Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 13
SPRENGJUÁRÁSIR jöfnuðu við jörðu fjölda byggingS’f Niirnberg; og' sums staðar mátti heita, að allt væri í rustum. Efri myndin sýnir hvernig umhorfsjvar í nágrenni St. Larusar kirkju í stríðs lokin. Og neðri myndin sýnir hvernig ]>ar er umhorfs nú,T>egar hinar gömlu byggingar, margar fornar og merkar, hafa verið endurreistar i sínu upphaflega formi. KEELER Framh. af 4. siðu ar hjá foreldrum sínum, sem bjuggu í gömlum járnhrautarvagni Til Lundúna hélt hún, þar sem barnaskólakennari hennay liafði lýst þvi yfir, þegar hún var tólf ára gömul, að augnataillit henn- ar gæti enginn karlmaður staðizt. Fimmtán ára gömul hóf liún skækjulifnað á götum Lundúna. Hún lifði mjög villtu lífi, eignað- ist barn með óþekktum Ameríkana en það dó skömmu eftir fæðingu. Hún var í þeim félagsskap, þar sem hnífarnir eru oftast nær á lofti. Endalok hennar hefðu orð- ið önnur, það er að segja hin venjulegu endalok gleðistúlkna. í stað þessara örlaga fær hún til- boð um að verða kvikmyndadíc, fær heilsfðumyndir birtar af sér í heimsblöðunum, og móðir henn- ar lýsti því hreykin yfir, hverr.u ánægð hún sé yfir frama dóttur- innar. Undir stjórn Wards læltnis breytVist Christine úr bakhúsa- jurt í fínustu orkedíu, sem stendt r einungis í gafífi ríkismannsins. Ward kynnti Cbristine fyrir Pro- fumo, er hann kom í heimsókn ásamt konu sinni Valeri Hobsoi. leikkonu. Þá var Christine að baða sig allsnakin í sundlaug hússins. Þannig varð kunningsskapur Christine og Profumo myndaöur. f fyr t;reiiuA'i sundlaug liafa margir emkennilegir atburðir att sér stað. Eitt sinn mátti sjá Pro- fumo hermálaráðherra og Rússann ívanov leika sér með Christine á háhesti þar. Winston Churchlll komst þannig að orði um atburð- inn: „En viðkunnanlegt, að Engl- and og Rússland skuli enn ..iau sinni mætast á sama orrustuvelli." í ensku bókinni „Honest ip God,“ er enskur biskup gaf ut um jól'n, kemur fram sú skcðun að það sé skylda karlmannsins a'ð ljúga eins miklu og hann getur til þess að halda framhjáhaldi tír.u leyndu. Má greinilega sjá, r.ð Profumo hefur stuðzt við þessa kenningu, er hann lýsti sakle/íi sínu yfir á dögunum. Meðfecð æskunnar; er í dag eigi eins góð og vera skyldi. Segja má, að fullorðnir keppast um að matreiða hina gómsætu tertu handa þeim úr jazzhönjfvurtjm, kvikmyndadísum og svo framvegis. Á tertu þessari er um þessar mundir Keeler rósin. Eldri kyu- slóðin lætur sér eigi nægja að matreiða þessa tertu handa æsk- unni, heldur notar hún öll ráð til að unglingarnir borði sem mest af henni. Eftir átið undrast fólk- ið að börnin skuli kasta upp öíl- um kræsingunum á gljáandi gó'f teppin. Vissulega er ekkerr að því að borða.tertur, en það vírður að gerast í liófi. Mennimir þurfa einnig á brauði að halda, til þess að geta lifað. Án þess má búaA við vanlíðan. Ætli það sé ekki þess konar vanlíðan, sem þjakar ensku þjóðina þessa stundina7 (Þýtt og endursagt úr sænsku) I MORGUNBLAÐINU 11.7 þ.m. í dálkum Velvakanda gerist ein- hver „fræðimaður” tiil þess að áfellast Sigurð Jónsson frá Haukagili fyrir orðalagið: „og þá varð vísan til”. Honum finnst traustara til skilnings og betur komizt að orði: „og þá varð vís- an”. Hitt er þó sannara. Orðfæri Sigurðar er þarna venjulegra mál og svo ótvírætt, að hug- kvæmni nokkra, jafnvel illgirni, þarf til að muna aðra merkingu orðanna en þá eina, sem rétt er, þar sem þau standa í frásögn um tilkomu meðfylgjandi vísu. Ef varast skal þess háttar tví- ræðni, sem að er fundið í grein- inni, þá mun rétt að útskúfa t. d. annarra hvorri merkingu sagnar- innar að ganga, en hún þýðir — sem kunnugt er — bæði verkn- aði kvendýra um beiðmál og þá athöfn jafnvel fjörlausra karla að þoka sér frá bóli að borði, en það er sú ferðin, sem fæstir aka eða ríða. Sigurður frá Haukagiili getur að vísu sjálfur varið hendur sínar, ef honum þykir þess þörf, til þess þarf hann ekki mín, en hann verður ekki einn fyrir lí- leiðingum orða „fræðimanns- ins”, éf þau skyldu hitta fyrir höfuð sér hæfileg. Óréttmætt nagg um orðklaufsku eða smekk- leysi eins af merkustu vísnasöfn- urum, sem liér hafa nokkru sinni starfað bítur ekki manninn, sem fyrir verður, heldur rýrir von ó- kunnugra manna um það að þar, sem hann er, sé vísa vel geymd og það kemur niður á vísnasöfn- uninni sjálfri og er illa farið ef til kemur. Eitt af því fáa, sem er örugg- lega víst, að þjóð okkar hefur vel tekizt, þótt betur mætti vera, er það að geyma svo mál sitt, að lærdómar skráðir á því væru framtíð skiljanlegir og tiltækir. Margt hefur stutt að því að svo giftusamlega tókst þar á mei al einangrun þjóðarinnar, ekki rugluðu aðrar tungur svo að til muna væri. Þingareiðir, verferð- ir og búferlaflutningar komu á- samt bókanotkun leikra manna nærfellt sem lærðra í veg fyrir mállýzkumyndanir, sem teljandi væru, en mestu mun þó ljóða- gerð þjóðarinnar og ljóðanotk- un hafa áorkað. Lærdómur bund- ins máls: sálmerinda, lausa vísna, rímna og kvæða festi bæði orð- myndir og setningaskipun. Það er ekki stór hætta á rangmælum af þeirra manna vörum, sem kunna margar málsgreinar utan- bókar með réttum föUum orða og réttri afstöðu. Meðfram vegna kunnáttu — oft og tíðum lítt merkra ljóða gat haldizt lið eftir lið í munnum — jafnvel lítt læsra kotunga — gott mál og trútt. Þeir kunnu þótt fátækir væru margir mikið utanbókar og ortu sumir. Því er vísnanotkun og vísna- söfnun íslendingi í raun og veru heilagt starf, hversu mikið sem skortir á að það sé viðurkennt, að svo sé, að þessar iðjur eiga stóran hluta í björgun þjóðernis, tungu og frelsis. Þetta er að sönnu — mörgum kunnugt og ýmsir lifa eftir því á þann hátt að reyna að hafa vísna not sér til gleði, eða af metnaðii ellegar af ræktarsemi og skilningi, því víst er það ýmsum ljóst, að söfnun er sómi þeim, sem vinnur auk gagnsins Aðkast „fræðimannsins” til Sigurðar frá Haukagili kemur að þvi leyti furðulítið til meins, þótt ómaklegt sé það, að vitað er að ófáir af lesendum Tímans (þess blaðs, er nú um alllangt skeið hefur flutt vísur úr safni Sigurðar) klippa vísurnar úr blaðinu og geyma þær, ræða um þær við heimamenn sína og aðra, láta þær rifja upp aðrar líkar eða andstæðar og græða á því æfingu brageyra síns, ánægju og umhugsunarefni. Sá málþroski, gleðigjafi, fyndniauki og athyglisvaki, sem vísnafUúningur Sigurðar í blöð- um og útvarpi hefur þannig orð- ið, er að því bezt er vitað óþakk- aður enn nema meö þessu áður- nefnda asnasparki hins svo kall- aða „fræðimanns” jafnmikil þökk og í þvi er. En fyrst það vekur umhugsun um viðeigandi fram- komu, vil ég nota tilefnið til að votta Sigurði og öðrum vísna- vinum virðingu mína og þökk fyrir störf þeirra að vísnahirðu og vísnanotkun. Og ef svo kynni að vera, sem ég ekki veit, en get óttazt, að tilslettnin sé komin frá einhverjum öðrum safnara sem. þyki hróður Sigurðar orðinn full- mikill borið saman við sinn hlut, þá skal það hér fullyrt, að enn eru svo stór akurlendi óunnin á sviði vísnasöfnunar, að óráð er að rýra tiltrú starfsbróður sins eða vinnulöngun hans með smá- munasemi og naggi. Slíkt er söfn uninni meiri meingjörð en safn- aranum, og söfnunin er nytja- starf. Jafnvel öðrum eins am- bögum og þeim, sem Velvakandi birti á sama degi og aðfinnsluna margnefndu, er sannlega safn- andi, þótt ekki séu þæv birtandi. Þær eru sá ómenningarvottur að telja má mikinn fróðleiksauka að eiga þær blaðfestar til varnaðar og sönnunar um hve vesæl getur orðið hagmælska þeirra, sem þó hafa blygðunarleysi til að birta yrki sitt. Einnig eru þær rannsóknar- efni réttnefndum og ólilutdræg- um fræðimönnum og að því leyti þá hvort þær séu ekki lausa- leiksbörn atomstefnunnar. Ættarmót gæti virzt með þeim kveðskapartegundum, báðar hafa vanheilt rim eða vantar það með öllu, báðar hafa vitlausa brag- liði eða enga hvenær sem það þykir þægilegt og báðar búa við stuðlaskort eða skakkt setta höf- uðstafi”, hafa enda flestan ó- smekk og illt fyrirkomulag ým- ist einhversstaðar eða allsstaðar. Að svo mæltu vona ég að Morgunblaðið hér eftir sem hing að til birti betri vísur en 11. 7. þ. á. og hindri heldur en auki ó- sanngjamar aðfinnslur að verk- um nytjamanna. Sigurður Jónsson frá Brún. LeggiS leið ykkar að Höíðatúni 2 Sími 24-540. Bílasala Matthíasár. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.