Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.07.1963, Blaðsíða 10
i Sveinamót íslands á Akranesi: Jafn og góður arangur í mótinu SVEINAMEISTAKAMÓT íslands 1 frjálsum íþróttum fór fram á Akranesi um helgina. Keppendur voru 40 frá 5 félögum og félaga- samböndum; var kcppni víffa skemmtilcg og árangur góður ★ EFNILEGUR AKURNESINGUR ÁF MÖRGIJM efnilegum piltum, kom Sigurjón Sigurffsson frá Akra Úesi mest á óvart, en hann er al- gjör nýliði í frjálsum íþróttum. Sigurjón er kappliðsmaður í 3. fl. ÍA í knattspyrnu og hefur aðeins íagt stUnd á frjálsar íþróttir í vikutíma eða svo. Ólafur Unn- steinsson, íþróttakennari hefur dvalið undanfarna daga á Akra- hesi og kennt frjálsar íþróttir með ágaetum árangri og áhuginn er gífurlegur. AIls munu um 100 átúlkur og piltar æfa hjó Ólafi. Svo að við snúum okkur aftur að ^igi^rjóni, þá sigraði hann bæði í 80 m. hlaupi og 200 m. og hann er efni í góðan spretthlaupara. 1» •ét* FJÖLHÆFUR ÍR-INGUR ERLENDUR Valdimarsson, ÍR, er ekki lengur neinn nýliði, en hann sigraði í þrem einstaklingsgrein- um á mótinu og í öllum með mikl- um yfirburðum. Auk þess varð hann annar í þeirri fjórðu. Erlend- ur er bæði sterkur og snöggur og 2 sigrar 1 jafn- tefli og 1 tap Knattspyrnumenn KR hafa leikiff nokkra leiki í Dan- mörku og gengiff á ýmsu. Meistaraflokkur félagsins lék gegn Holbæk, sem er í III. deild, Ieiknum lauk meff jafntefli 6:6, sem er óvenju- há markatala. Næsti leikur mfl. var gegn 4. deddarliffi Kalundborg og honum lank með sigri Dana, 3:2. Auk meistaraflokksíeikj- anna hafa 2. og 3. flokkur leikiff gegn jafnöldrum sín- um og gengiff betur. 2. fl. KR vann Holbæk meff 2:1 og 4. flokkur KR vann í Kalund borg meff 4:0. Ritstjdri: ÖRN EIÐSSON ★ MÖRG GÓÐ ÍÞRÓTTA- á mikla framtíðarmöguleika sem frjálsíþróttamaður. I * STERKUR SNÆFELLIN GUR UNGUR Snæfellingur, Sigurður Hjörleifsson, sigraði í tveim grein- um, hástökki og langstökki og varð auk þess annar i kúlunni. Sigurð- ur er stór og sterkur, allri tækni er ábótavant, en ekki vantar hæfi- leikana. ★ MIKLIR YFIRBURÐIR KR-INGURINN Þorsteinn Þor- steinsson sigraði í 800 m. hlaupi með miklum yfirburðum og þar er sannarlegi mikið hlauparaefni á ferð. Þorsteinn er hávaxinn og grannur, en með meiri þroska og auknum krafti, sem kemur með aldrinum, mun ísland eign- ast í honum mjög góðan milli- vegahlaupara. íslandsmeistarar FH í handknattleik utanhúss 19 3: Fremri röð taliff frá vinstri: Páll Eiríksson, Hjalti Einarsson, Birgir Björnsson, Ragnar Jónsson og Logi Kristjánsson. Aftari röff frá vinstri: Einar Sigur'ffsson, Örn Hallsteinsson, Gnðlaugur Gíslason, Auffunn Óskarsson, Árni Guffjónsson, Kristján Stefánsson og Hallsteinn Hinriksson þ ’álfari liffsins. Ljósm.: J. Vilberg. FH íslandsmeistari W i húss / 8. sinn í röð MANNSEFNI ÝMSIR piltar, sem ekki tókst að sigra, náðu góðum árangri. í spretthlaupunum eru Þórður Þórðarson, KR og Geir V. Krist- jánsson ÍR mjög skemmtilegar „typur” og má mikils af þeim vænta. Tveir kornungir ÍR-ing- ar, Einar Þorgrímsson og Þór Konráðsson, vöktu athygli f lang stökkinu, þelr eru aðeins 13 ára gamlir, en stukku 5.46 cg 5.23. Sá fyrmefndi verður að visu 14 ára á þessu ári, en Þór A þrjú ár eftir í sveinaflokki! Framhald á 13. síðu. FH VARÐ ísiandsmeistari í hand- knattleik karla utanhúss í 8. slnn í röff, en siffnsti Ieikur mótsins fór fram á sunnudag. Þá mættust FH og Víkingur og leiknnm lauk með sigri FH, sem skoraffi 22 mörk gegn 14 mörkum Víkinga. Hafn- firðingar höfffu nokkra yfirburffi, sérstaklega í síffari háifleik og sig- ur þeirra var aldrei í neinni hættu. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR ALLJAFN FYRSTU minútur leiksins voru [dálítið þófkenndar og þrátt fyrir góð tæklfæri Hafnfirðinga, tókst þeim ekki að skora fyrr en á 2. mín og þar var Ragnar Jónsson að í verki. Markvörður Víkings, Helgi ! Guðmundsson, hafði rétt áður var- ið mjög glæsilegt skot. Víkingar jafna fljótlega, það gerði Rósmund ur, en FH nær enn forystu i hröðu upphlaupi, það var Ragnar, sem rak endahnútinn á upphtoupið. — Víkingar leika býsna ákveðið næstu mínútur og tekst að ná yf- irhöndinni. Rósmundur og Sigiu-ð- ur Hauksson skora ágœt mörk. Munurinn varð ekki melri en eitt mark að sinni, því að Birgi tekst fljótlega að jafna fyrir FH. Töluverð harka færist í leikinn um tíma, og dómarinn Frímann Gunnlaugsson verður að gefa nokkrum leikmönnum áminnlngu. Næstu 2 mörk skora Víkingar, — Rósmundur og Sigurður eru þar að verki. Ragnar minnkar bilið í eitt mark, en Árni Ólafsson gef- ur Vikingum enn tveggja marka forskot. FH tekst að jafna, er Örn Hallsteins skorar tvívegis úr víta- kasti, 6 gegn 6! Fra vinstri: Erlendur Valdimarsson, Sigurffur Hjörleifsson og Sig- urjón Sigurffsson. Þeir voru sigursælir á Sveinamótinu. Við mikil fagnaðarlæti ná FH- ingar forystu, er Guðlaugur skor- ar með ágætu skoti, en enn jafna Víkingar, fyrirliðinn Pétur skorar úr vítakasti. Síðustu mínúturnar var eins og Víkingar misstu móð- inn og þrívegis hafnar boltinn í marki Víkings, án þess að þeim takist að svara fyrir sig. 10 gegn 7 í hléi fyrir FH. ★ YFXRBURÐIR FH í SÍÐARI IIÁLFLEIK í SÍÐARl. hálfleik réðu FH-ingar lögum og lofum á vellinum, og Framh. á 13. síffu ísfirðingar og Haukar tapa í Færeyjum Þórshöfn, 27. júlí. Á fimmtudag sigruffu Hauk- ar Neista i handknattleik meff 15—11, en töpuffu fyrir Kyndll i kvöld, 6-8. Hand- knattleiksstúlkurnar frá ísa- firffí töpuffu fyrir VIF meff 5-9 og 4-6 fyrir Fuglafirffi. Á föstudag vann TB fsafjörff í knattspyrnu meff 2-0. Á miff vikudag sigraffi KI Hauka meff 5-1, en í gær léku Ilauk ar og B36 og sigruffu þeir síðarnefndu með 4-0. Loks lékn Haukar gegn HB í kvöld og enn sigruðu Færeyingar og nú meff 3-1. Á Ólafsvökunni, sem hefst á morgnn (þ. e. sunnudag) og stendur tvo daga, keppa íslendingar báffa rtagana. II. Jóh. 10 30- j'úlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.