Alþýðublaðið - 19.07.1963, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 19.07.1963, Qupperneq 16
HÆTTULEGT STARF SLÖKKVILIÐSINS Verja sig sprengingum Slökkviliðsmenn unnu hættulegt starf við ísaga í gærkvöldi. í fyrstu komust þeir hvergi nálægt húsinu, og urðu að skýla sér á bak við veggi, bíla og annað er tiftækt var. Þeir voru þó allra manna næst eldinum, og a.m.k. einu sinni munaði litlu að illa færi er sundur- tættur gaskútur féli rétt hjá hóp slökkviliðsmanna. 44. árg. — Föstudagur 19. jálí 1963 — 155. tbl. Leituðu óttasiegnir að ættingjunum Seint í nótt voru íbúar næstu i út glerbrotunum og reyna að setja iiúsa við ísaga að koma heim till eitthvað í gluggana. Þegar spreng- «ín Margir biðu þó morgunsins,! ingarnar byrjuðu, var allt rafmagn ®g sváfu hjá ættingjum eða vin-1 tekið af hverfinu, en það var að arn. Menn byrjuðu á því að sópa komast í lag um kl. tvö. Þó kom þarna nokkur hópur fólks til að líta eftir eða heim- sækja og hjálpa vinafólki, sem bjó í þeim húsum, sem verst urðu úti. Einum hjónum mætti blaðamað- ur Alþýðublaðsins, en þau voru að leita að móður eiginkonunnar, se n hafði búið ein í „blokkinni“ v.ð Grettisgötu, sem verst varð úti. Höfðu þau leitað að gömlu konunni víða um bæ, en ekki fundið hana. Bakarar semja Bakarasveinafélag íslands eg Landssamband íslenzkra bskarameistara hafa samið un> f.5% kauphækkun bak- ara. Gildir þessi samningur frá og með 12. júlí til 15. október uæstkomandi. Skömmu eftir að mestu 6pr?ág- ingarnar urðu, komu nokkrir ætt- irgjar þeirra, sem í verksmiðjunni unnu, og voru nokkrir þeirra viti sínu fjær af ótta. Vegna ringulreið arinnar var uþphaflega ekkert hægt að segja með vissu um ein- staka menn, sem höfðu verið ^ð störfum í ísaga,- Eins og segir firá á fyrstu síðu, voru tveir rnenu lok- aðir inni í súrefnisgerðinni, en þeim varð ekkert meint af dvöl- innl þar, nema hvað taugarnar komust úr lagi. f alla nótt var lögregluvörður um húsin, sem mannlaus voru og errgum hleypt inn í þau nema í- búunum sjálfum. Samkvæmt uppíýsingum frá ítlpkkviliðþstjóra kom kallið til Slökkviliðsins kl. 11.15. Eftir það hófust strax sprengingar og linnti þá ekki símahringingum frá fólki í nágrenni eldsins. Maðurinn, sem fyrstur varð eldsins var, var Jón Þorvarðarson, einn af starfs- mönnum verksmiðjnnnar. Kom hann til mannanna, sem voru að vinna í súrefnisgerðlnni, hringdi á slökkviliðið og hvarf svo. Seinna náðist til hans og gaf hann rannsóknarlögreglunni skýrslu um eldsupptökin. Tveir menn voru yið vinnu í súrefnisgerðinni, og tóku þeir þegar að stöðva allar vélar, en að því búnu, áttu þeir einskis annars úrkostar en að bíða, því að þeir komust ekki út. Varð bið, þeirra löng og allskelfileg, þvi að þeir losnuðu ekki úr klefanuin fyrr en klukkan var nærfellt hálf tvö, en allan tímann glumdu sprengingar og eldhafið geysaði að kalla fast við hliðina á þeini. Slökkviliðsstjóri kvaðst hafa kal.l að út allt síökkviliðið. Einnig kvaðst hann hafa látið koma með alla slökkvibíla er til náðist, líka af flugvellinum. Um kl. hálf þrjú voru allir enn úti og naumast far- ið að fara inn fyrir girðinguna á lóð vtjrksmiðjunpair. Slökkviliðsstjóri kvað slökkvi- liðsmenn hafa unnið í nokkurri hættu við að reyna að halda eltí- inum í skefjum, meðan mest vnr um sprengingar, en þess hafði verið gætt gaumgæfilega að þeir væru í vari, skýldu sér á bak við veggi og aunað þvílíkt. Þó kvað hann eitt sinn brot úr sprungn- um gaskút hafa skoUið niður mitt á milli slökkviliðsmanna; og- þá vitanlega ekki mátt neinu muna, að slys yröi. Brot úr sprungnum kútum þeytt ust langar leiðir, stór brot allt yfir á Snorrabraut og ,ollu þar skemmdum á gluggum. Kvað slökkviliðsstjóri viðbúið, að brot hefðu þeytzt nokkur hundruð m. þótt ekki yrði til neinna vand- ræða í slíkri fjarlægð frá eldinum. Alþýðublaðið átti tal við Harald Haraldsson, járnsmíðameistara 1 Stálvinnslunni og innti hann eftir því hver áhrif bruninn é ísaga hefði á stáliðnaðinn. Kvað hann eyðileggingu verksmiðjunnar hljóta að hafa mikil óþæglndi í för með sér, mundi valda miklum töfum, enda þótt ekki leiði til neinnar stöðvunar. Suða er nú mikið framkvæmd með rafmagni en gas almennt notað til þess að skera stál. Þó er líka hægt að skera stál með fljótandi gasi. . Haraldur taldi, að ekki mundi taka langan tima, unz mf verk- smiðja tæki til starfa. Síðustu fréttir: Fréttamaður blaðsins kom á brunastaðinn klukkan að ganga fimm í morgun, fékk staðfest bæði hjá lögfegluþjónum og bruna vörðum, að ekki væri nokkur vafi talinn á því, hvernig eldurinn í ísaga hefði komið upp. Gjörsamlega ókleift reyndist þó að fá nokkrar uppfýsingar um það efni. Telja verður sennilegast að mistök, líklega einhvers konar tæknileg mistök, hafi þarna komið til. Klukkan að ganga fimm í morg- un voru brunaverðir enn að sprauta á rústirnar, og var cnri talin hætta á að gaskútar þar gætu sprungið. Lögregluvörður verður þarna í allan dag, eins og var í nótt, því óvarin verðmæti eru þarna mikil bæði í íbúðum og verzlurium. Múrarar ræða samninga Samninganefndir Mdraraféla,',"- ins og atvinnurekenda voru á fundi í fyrrakvöld. SamniagaaðiUr ræddust við í tvær kfnkkustundir, en þá Iauk fundinum. Múrarafélagið mun fjalla um málið á félagsfundi á mánudags- kvöld og verður sá fundur látinn taka endanlega ákvörðun utn samningana. Maður týnist MAÐUR um sextugt hvarf frá tjaldi félaga sinna á Grímstunguheiði í Húna- vatnssýslu £ fyrrakvöld og hefur ekki til lians spurzt, er síðast fréttist. Þeir félagar voru þrír saman og höfðu slegið upp tjaldi. Reikaði einn þeirra frá tjaldinu og hvarf í þokuna, en hún hef ur verið mikil á þessum slóð nm. Strax og þokunni léttir mun Björn Pálsson fljúga á staðinri til leitar, verði mað urinn ekki fundinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.