Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 3
Banni alls staðar fagnab Sl. miðvikudagsmorgun komu heim með Loftíeiðum 17 ungmenni sem undanfarið ár dvöldust við nám í Banda- ríkjunum á vegum Americau Field Service. Nú í liaust mun annar hópur 21 ungl- ings fara héðan og dvelja ár á amerískum heimilum við 'nám og til að kynnast lándi og þjóð. Að minnsta kosti fjórir bandarískir unglingar munu þegar vera komnir hmgað til lands á vegum féfags þess, er þeir unglingar, qem farið hafa utan á vegum Americau Field Service, hafa stofnað. Munu þessir unglingar biia hjá íslenzkum fjölskyldum hér og stunda nám í ýmsum skólum. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Upplýsmga- þjónustu Bandaríkjanna : gær, að ekki væri vital hvort fleiri kæmu en fyrr- ncfndir fjórir unglingar Samkomulag DRENGUR hljóp á strætisvagn við Sundlaugarnar í gær, en mun : ekki liafa orðið neitt meint af. Framhald af l síðu. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands töldu sig ekki geta gert neitt slíkt samkomulag nema ræða fyrst við bandamenn sína. Fundinum á fimmtudag var j tvisvar frestað, átti hann að hefj- ast á hádegi en hófst kl. hálf tvö. j Tuttugu mínútur yfir fjögur var blaðamönnum hleypt í fundarsal- inn. Hinir þrír aðalfulltrúar létuj allir í ljósi ánægju sina með sam-' komulagið. Moskvufundurinn um tilrauna- bann hófst 5. júlí og varð Krúst- jov í forsæti á fyrsta fundinum. Smám saman kom í ljós, að samn ingaumleitanir gengu vel, enda þótt ýmis atriði hafi verið erfið viðureignar. Þegar blaðamenn komu í salinn var þeim sagt, að samningurinn væri tilbúinn. Gromyko tók fyrst- ur til máls og sagði hann, að sam- komulagið væri mjög þýðingar- nukið, — eða hvað finnst mr. Harriman, sagði hann. Harriman tók skjal upp úr skjalamöppu sinni, leit á það og sagði, að samn- ingurinn væri vissulega mjög merkilegur. Gromyko sagðist þess fullviss, að þetta samkomulag mundi draga mörg slík í kjölfar sitt. Samningarnir voru alvarlegir á fundinum. Harriman upplýsti, að Dean Rusk og Home lávarður mundu koma til þess að undirrita samninginn. í inngangi að samningum segir, að Sovctríkin, Stóra-Bretland og Bandaríki Ameríku hafi að tak- marki að ná samkomulagi um al- menna og algéra afvonnun undir ströngu alþjóðlegu eftirliti í sam- ræmi við ákvæðisíofnskrár Sam- einuðu þjóðanna, og binda endi á vígbúnaðarkapphlaupið og af- nema framleiðslu, vopna, þar á meðaj kjarnorkuvopna. Samningsaðilar ætla að reyna að ganga svo frá, að hætt verði kjarnorkusprengingum um alla framtíð og binda þannig endi á eitrun andrúmsloftsins með geisla- virkum efnum. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að banna, hindra og ekki að framkvæma kjarnorkutilraunír í geimnum, undir yfirborði hafs- ins eða annars staðar í andrúms- lofti. Þetta ákvæði á þó ekki að hindra að síðar verði gert sam- komulag um bann við tilraunum neðanjarðar Öll ríki geta gerzt aðilar að þess um samningi. Hann verður að staðfesta af ríkisstjórnum viðkom- andi landa. Samningurinn gildir í óákveðinn tíma og sérhvert ríki getur sagt honum upp með þriggja mánaða fyrirvara, ef það telur al- veg sérstakar ástæður vera fyrir hendi. Krústjov fer til Ungverjalands VÍNARBORG 25.7 (NTB). ’l'rú legt Þykir, að Krústjov forsætis- ráðherra Sovétrikjanna fari í op inbera heimsókn til Ungverjalands í næsta mánuði. Sagt er, að Krúst- jov ætli að dvelja nokkra daga í Búdapest á feið sinni til Belgrad þangað sem hann fer í boði Títós Júgóslavíuforseta. Ekki er talið neitt hæft í þeim orðrómi, að Krústjov muni til- kynna í Ungverjalandsför sinni, að Sovétrlkin ætli að flytja allt ber- i lið sitt úr landinu. WASHINGTON 25.7 (NTB-Reut ’ er). Fréttin um, að náðst hefur samkomulag á þríveldaráðþ.fcfn- unni í Moskva um takmarkað bann við kjarnorkusprengingum, l vakti jákvæðar undirtektir á vest- urlöndum I dag. Salinger, blaða- fui'ltrúi Kennedys Bandaríkjafor- seta, sagði að samn'ngurinn væri orðinn að raunveruleika og kvað textann verða birtan þá skömmu síðar. Diplómatar í a'ðalstöðvum Sþ tóku fregninni með gbvJi og var U Thant franikvæmdastjóra Sþ þegar í stað færð fréttin. Talsmað- ur bandaríska utanríkisráðuneytis- ins staðfesti, að Dean Rusk, utan- ríkisráðherra, mundi sjálfur fara til Moskvu til að undirrita sanin-1 inginn fyrir hönd Bandarík.janna. Aðspurður kvað talsmaðurinn það ekki ómögulegt, að önnur sani- ’ eiginleg áhugamál yrðn rædd í j þeirri för. Menn þeir, er binga um áfvopn- I un í Genf tóku fréttinni mjög vel og var henni af sumum aðilum lýst sem „Nákvæmlega því, sem við þurftum núna.“ Telja ýmsir að samningur þessi kunni að stuðla að meiri og betri árangri af afvopnunarviðræðunum. í yfirlýsingu í dag sagði vestur- þýzka stjórnin, að samningurinn væri veigamikið skref. þó að hann næði ekki til tilrauna neðanjarðar. Kvaðst stjómin vonast til þess. að samningurinn verði upphaf að áframhaldandi árangri, að því er varðaði algjöra og almenna af- vopnun ög draga mundi úr spennu í alþjóðamálum, e’nkum í Evrópu. Bbezkir ráðamenn hafa tckið samkomulaginu mjög vel, og Mae- millan forsætisráðherra, kvaðst mundu flytja yfirlýsingu um mál ið í neðri málstofunni í kvöld. í London er það álit manna, að samkomulagið verði til þess, að auka álit Stóra-Bretlands út a við og í stjórnarflokknum, er sagt, að það verði til að auka veg Macmill ans meðal kjósenda í landinu. Macmillan telur. að samkomulagið geti auðveldað áframhaldandi samningaviðræður um deiiumál austurs og vesturs, og samninga um afvopnunarmál. Einkum eru menn forvitnir að kanna hve langt Sovétríkin vilji teygja sig til sam- komulags við Vesturveldin. Frakkar hafa tckjð samkomu- laginu með ánægjublandinni varúð Franska stjórnin er sögð ánægð með samkomulagið. Kennedy og Macmillan sendu de Gaulle bréf í dag, þar sem þeir gera grein fyrir innihaldi sam- komulagsins og samkvæmt heim- ildarmönnum, sem standa forset- anum nærri, er sagt, að hann ætli að biða og sjá hvort samkomulagið innihaldi nokkur þau atriði er andstæð séu hagsmunum Vestur- Evrópu. í Washington er tilkynnt, að Kennedy forseti muni halda Kjón- varpsræðu til bandarísku þjóðar- innar á föstudagskvöld og i-æða samkomulagið í Moskvu. Alþýðublaðið segir Framhald af 1. sióu. Af hverju hefur þessi árangur skyndilega náðst/ Margir teija, að orsökin sé vax- 'j andi erfiðleikar Rússa og Banda- ríkjamanna við sína eigin banda- menn. Rússar eiga í versnandi deil- um við Kínverja. Bandaríkin á viss- an hátt við Frakka, Ef til vill verða nú meiri háttar breytingar á aðstöðu stórvelda í heiminum og skiptingin austur-vestur verður ekki eins ein- föld í framtíðinni og hún hefur ver- ið. Með því að ná samkomulagi styrkja kjarnorkuveldin forustu sína gagnvart öðrum ríkjum. Þessi samn- ingur gerir Kínverjum, Frökkum og öðrum ríkjum erfiðara að koma sér upp kjarnorkuvopnum og mun eng- inn harma það. Hvað, sem kann að gerast, má fastlega búast við. að samningur- inn í Moskvu marki tímamót. Enn veiöist síldin... Myndin er dálítið síðbúin, en hún er það góð, að okkur þótti það þess virði að birta hana. Á henni sést Kristín Sigurðardó r sal'ta fyrstu síldina, sem barst til Siglu- fjarðar í sumar, á plani Haf- liða h.f., en síldin kom úv Helgu frá Reykjavík. Nú fóru bátarnir aftur út í gæv og vonandi fá þeir síld, svo að Kristín og aðrar fái nóg að gera við söltunina. Þegar Af þýðublaðið frétti síðast til . gan(rkvöldi var einn bátur bú’nn að fá gott kast, Jón Garðar, út af Bjarnarey. Veð ur er alls staðar mjög gott á miðunum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.