Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 3
 AVASHINGTON 16.8 (NTB-Rcut er). Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, sagði á blaða- mannafundi í Washington í dag, að Bandaríkin væra fús tií að kanna nánar hvort koma ætti á fót eiftirlitsstöðvum í austri og vestri til þess að koma í veg fyrir skyndiárás. Rusk sagði hins vegar' að til einskig væri að tengja mál þetta, öðrum málum eins og t.d. fækk ; un í herliðum og stofnun kjarn orkuvopnalausra svæða. í Utanríkisráðherrann sagði, að Sovétríkin virtust hafa áhuga á að ræða ýmis mál, sem hugsan legt væri að ná samkomulagi um. í viðræðum í Mosltvu eftir und irritun samningsins um stöðvun kjarnorkutilrauna virtist , Rusk *i5 ekki væri hægt að koma á al Ottawa, 16. ágúst (NTB - Reuter) Lester Pearson, forsætisráðherra Kanada, sagði á blaðamannafundi í Ottawa í dag, að Kanada og Bandaríkin hefðu gert með sér samning um skilyrðin fyrir af- hendingu bandarískra kjarnaodda til kanadískra landvarna. Samkvæmt samningnum eiga Bandaríkin að bera ábyrgð á hugs- anlegri notkun þeirra. Pearson kvaðst ánægður með skipaninni um eftirlit með kjarnaoddunum og verðveizlu þeirra. Vín, 16. ágúst (NTB - Reuter) KRÚSTJOV forsætisráðherra hef- ur breytt ferðaáætlun sinni og heimsækir Ungverjaland ekki fyrr en í apríl á næsta ári, samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Búda- pest f dag. Ætlunin var að Krústjov færi til Ungverjalands eftir heimsókn sína til Júgóslavíu í næstu viku. Frú Kennedy íer fré sjúkrahúsinu Myndin var tekin þegar Jacqueline Kennedy fór frá sjúkrahúsinu á Otis-flugvell inum I Massachusetts í fyrradag. Hún fór I þyrlu á samt manni sínum til sumar heimilip þeirra í Hyqunis Port. Frú Kennedy ól son, sem tekinn var með keisara- skurði, fyrir 9 dögum, en barnið létzt 40 kist, síðar. Læknir forsetafrúarinnar hefur ráðlagt henni að minnka öll embættisleg störf þar til á næsta ári. ennn gæiir séra Youlous BRAZZAVILLE 16.8 (NTB-AFP) Fulbert Youlou, sem í gær sagði af sér embætti forseta í Kongó- lýðveldinu, dvaldist í dag í her- búðunum Youlou undir vernd kongóska hersins, að því er góðar heimildir í BrazzaviIIe herma. Bráðabirgðastjórnin í Kongó- lýðveldinu samþykkti í dag, að iarðarför tveggja manna, sem féllu í mótmælaaðgerðunum í gær skyldu fara fram á kostnað ríkis- ins. Stjórnin samþykkti ennfremur að nafni „Stöðvartorgsins", þar sem efnt var til mótmælaaðgerð- anna, skyldi breytt í „Fbelsis- torgið.“ Þá samþykkti stjórnin, að allir kongóskir sendimenn erlend is skyldu kvaddir heim. Allt var með kyrrum kjörum í Brazzaville í dag. Útgöngubann ið er enn í gildi á milli kl. 20.00 og 05.00 eftir staðartíma. Allsherjarverkfallinu í Brazza- ville var hætt í dag. Verkalýðsfor ingjarnir höfðu skorað á verka- menn að hefja aftur vinnu. Kínversk herferð Framhaid af 1. síðu. inginn í bak alþjóðahreyfingu kommúnista með afstöðu sinni til samningsis um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn og baráttunn- ar gegn stefnu Rússa um friðsam- lega sambúð. , mennum umræðum um samskipíi austurs og vesturs. Hins vegar hefðu Rússar áhuga á sérstökipn málum, þar á meðal aðgerðum gegn skyndiárásum. Utanríkisráðherrann skýrði frá því, að Rússar og Bandaríkjamenn mundu aftur hafa samband sín í milii á næstu vikum og mánuðum., Rusk skýrði frá því, að ef Rúss ar flyttu burtu herlið sitt frá Kúbu mundi slíkt siuðla mjög að lausn deilumála austurs og vesturs. Hann gaf í skyn, að hann hefði borið þetta mál upp í viðræðun um í Moskvu. En hann vildi ekki segja hverju Andrei Gromyko utanríkisráðherra hefði svarað. Fréttiv frá Genf herma, að á fundi afvopnunarráðstefnunnar í dag hafi aðalful'ltrúi Rússa, Semj on Tsarapkin, sagt, að eftirlits- stöðvar gætu verið gagnlegar í því starfi, að koma í veg fyrir skynd'árás. Tsarapkin var þeirrar skoðunar að fækka ætti í lierliði erlendra ríkja í Austur- og Vestur-Þýzka- landi. Eftirlitsmenn ættu að vera hjá sovézka herliðinu í Austur- Þýzkalandi og herliði vesturveld- anna í Vestur-Þýzkalandi. Sovétríkin hafa ekki áður tengt tiliögu sína um eftirlitsstöðvar á jörðu niðri öðrum aðgerðum. Enn eitt sjálfs- morð í S-Vietnam Saigon, 16. ágúst (NTB—Reuter) ENN einn búddamunkur svipti sig lífi í bænum Hue í Suður-Vietnam í dag. Til- kynnt er, að ástandið í land- inu sé mjög ótryggt. Sjálfsmorðið er það þriðja í röðinni í þessari viku. Á síðustu tveim mánuðum hafa fjórir aðrir munkar og ein nunna brcnnt sig til bana í mótmælaskyni við stefnu stjórnarinnar í trúmálum. Stjórnin hefur fyrirskipað sólarhrings útgöngubann í Hue, sem hefur um 100 þús. íbúa. Hermenn með brugða byssustingi eru á verði við hofið í bænism og standa vörð um opinberar býgging- ar. Sagt er, að ástandið í bæn- um sé hættulegt og búdda- trúarmenn séu í uppreisnar- hug. ÁNSFENGURINN KEMUR LEITIRNAR Framhald af 1. síðu. peninga í hlöðu einni, aðeins átta kílómetra frá ránsstaðnum. Kon- urnar munu hafa aðstoðað þá. Mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir að hafa tekið þátt í rán- inu, Roger John Cordrey og Willi- am Gerald Boal, voru handteknir í Bournemouth í gær. Lögreglan upplýsti fyrir réttinum í Linslade, sem er skammt frá ránsstaðnum, að þeir hefðu haft 2.940340 (n. kr.) í sínum fórum. Hin þrjú, frú Rene Evelyn Boal, systir hennar, frú Mary Florence Pilgrim, og mágur frú Boals, Al- fred Pilgrim, höfðu einnig mikið fé undir liöndum þegar þau voru liandtekin. ★ FÉ í RÚSTUM Lundúnablaðið „Evening News“ hermdi í dag, að lögreglan væri í þann veginn að rannsaka fregn um, að um 60 millj. (ísl:) kr. væru í plasthylki á býli nokkru í Buck- inghamshire þar sem ránið fór fram. í kvöld rannsakaði lögreglan rústir 2ja húsa í hafnarhverfinu í London og yfirgaf staðinn með stóran kassa. Áreiðanleg heimild hermir, að lögreglan hefði verið látin vita, að nokkrir póstpok- anna, sem saknað er, væru geymd- ir í rústunum. Lögreglan telur, að féð úr lest- inni sé víðsvegar í landinu — skipt í tiltölulega lágar upphæðir. Samkvæmt blaðafregnum var fengin þyrla í dag til þess að leita að lystisnekkju á Ermarsundi. — Flotinn hafði gát á snekkjunni í gær, en henni tókst að komast undan um nóttina. Blaðið „Evening Standard" seg- ir, að fylgzt hafi verið með snekkjunni að skipan lögreglunn- ar. Hún taldi, að snekkjan kynni að standa í einhverju sambandi við ránið. ★ FRÚIN GAFST UPP Þeir Boal og Cordrey hafa neitað fyrir rétti að hafa tekið þátt í rán- inu. John Hemsley eftirlitsmaður, sem handtók frú Boal og frú Pil- grim, kvað frú Boal hafa sagt þeg- ar handtaka átti hana, að ef lög- reglan leitaði peninga hjá sér væru þeir neyddir til að leita þeirra sjálfir. Hemsley sagði frú Pilgrim, að hann mundi rífa niður húsið, ef nauðsynlegt reyndist til þess að finna peningana. Ef svo er getið þið fengið þá alla, sagði frú Pil- grim þá. Hún rétti þeim nokkra fimm punda seðla. Frú Boal sagði, að maður henn- ar hefði látið hana fá peningana um helgina. Rannsókn málsins heldur á- fram af fullum krafti. í dag voru aftur gerðar leitir í húsum í Lon- don. Formælandi lögreglunnar sagði liins vegar, að tæplega yrðu gerðar fleiri handtökur næstu klukkutímana. Abbas rekinn úr flokknum Algeirsborg, 16. ág. (NTB - Reuter) Fyrrverandi þjóðernisleiðtog ar Serkja, Ferrhat Abbas, sem fyrr í vikunni sagði af sér embætti þingforseta, hefur verið rekinn úr flokkn um, sem fer með völdin. Stjórnmálanefnd flokks- ins segir Abbas hafa sýnt fjandsamlega afstöðu, er geri nauðsynlegt að reka hann. Lögð er áherzla á, að brottreksturinn veiki á eng- an hátt flokkinn. ALÞÝÐUBLAÐID — 17. ágúst 1963' 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.