Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 5
ísbrjóturinn Edisto á ytri höfninni í Keflavík. ✓ / ÞÓTT hingað til lands komi rannsóknir í hafinu norður af um borð er gott bókasafn, serh margskonar skip í ýmiss konar erindagjörðum, telst það til undantekninga að hér komi ísbrjótur. í gær kom einn af ísbrjótum bandaríska flotans til Keflavíkur og var frétta- mönnum boðið að skoða skipið. ísbrjótur þessi ber heitið Edisto, en það er nafn á eyju undan strönd Suður-Carolina fylkis. Heimahöfn ísbrjótsins er Boston, en áhöfnin er víðs- vegar að úr Bandaríkjunum. Á Edisto er rúmlega tvö hundruð manna áhöfn, auk þess eru um borð margir vis- indamenn, haffræðingar og fiskifræðingar. Alls 240 manns. Edisto fer frá Keflavík í kvöld og mun í sumar stunda haf- íslandi milli Noregs og Græn- lands. Skipið kom hingað frá Kulusuk og Angmagsalik, eu þar aðstoðaði það skip, sem flytja birgðir til bækistöðva Bandaríkjanna á Austur- Grænlandi. í haust mun skipið fara aftur til Grænlands og »3- stoða birgðaskip við að kom- ast í gegnum ísinn. Til heima- hafnar búast skipsmenn við að koma seint í október. Nokk uð er útivistin löng því skipið fór frá Boston 19. júnf. í fyrra var skipið um sjö mánaða skeið við Suðurskautslandið. Ýmislegt er gert til að stytta skipshöfninni stundir i þess- um löngu ferðum. Á hverju kvöldi eru sýndar kvikmyndir, mikið er notað. Þeir, sem vilja, geta notað tómstimdir sínar til að afla sér aukinnar menntun- ar, og taka allmargii skips- mehn þátt í bréfanámskeiðuiu ýmissa háskóla. Skipsmenn hafa um borð sína eigin útvarps stöð, og hafa þar ýmislegt skemmtiefni. A. K. Schroder, lieut. com- mander sýndi fréttamönuum um skipið. Það er byggt árið 1947, og er 266 fet á Iengd og 68 fet á breidd. Það er af'.gerð- innl WINDBREALER og á bandaríski flotinn fjóra slíka isbrjóta, en strandgæz’an þrjá. Skipstjóri á Edisto er Norval E. Nickerson, commander. Um borð í skipinu eru tvær Um borð í Edisto eru tvær þyrlur, ætlaðar til ískönnun- arflugs. Önnur þeirra er útbúin flotholtum þannig að hún get ur lent á sjó. Maðurinn á myndinni er lieut. commander A. R. , Schroder. þyrlur, sem eru notaðar til ís- könnunarflugs, önnur þeirra er útbúin með flotholtum, þannig að hún getur Ient á sjó. Edisto getur brotið 8—9 feta þykkan ís. Skipið siglir upp á ísbrúnina, sem síðan brotnar undan þunga þess. í dag fer hluti skipsliafuar- Innar til Þingvalla og G illfoss og Geysis, en skipið fer frá Keflavík um miðnætti í kvötd. WWWWWWWWWWWWHWWWWWWVa mwwwwwwwwwwwwwwwvww* Fleiri Finnar hér en nokkru sinni Níutíu finnskir ferðamenn hafa dvalið hér frá 15. júlí. Þeir héldu utan um átta leytið í morgun. Ferðaskrifstofan Olympia í Hels- ingfors hafði skipul'agt ferðina til íslands í samráði við Ferðaskrif- stofu ríkisins. Finnunum var sk!pt í þrjá hópa. í fyrsta hópnum voru 41 prestur og kirkjuáhugafólk. Biskup var einnig í þessum hópi Yfir honum var prófessor Jóhan’i : Hannesson. í næsta flokki voru 15 náttúrufræðingar. Gunnar 1 Yagnsson var fararstjóri hans. í ' síðasta flokknum var alls konar | fólk, þ caðallega kennarar og ! hjúkrunarkonur. Jón R. Hjálmars | son var fararstjóri hans. Finnarnir komu til landsins með ieiguflugvél frá Transair í Svíþjóö Þeir tala bæði finnsku og sænsku ; og eru konur í meirihluta. Með | ferðamannahópana var farið um landið og sýndir þeir staðir, sem hver þeirra hafði áhuga á að sjá. \ Ómögulegt var að fara í einu lagi i þar sem gistihúsin rúmuðu ekki | svona fjölmennan hóp. ísland slcil ur sig mjög frá öði-um ferðamanna löndum og voru allir Finnarnir | mjög ánæðir yfir að koma til | þessa sérstaka lands. Miklu fleiri Finnar vildu taka þátt í ferðinni en vélin rúmaði tjáði okkur fulltrúi ferðaskrifstof unnar Olympiu, Pauli Kontaka. Finnarnir, sem tóku þátt í ferð- inni í fyrra, 80 talsins, auglýstu . svo vel ísland, og hefur það vaid- ið aðsókninni. • Tveir þátttakenda frá í fyrra tóku einnig þátt í ferð- inni í ár. Prestarnir voru viðstaddir vígslu Skálholtskirkju. Höfðu þeir mjög gaman af. ísland þykir þeim vera mjög skemmtilegt land og eru mjög ánægðir yfir dvölinni hér. 75 ára gömul kona, fyri'v. fektor við Kvennaskóla í Helsingfors segir að ísland sé dásamlegasta landið í heiminum. Önnur kennsíu kona í sænsku, sem hefur lagt stund á forníslenzku, hrósar sig sæla yfir því að hafa komizt hing- að. Henni geðjast sérstaklega vel að íslenzkunni. Málið, er svo kröít Framh. á 12 síðu Nýr herráðs- foringi Nýr herráðsforingi hefur veriffi skipaður hjá varnarliðinu í Kcfla-- vík. Er það Leland S. McGovvan, sem tekur við af J.W. Iloit ofurswi: er tekur við exnbætti í Bandaríkj- unurn. Hinn nýi herráðforingi er fæddur í E1 Paso í Texas árið 1914S en hóf hermennsku árið 1937. 1 (XMMWMMtUMmUWMMVMWMMUMMíMmmWWMtMMHP UNDANFARIN misseri hafa risið upp um allt land fyrir- tæki, sem Ieigja út bifreiðir. Byrjaði þessi þjónusta í Reykja vík, en breiddist óðfluga til 'kaupstaðanna, og eru nú hundr uð bifreiða til leigu í landinu. Þessi þróun er í samræmi við það, sem gerzt hefur í öðr- um löndum. Þar hefur bíla- leiga vaxið hröðum skrefum og er mjög vinsæl, sérstaklega hjá ferðafóiki. Eitt stórveldi, Sovétríkin, hefur sérstaka trú á bíialeigu. Þar í landi segja' ráffamenn, aff almenningur eigi ekki aff eiga bíla — heldur aff- eins Ieigja þá, þegar þeirra er þörf. Um reynslu íslendinga af bílaleigu er þaff að segja, aff ekkert er svo meff öliu gott, aff eklti fylgi eitthvaff illt. Unglingar sækjast mjög eft- ir aff leigja bíla, og hafa marg- ir flýtt sér a@ taka próf, strax og þeir urffu 17 ára, til að geta -leigt sér bfla og leikiff sér á þeim. Við þetta er þaff aff at- huga, aff unglingarnir eyffa í þetta miklu fé og venjast á að lifa um efni fram. í öffru lagi hafa skenimdir á hinum leigffu bílum veriff mikl- ar, sem bendir til aff menn fari ekki eins vel meff leigubíl og eigin bíl. Einnig má búast viff, aff gáskafullir unglingar eigi verulegan hlut í slysum og skemmdum á þessum bílum. Ef miklar skemmdir verffa á leigffum bílum, getur það halt áhrif í þá átt, aff trygginga gjöld hækki, og verffa þá allir bílaeigendur að borga brúsann. Alþýðublaffiff telur ástæffu til aff setja reglur um þessa nýju starfsemi, svo aff þjóðin njóti kosta hennar án þess aff verða um of fyrir barffinu á göllunum. í fyrsta lagi ætti aff setja sérstakt merki á þessa bíla — eins og er á leigubílum. Þaff kynni að hafa einhver áhrif. í öffru lagi þyrftí aff vera einhverjar takmarkanir á bíla- leigu til unglinga, annað en ökuskírteinið eltt. Þeir hafa nóg tækifæri tii svalls og skemmtana, þótt þeir rási ekk> aff næturlagi um landiff í vögn- um frá bflaleigufyrírtækjum. í þriff ja lagi ættu aff vera sér stakar reglur um tryggingu þessara bfla og ábyrgff öku- manna, sem meff þá fara. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.