Alþýðublaðið - 31.07.1963, Síða 4
UMFERÐARVIKA
ALÞÝDUBLAÐSINS
í DAG er ætlunin að ræða hér
nokkuð um framúrakstur og
mætingar.
í 47. grein umferðarlaganna
eru ákvæði um mætingar og
framúrakstur. í upphafi þess-
arar greinar segir svo: „'Þeg-
ar ökutæki mætast skulu stjórn
emiur þeirra aka út að vinstri
brún akbrautar í tæka tíð og
draga úr hraða, ef nauðsyn
krefur. Ef hindrun er á vegi,
skal ökumaður er ekur á þeim
vegar hehningi, þar sem hún
er, nema staöar, ef nauðsyn-
legt er”.
Ef ökutæki mætast, þar sem
vegur er svo mjór, að hvorugt
kemst fram hjá öðru, áliættu-
laust, skal sá ökumaður, sem
betur fær því við komið aka út
af vegi eða aftur á bak,
Það er eftirtektarvert úti á
vegum liversu ilia sumir öku-
menn víkja. Segja má með
nokkruin sanni, að sumir víki
alls ekki. Verstir í þessum efn-
um eru að sjálfsögðu „sunnu-
dagabílstjórarnir” svoköliuðu.
Þeir vita sjaidnast hversu breið
ur bill þeirra er, og því síður
hversu utarlega á kantinn þeim
er óhætt að fara. Þeir ökumenn,
sem ekki finna fullkomlega til
hreiddar ökutækis síns, ættu að
gera sér það að reglu, aö stanza
eins utarlega á kanti og þeir
þora, cf þeir eru í vafa um
hvort vegurinn er nógu breið-
ur til að mögulegt sé að mæt-
ast.
Skýrt er tekið fram, að sé
hindrun á vegi, skuli sá
stöðva, sem hefur hindrunina
á sínum vegarkanti. Þetta
mun öllum ljóst, en ákvæðin
í lögunum eru ljós og taka af
allan vafa.
Um framúrakstur segir í
næstu málsgreiu: „Ökumenn
skulu hleypa fram fyrir sig á
hægri hönd þeim sem fram
fyrir vilja. Eigi má aka fram
úr ökulæki, nema unnt sé án
áhættu eð'a óþæginda fyrir aðra
umferð, enda sé útsýn yfir ak-
braut góð. Eigi má aka framúr
ökutæki á vegamótum, beygj-
um, ef þær eru brattar eða
þröngar, né við eða á afmörk-
uðum brautum fyrir gangandi
fólk”.
Hér eru skýr ákvæði um að
hleypa skuli framúr þeim er
það vilja. Sumir ökumenn virð-
ast haldnir barnalegu stolti
sem kemur fram í því, að þeir
vilja ekki lileypa neinum fram
úr. Það er allt annað en
skemmtilegt að þurfa að dúsa
í rykmekki frá hægfara bifreið,
einungis vegna þess að öku-
maður hennar er haldinn þessu
bjánalega stolti.
Að aka ekki framúr á vega-
mótum er slík grundvallar-
regla, að ekki ætti að þurfa að
fara mörgum orðum um hana.
Samt eru þeir ótrúlega margir,
sem taka allskonar „sjensa” í
sambandi við þetta. Slíkir
menn læra tæpfega af öðru.
en reynslunni, en hætt er við,
að sú reynsla gæti orðið þeim
æði dýrkeypt.
Síðar segir í 47. grein: „Aka
skal fram fyrir ökutæki liægra
megin við það. Skal sá sem
framhjá ætlar, gefa þeim sem
á undan fer, merki, þannig að
hann megi vita um þá ætlau.
Sá, sem á undan er, skal þá, er
hann verður var við þann, sem
á eftir kemur, vlkja til vinstri
og draga úr liraöa, eða nema
staðar, þannig að áhættulaust
sé að aka framhjá. Sá sem fram
fyrir liefur ekið, má ekki aka
að vinstri brún akbrautar. fyrr
en hann er kominn svo langt
að hinu farartækinu geti ekki
stafað hætta eða veruleg óþæg-
indi af”.
Þegar ökumaður hefur geng-
ið úr skugga um að öll skilyrði
leyfi framúrakstur, ber honum
að gefa þeim, sem á undan fer
merki. Það mundi þá annað-
hvort verða flaut eða ljósblikk.
Það er oft þægilegra að nota
ljósin heldur en flautuna, sér-
staklega þegar um er að ræða
stóra og háværa bíla. Sá sem
fyrir framan er ekur síðan út
á vegarbrún, þegar hann veit
um fyrirætlan hins, eða nem-
ur staðar, ef þess gerist
Það er rnjög góð regla, sem
stjórar ættu að nota, þegar
hver . ætlar framúr þeim, að
gefa stefnuljós til vinstri, þeg-
ar þeir eru tilbúnir að víkja.
Verið getur að þeir sjái bíl
koma á móti, sem sá aftari sér
ekki, og bíða þeir þá að sjálf-
sögðu meö að víkja unz öll
skilyrði til framúraksturs eru
fyrir hendi.
í þessari grein segir enn-
fremur, að aka megi vinstra
megin fram úr ökutæki við
vegamót, ef ökumaður þess
hefur greinilega gefið merki
um að hann hyggist aka til
hægri. Þar sem akbraut er
skipt í akreinar má aka vinstra
megin fram úr ökutæki, en þá
ber að gæta sérstakrar varúðar.
Að lokum segir, að aka megi
fram hjá vegagerðartæki á þann
hátt, sem heppilegastur er mið-
að við aðstæður, en gæta skuli
sérstakrar varúðar.
Ávallt ber að gæta ýtrustu
varúðar við framúrakstur, og
aka aldrei framúr bifreið, nema
maður sé þess fullviss, að ekki
sé önnur að koma á móti, eða
nein önnur hætta fyrir hendi.
Það er oft erfiít að gizka á
liraða bifreiðar sem kemur á
móti, og betra er að bíða, en
tefla á tvísýnu. Manni liggur
aldrei það mikið á, að réttlæt-
anlegt sé að stofna eigin lífi og
annarra í hættu.
Það er aðalsmerki góðs öku-
manns að víkja vel, og hleypa
öllum fram fyrir sig, sem fram
fyrir vilja.
Að lokum: Freistið þess aldr-
ei að fara fram úr bifreið, ef
önnur er að reyna að komast
fram úr bifreið yðar.
4 31. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ