 - 1.83 -,50.6 - 14.8 - 46.20 - 2.80 - 61.47 - 4:54.6. Annar varð Walde, V-Þ. 7085 st. þrið'Ji Holdorf, V-Þ, 7059, fjórði Sar, Ítalíu, 6994 stig, fimmti Heise, V-Þ, 6908 og sjötti Duttveiler, Sviss, 6268 st. ★ BOLCHOV, Sovét sigraði í há- stökki í Gorki, stökk 2.15 m. So- kolov sigraði í 3000 m. hindrunar- hlaupi á 8:33,2 min. og Kriunov í 400 m. grindahl. á 51.7. RAGNAR JONSSON - FH HANDBOLTI MEISTARAMÓT karla og kvenna í handknattleik utanhúss fer að þessu sinni fram á Hörðuvöllum í Hafnarfirði og hefst á morgun kl. 3.30. AIls senda fimm félög flokk til keppni bæði í karla og kvennaflokki. Á morgun leika í karlaflokki KR—FH, í kvennaflokki Þróttur—• FH og í karlaflokki Ármann—ÍR. Á sunnudag hefst keppnin kl. 3 og þá leika Breiðablik og Víking- ur í kvennaflokki og KR—Vik- ingur og FH—Ármann í karla- flokki. Liðin, sem taka þátt í karla- flokki að þessu sinni eru öll í góðri æfingu, en það vekur at- hygli, að íslandsmeistarar Fram taka ekki þátt. Keppnin getur einnig orðið skemmtileg í kvennaflokki, en þar ; keppa FH, Víkingur, Valur, Þrótt ur og Breiðablik. Núverandi íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna er FH. £*

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.