Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 8
I 700 ÁR FRÁ Fyrir nákvæmlega 100 árum |*j|s síðan 30. júlí 1863, fæddist Henry Ford á litlum bóndabæ nálægt Kjn Dearborn í Michigan-fylki. Hann jíjíj naut lítillar menntunar í æsku ' jjjjj og sýndi þá enga sérstaka stjórn- jjjjj unarhæfileika. Hann var talinn ::Hi hafa skrýtnar hugmyndir um ým- islegt, jafnvel svo að jaðraði við !I:S hleypfdóma. ífrátt fyriri þetta jjjjj varð hann heimsfrægur snilling- jjjjj ur, brautryðjandi á sviði fjölda- ::::: framleiðslu, aflaði sér gifurlégra jjjjj auðæfa og þau notaði hann til . jjj| að koma á fót mannúðarstofuun .jjs: þeirri langstærstu í víðri veröld. FÆÐINGU HENRY FORDS Mannúðarstofnunin, sem hér um ræðir, er að sjálfsögðu Ford- stofnunin (Ford Foundation). Eignir hennar nema næstum tveim og hálfrii biiijón dala. Féð er notað í þágu lista, mennta, vísinda og tækni. Ennfremur veitir stofnunin fé til að stuðla að auknum skilningi milli þjóða heimsins, og sömuleiðis veitir hún vanþróuðum löndum styrki. Þegar minnst er á Ford, dett- ur flestum í hug fjöldafram- leiðsla bifreiða, — fjöldafram- leiðsla, sem gerði það að verk- um, að næstum hver sem var gat haft efni á að eignast bifreið. Það sem hann afrekaði á lífsleið inni var stórkostlegt, og það var sárasjaldan, sem honum urðu mis tök á. Segja má, að það hafl ver- ið hann, sem kom „hjólunum'1 undir Bandaríkjamenn. Faðir Henry Fords var írskur innflytjandi til Bandaríkjanna. Móðir hans var komin af Hol- lendingum, sem snemma tóku sér búfestu í Pensylvaníu, og stund uðu flestir búskap og lifðu £á- breyttu og guðrækilegu lífi. Henry Ford var lítið lun skólagöngu gefið. Hann hætti námi, þegar hann var 15 ára gamall. Þótt hann væri lítt hrif inn af skólanámi hafði hann geysi legan áhuga á vélum og öllu sem þeim viðkom og allskyns tilraun- um. 13 ára • gamall tók hann í eundur úr, og setti það síðan sjálf ur saman afttir. Þegar hann var 16 ára fór hann til Detroit og vann þar í vélsmiðju tíu stundir á dag, og á kvöldin vann hann nokkra tíma hjá úrsmið. Seinna snéri hann aftur heim til íöður síns og reyndi þá að byggja gufu dráttarvél, og vagn, sem ekki þurfti að beita hesti fyrir. Báðar tilraunirnar mistókust. Árið 1888, en þá var hann 25 ára gamall, kvæntist hann og flutti búferlum til Detroit, og þar hóf hann starf sem vélfræðing- ur. Þetta er fyrsti bílinn, sem Henry Ford byggði. Ford situr hér sjálfur við stýrið. Á þessum bíl voru reiðhjóladekk, vélin var tveggja strokka, fjögur hestöfl, og hámarkshraðinn var 16 kílómetrar á klukku- stund. Þessi fyrsti bíll vóg um 500 pund, og engann hafði hann afturábak gírinn. hafi dómgreind á vissum sv’ðum, og því stundum verið blekktur. Um Henry Ford hafa ve.ið skrifaðar fjölmargar bækur. Frægastar eru: „Ford: Öldin, maðurinn, fyrirtækið," eftir All- Fimmtán árum síðar stofnaði hann Ford Motor Company. Fyrir tækið framleiddi fyrst fimm gerðir bíla, hverja á fætur ann- arri og náðu þær aldrei miklum vinsældum. Árið 1908 setti fyrirtækið hið fræga T-módelið á markaðinn. Þetta var ekki fallegur bíll, en hann var sterkur. Sagt er, að Ford hafi sagt við viðskiptavinina að þeir gætu fengið hvaða lit sem þeir vildu, bara að hann væri svartur. Þessi gerð bíla var einhmitt það sem til þessa hafði vantað. Hann var ódýr, einfaldur og sterkbyggður. Stefna Fords í launamálum var lengi þrætuepli margra. Hann var einn þeirra fyrstu, sem börð- ust fyrir hærrl launum og stytt- ingu vinnutímans. Það voru sann arlega engar smáfréttir, þegar hann tilkynnti árið 1914, að fyrir tæki hans mundi greiða verka- mönnum 5 dali fyrir átta stunda vinnu. Þá voru launin í öðvum verksmiðjum 2,14 xialir fyrir níu stunda vinnu, og þau laun hafði fyrirtæki hans einnig greitt. Fyr- ir þetta hlaut hann lof margi a, eins og geta má nærri. Fyrirtækið hafði mikil áhrif meðal starfsmanna sinna, og hvatti þá til bindindissemi og sparsemi. Það átti oft í höróum deilum við verkalýðsfélögin. Með al annars var það 6akað um, að það væri að breyta starfsfólkinu í vélmenni,' vegna fjöldafram- ^siðlsluaðferfff f injiar. ,Það liðu mörg ár áður en Ford fyrirtækið viðurkenndi verkalýðsféiógin, sem samningsaðila fyrir verka- mennina. Sl. 25 ár hafa samskipti fyrirtækisins og verkalýðsfélag- anna verið mjög góð. í heimsstyrjöldinni fyrri var Henry Ford einlægur friðarsinni. Það var meira að segja svo, að árið 1915 tók hann á leigu skip og sendi með því hóp manna til Evrópu skyldu þeir reyna að hafa milligöngu um að koma friði á, Ekkert varð þó úr þessari tilraur, með „friðarskipið" fræga. Þegar svo Bandaríkin urðu styrjaldar- aðili, fór hann að framleiða her- gögn fyrir heri landsins og fram- leiddi þá m.a. fiugvélar, sem alí- ar voru gerðar úr málmi, í þús- undatali. Eitt sinn hóf Henry Ford át- gáfustarfsemi og gaf út tímarit, sem kom út einu sinni í vik.i. í því birtust margar greinar, sem voru áróður gegn Gyðingum. Síð- ar baðst hann afsökunar á þessu og afneitaði öllum stuðningi vtð kynþátiiahd^’irsstefnur. Það er yfirleitt samdóma álit manna nú, að Ford hafi verið einlægur og heiðarlegur maður, sem skort Hér spjalla þeir saman góffvinir Edison. Ford er til vinstri. an Nevis og Frank Ernest Hill. „Fjörtíu ár í þjónustu Fords,“ eftir Charles E. Soerensen og „Þjóðsagan um Henry Ford,“ eft ir Keith Sward. Með því að lesa þessi verk má fá glögga mynd af manninum Henry Ford. Henry Ford var alla ævi, hlé- drægur, slyngur, sjálfmenntaffur vélfræðingur, sem hafði mikla trú á sjálfum sér og landi sír:u Yfir arininn á heimili sinu iút hann skrifa þessi orð: „Héggðu þér sjálfur í eldinn, og hann hitar þér helmingi betur. ‘ Þetta var bjargföst trú hans. Hann var barðduglegur, lifði fábrotnu lífi, var frumlegur í hugsun, fáfróður um marga hluti, fljót fær á stund um, hrifinn. af prakkarastrikum. venjulegast vingjarnlegur, þrjózk ur oft og stundum hefnigjarn. Hann sagði að ofát, væri það ae.n ___________________________________________________________________________________________________________, --------------------------------------------------------------------------■■ • ■■■■■■■■■■■■■■■■■>>■>■■■■■■■■■■■■•■■■••r»•■■!!■■••■••■•■•••■••■•■■■■■■■■■>■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■•••■■■•■■■•■•■■■•■■■■••■ ■■■■■■■■■■■■■■■»•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !•■■»■•■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■»■■■•»■■■•••! !■■■■■■•■■■■■••••••■■■•■■ >.•■•■■•■••■•■■■■■•..■■.■.,.■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■■■»,•■».•••••■■,,•,■■..•■>••••••••■••■■••■•••••••••■■■••■•••■•■•■■■•■■■••••••.••■••■■•••■•■••• !■■•■■■•■•■•■»••»•»•■*•■■■■■■■■■■■■■!•■•■■■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■••■•■»■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■>■■■••••■.•■■■»■■,1 ..................... ■■ ■UIHMII ■■••■•■•■■■■■■■■■ ■■■■■■••■■■»■■■•■«•■■■■■■ ■■■■■■■■■*■■■ •••■•••«■ •MIIIMIMIMIIMtlMIIIMmMiMBIMMMMHMMmMMM ■ I ■■■ I •■ I «■•■•■••>--•■■■■■■ I ■■■■■■■■•■■■■■■■ ■ ■■•■•■ ••••Blit •Ullll 3 30. júlí 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.