Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 11
KEFLVÍKINGAR léku við Val þrátt fyrir það, að veður væri hér á Laugardalsvellinum í fyrra- slæmt til keppni. Valsmenn hlutu kvöld. Leikurinn var all fjörugur sígUr í leiknum með 3 mörkum gegn 1. Valsmenn áttu oft dágóða leik- kafla, en í heild má segja, að lið- ið verkaði þannig á mann, að það væri fremur þreytulegt eftir langa og stranga utanför. Einkum á þetta við um yngri menn liðsins, þá Hermann og Bergsvein. Vörn- in var sem fyrr föst fyrir, en nokk- uð svifasein og átti oft í veruleg- um erfiðleikum með hina fótfráu knattleik hélt áfram í Hafnarfirði i °S hörðu framherja Keflvíkinga. Meistaramót kvertna í handknatfleik MEISTARAMÓT kvenna í hand- á laugardag og sunnudag. A laug- ardag sigraði Valur Breiðablik með 6 gegn 3. Tveir leikur fóru fram á sunnu- dag og voru allspennandi. Fyrst léku Valur og Vikingur og Vals- stúlkurnar skora þrjú fyrstu mörk in, en verða svo að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti og þannig var staðan í hléi. í síðari hálfleik náðu Valsstúlkumar betri tökum á leiknum og unnu verð- skuldað með 9:6. Leikur Þróttar og Breiðabliks var mjög spennandi en ekki að sama skapi vel leikinn. Breiða- blik vann með einu marki, 4-3. Á morgun kl. 8 lýkur kvenna- mótinu og þá leika m. a. til úr- slita FH og VALUR. Sænskar frjáls- íþrótta- og hand- boltastúlkur koma hingað í vikulokin Um næstu helgi er von á sænsku íþróttafólki liingað til lands. Það eru um 40 sænskar handknatt- Ieiks- og frjálsíþróttastúlkur sem hingað koma og taka munu þátt í keppni og efna til sýninga. Verð- ur nánar skýrt frá þessari lieim- sókn síðar hér á síðunni. Björgvin markvörður Vals stóð sig með ágætum, en varð fyrir því ó- happi að meiðast, er 5 mínútur voru til leiksloka. Hjá Val voru þeir Björgvin, Steingrímur og Þorsteinn beztir. Lið Keflvikinga náði nú á margan hátt betri leik en áður hér í Laugardalnum nú í sumar. Þeir náðu oft sæmilegum samleik úti á vellinum en þegar nær dró marki andstæðinganna fór allt í handaskolum og ekkert varð úr upphlaupunum. Keflvík- ingar voru mjög ákveðnir, enda berjast þeir nú fyrir tilveru sinni í deildinni. Bar leikur þeirra oft merki þessarar tilverubaráttu og var á stundum meiri harka í leikn um en góðu hófi gegndi. Átti dóm arinn hér og talsverða sök, því hann var ekki nógu strangur. Hjá Keflvíkingum voru hliðarfram- verðimir beztir menn liðsins, og sem heild er liðið vaxandi og skortir ekki ýkja mikið á til þess að það fái mun meira út úr þeim mikla dugnaði og baráttugleði, sem einkennir það. Það voru Vals- menn, sem skoruðu fyrst. Var það á 11 mín. leiksins, að Bergsveinn sendir knöttinn fram á miðjuna, en þar var fyrir miðframvörður Keflvíkinga. Hugðist hann spyrna frá, en mistókst og hitti ekki knöttinn. Var miðframherji Vals, Bergur Guðjónsson fljótur að not- færa sér þessi mistök og skaut frá vítateig hörkuskoti alveg óverj- andi efst i hægra horn marksins. Knötturinn fór í varnarmann Kefl- víkinga og af honum út til vinstri, en þar kom þá aðvífandi v. út- herji Vals Hermann og nýtti þetta ágæta tækifæri mjög vel með hörkuskoti í bláhornið uppi, gjör- samlega óverjandi. 2-1. Keflvíkingar skora svo sitt eina mark á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks. Var aðdragandi þess sá að Keflvíkingar fengu hornspyrnu frá hægri. Úr þeirri hornspyrnu tókst Jóni Jóhannssyni miðfram- herja ÍBK að skora af stuttu færi. 3-1. Seinni hálfleikur var heldur lak- : ari, enda var veðrið þá mun verra Keflvíkingar söttu oft fast að marki Vals, en án árangurs, þó oft skylli hurð nærri hælum. Snemma í hálfleiknum komst Steingrímur í gott færi, en varnaðarmaður Keflvíkinga braut allharkalega á honum innan vítateigs. Virtist ekki vera nema um það að ræða að dæma vítaspyrnu. Dómarinn var þó á annarri skoðun og dæmdi 'óbeina aukaspyrnu!!!. Steingrím- ur skorar svo 3. markið fyrir Val á 72 mínútu með lausu skoti rétt innan vítateigs. Hefði markvörður Keflvíkinga átt að geta bægt þessu skoti frá svo lélegt sem það reynd- ar var. Ekki tókst Keflvíkingum að minnka þetta bil, þótt þeir hefðu að sjálfsögðu fullan hug á því. Dómari var Steinn Guðmunds son og mun þetta hafa verið frum- raun hans í 1. deildarkeppni. — Tókst honum ekki sem skyldi aö hafa hemil á þeirri miklu hörku, sem á stundum varð allsráðandi í leiknum. Valur og Keflvíkingar leika aftur n. k. fimmtudag í Njavð víkum og er ekki að efa að sá leik- ur verður bæði harður og fjór- ugur. V. 2:0. Á 40. mínútu brýzt Steingrímur í j gegn hægra megin kemst upp áð 4endamörkum og sendir fyrir. — Glæsilegt sund- mót á Selfossi kl. 8,30 í kvöld VALBJÖRN OG KJARTAN KEPPA Á NM í DAG ÍBK skorar eina mark sitt í leiknum eftir hornspyrnu. VALBJÖRN KJARTAN MEISTARAMÓT Norður- landa í frjálsum íþróttum hefst á Slottskovsvallen í Gautaborg í dag og verður aðeins keppt í fyrri hluta tugþrautar og maraþon fyrsta daginn. Eins og skýrt hefur verið frá taka tveir íslendingar þátt í tugþrautarkeppninni, þeir Valbjörn Þorláksson og Kjartan Guðjónsson. Kepp- endur í tugþrautinni eru 11 eða 12 og við munum að sjálfsögðu skýra frá úrslit- um fyrri dags í blaðinu á morgun. , Alls taka sjö íslendisigar þátt í Norðurlandamótinu, sex karlar og ein kona. Á morgun hefst keppnin fyiir alvöru og þá tekur Jóu Þ. Ólafsson þátt í hástökki, Kristleifur í 5000 m. hlaupi, Úlfar Teitsson í Iangstökki |l og Skafti Þorgrímsson í 400 j| m. hlaupi. Auk þess lýkur II tugþrautinni á morgun. ............. Meistaramót í frjálsíþróttum Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum 1963 fer fram dagana 12.-14. ágúst á íþróttaleikvanginum í Laugardal, og sér frjálsíþrótta- HRAFNHILDUR framundau er Norðurlanda- mót í Osló 13.—14. ágúst. — Aðeins Guðmundur og Hrafn hildur hafa náð lágmarki SSI til þátttöku, en reiknað er með að fleiri fari til Osló. deild KR um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Dagskrá mótsins verður sem1 hér segir: Fyrsta daginn 12. ágúst verður keppt í þessum greinum: i 200 m. hlaup, kúluvarpi, há"' stökki, 800 m. hlaupi, spjótkasti, langstökki, 5000 m. hlaupi og 400 ; m. grindahlaupi. j Annan dag mótsins, 13. f.gúst. verður keppt í þessum gremujVj: 100 m. hlaupi, stangarstökki, kringlukasti, 1500 m. hlaupi, þrí- stökki, 110 m. grindahlaupi, sleggjukasti og 400 m. hlaupi. Þriðja og síðasta daginn 14. á- gúst verður keppt í: Fimmtarþraut, 3000 m. hindrun- arhlaupi, 4x100 m. boðhlaupi og 4x400 m. boðhlaupi. Samhliða Meistaramóti íslands verður Kvennameistaramót Is- Iands háð. Keppt verður i eftir- töldum greinum: Fyrsti dagur: 100 m. hlaup, há- stökk, kúluvarp, spjótkast óg 4x100 m. boðhlaup. Annar dagur: 80 m. grindahlaup langstökk, kringlukast og 200 m. hlaup. Þriðji dagur: Fimmtarþraxit (keppt verður á tveim dögum 14. og 15. ágúst). Keppnisgreinar i fimmtarþraut kvenna eru: kúlu- varp, hástökk, 200 m. hlaup, 80 m. grindahlaup og langstökk. Þátttökutilkynningar sendist í síðasta lagi 3. ágúst til frjálsíþrótta ■ deildar KR. í KVÖLD kl. 20.30 fer fram sundmót í Sundhöll* Selfoss á vegum Sundsambands ís- lands. Á móti þessu keppir bezta sundfólk landsins, bæði karlar og konur og má reikna með skemmtilegu móti og góðum árangri. Alls verður keppt í 10 sundgreinum. í karlagreinum keppa m. a. Guðmundur Gíslason, Davíð Valgarðsson, Guð- mundur Þ. Harðarson o. fl. en í kvennag,reinum Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir o. fl. snjallar sundkonur. m. a. frá Selfossi. Fullyrða má, að hér getur orðið um ágætt mót að ræða, en sundfólkið er í góðri æfingu, þar sem Valur vann öruggan sigur yfir ÍBK 3:1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. júlí 1963 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.